Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 14:12 Þrátt fyrir háværan orðróm hafa hvorki Björg Magnúsdóttir, Jakob Birgisson né Aðalsteinn Leifsson staðfest nokkuð um hvort þau gefi kost á sér í oddvitan. Aðalsteinn hefur hins vegar sagst vera að hugsa málið. Vísir/Samsett Stefnt er að því að leiðtogaprófkjör fari fram hjá Viðreisn í Reykjavík snemma á næsta ári, í janúar eða í síðasta lagi í byrjun febrúar. Nokkrir hafa þegar verið orðaðir við embættið og hafa þrír til fjórir þegar viðrað áhuga á að sækjast eftir embættinu innan flokksins að sögn formanns Viðreisnarfélagsins í Reykjavík. Félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti í lok október að haldið verði leiðtogaprófkjör þar sem oddviti flokksins í borginni verður valinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn, hefur þegar lýst því yfir að hún muni ekki sækjast aftur eftir sæti. „Við erum að horfa á mjög snemma á næsta ári. Fljótlega eftir áramót, í janúar en ekki seinna en í byrjun febrúar,“ segir Natan Kolbeinsson, formaður Viðreisnar í Reykjavík, í samtali við Vísi. Honum sé sjálfum kunnugt um þrjá til fjóra einstaklinga sem séu að horfa á oddvitasætið og þá hafi nokkrir tugir haft samband og lýst áhuga fyrir að vera ofarlega á lista flokksins í borginni. „Það er meiri áhugi en ég hef nokkru sinni upplifað á þeim fjórum árum sem ég hef verið með Viðreisn í borginni,“ segir Natan. Líkt og Vísir greindi frá í haust hafa meðal annars Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari og Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra verið orðuð við oddvitasætið. Sjá einnig: Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Aðalsteinn hefur sagst vera að íhuga framboð en Björg hefur ekkert staðfest ennþá. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún hins vegar verið að kanna jarðveginn að undanförnu og boðið hinum og þessum innan flokksins í spjall yfir kaffibolla. Þá hefur nafni Jakobs Birgissonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra og uppistandara, verið fleygt. „Maður á aldrei að segja aldrei. En ég er bara í ágætu starfi núna og hef annars bara almennt séð fyrir mér að fara aftur í uppistand,“ segir Jakob sem kveðst vera rólyndismaður og kippi sér ekki upp við það að vera nefndur í sambandi við borgarstjórnarframboð. Sem stendur beinist athyglin að störfum í dómsmálaráðuneytinu en annars hafi hann mest gaman af og vilji gjarnar setja orku sína í grín og skrif, sem er það sem hann var helst að fást við áður en hann tók við starfi aðstoðarmanns dómsmálaráðherra. „En ég verð auðvitað var við þessa umræðu,“ bætir Jakob við. Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Hæstiréttur klofnaði í máli ítalska barónsins Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti í lok október að haldið verði leiðtogaprófkjör þar sem oddviti flokksins í borginni verður valinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn, hefur þegar lýst því yfir að hún muni ekki sækjast aftur eftir sæti. „Við erum að horfa á mjög snemma á næsta ári. Fljótlega eftir áramót, í janúar en ekki seinna en í byrjun febrúar,“ segir Natan Kolbeinsson, formaður Viðreisnar í Reykjavík, í samtali við Vísi. Honum sé sjálfum kunnugt um þrjá til fjóra einstaklinga sem séu að horfa á oddvitasætið og þá hafi nokkrir tugir haft samband og lýst áhuga fyrir að vera ofarlega á lista flokksins í borginni. „Það er meiri áhugi en ég hef nokkru sinni upplifað á þeim fjórum árum sem ég hef verið með Viðreisn í borginni,“ segir Natan. Líkt og Vísir greindi frá í haust hafa meðal annars Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari og Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra verið orðuð við oddvitasætið. Sjá einnig: Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Aðalsteinn hefur sagst vera að íhuga framboð en Björg hefur ekkert staðfest ennþá. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún hins vegar verið að kanna jarðveginn að undanförnu og boðið hinum og þessum innan flokksins í spjall yfir kaffibolla. Þá hefur nafni Jakobs Birgissonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra og uppistandara, verið fleygt. „Maður á aldrei að segja aldrei. En ég er bara í ágætu starfi núna og hef annars bara almennt séð fyrir mér að fara aftur í uppistand,“ segir Jakob sem kveðst vera rólyndismaður og kippi sér ekki upp við það að vera nefndur í sambandi við borgarstjórnarframboð. Sem stendur beinist athyglin að störfum í dómsmálaráðuneytinu en annars hafi hann mest gaman af og vilji gjarnar setja orku sína í grín og skrif, sem er það sem hann var helst að fást við áður en hann tók við starfi aðstoðarmanns dómsmálaráðherra. „En ég verð auðvitað var við þessa umræðu,“ bætir Jakob við.
Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Hæstiréttur klofnaði í máli ítalska barónsins Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira