Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 14:12 Þrátt fyrir háværan orðróm hafa hvorki Björg Magnúsdóttir, Jakob Birgisson né Aðalsteinn Leifsson staðfest nokkuð um hvort þau gefi kost á sér í oddvitan. Aðalsteinn hefur hins vegar sagst vera að hugsa málið. Vísir/Samsett Stefnt er að því að leiðtogaprófkjör fari fram hjá Viðreisn í Reykjavík snemma á næsta ári, í janúar eða í síðasta lagi í byrjun febrúar. Nokkrir hafa þegar verið orðaðir við embættið og hafa þrír til fjórir þegar viðrað áhuga á að sækjast eftir embættinu innan flokksins að sögn formanns Viðreisnarfélagsins í Reykjavík. Félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti í lok október að haldið verði leiðtogaprófkjör þar sem oddviti flokksins í borginni verður valinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn, hefur þegar lýst því yfir að hún muni ekki sækjast aftur eftir sæti. „Við erum að horfa á mjög snemma á næsta ári. Fljótlega eftir áramót, í janúar en ekki seinna en í byrjun febrúar,“ segir Natan Kolbeinsson, formaður Viðreisnar í Reykjavík, í samtali við Vísi. Honum sé sjálfum kunnugt um þrjá til fjóra einstaklinga sem séu að horfa á oddvitasætið og þá hafi nokkrir tugir haft samband og lýst áhuga fyrir að vera ofarlega á lista flokksins í borginni. „Það er meiri áhugi en ég hef nokkru sinni upplifað á þeim fjórum árum sem ég hef verið með Viðreisn í borginni,“ segir Natan. Líkt og Vísir greindi frá í haust hafa meðal annars Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari og Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra verið orðuð við oddvitasætið. Sjá einnig: Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Aðalsteinn hefur sagst vera að íhuga framboð en Björg hefur ekkert staðfest ennþá. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún hins vegar verið að kanna jarðveginn að undanförnu og boðið hinum og þessum innan flokksins í spjall yfir kaffibolla. Þá hefur nafni Jakobs Birgissonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra og uppistandara, verið fleygt. „Maður á aldrei að segja aldrei. En ég er bara í ágætu starfi núna og hef annars bara almennt séð fyrir mér að fara aftur í uppistand,“ segir Jakob sem kveðst vera rólyndismaður og kippi sér ekki upp við það að vera nefndur í sambandi við borgarstjórnarframboð. Sem stendur beinist athyglin að störfum í dómsmálaráðuneytinu en annars hafi hann mest gaman af og vilji gjarnar setja orku sína í grín og skrif, sem er það sem hann var helst að fást við áður en hann tók við starfi aðstoðarmanns dómsmálaráðherra. „En ég verð auðvitað var við þessa umræðu,“ bætir Jakob við. Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti í lok október að haldið verði leiðtogaprófkjör þar sem oddviti flokksins í borginni verður valinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn, hefur þegar lýst því yfir að hún muni ekki sækjast aftur eftir sæti. „Við erum að horfa á mjög snemma á næsta ári. Fljótlega eftir áramót, í janúar en ekki seinna en í byrjun febrúar,“ segir Natan Kolbeinsson, formaður Viðreisnar í Reykjavík, í samtali við Vísi. Honum sé sjálfum kunnugt um þrjá til fjóra einstaklinga sem séu að horfa á oddvitasætið og þá hafi nokkrir tugir haft samband og lýst áhuga fyrir að vera ofarlega á lista flokksins í borginni. „Það er meiri áhugi en ég hef nokkru sinni upplifað á þeim fjórum árum sem ég hef verið með Viðreisn í borginni,“ segir Natan. Líkt og Vísir greindi frá í haust hafa meðal annars Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari og Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra verið orðuð við oddvitasætið. Sjá einnig: Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Aðalsteinn hefur sagst vera að íhuga framboð en Björg hefur ekkert staðfest ennþá. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún hins vegar verið að kanna jarðveginn að undanförnu og boðið hinum og þessum innan flokksins í spjall yfir kaffibolla. Þá hefur nafni Jakobs Birgissonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra og uppistandara, verið fleygt. „Maður á aldrei að segja aldrei. En ég er bara í ágætu starfi núna og hef annars bara almennt séð fyrir mér að fara aftur í uppistand,“ segir Jakob sem kveðst vera rólyndismaður og kippi sér ekki upp við það að vera nefndur í sambandi við borgarstjórnarframboð. Sem stendur beinist athyglin að störfum í dómsmálaráðuneytinu en annars hafi hann mest gaman af og vilji gjarnar setja orku sína í grín og skrif, sem er það sem hann var helst að fást við áður en hann tók við starfi aðstoðarmanns dómsmálaráðherra. „En ég verð auðvitað var við þessa umræðu,“ bætir Jakob við.
Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira