Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 11:32 Virgil van Dijk og Wayne Rooney hittust í gær í fyrsta sinn eftir að þeir fóru að skjóta á hvorn annan í fjölmiðlum. Getty/Jeff Bottari/Michael Regan Manchester United-goðsögnin Wayne Rooney var einn þeirra sem gagnrýndu stærstu stjörnur Liverpool þegar liðið var í miðri taphrinu sinni. Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, mætti í viðtal og ræddi málin við Rooney eftir sigur Liverpool á Real Madrid í Meistaradeildinni í gær. Van Dijk svaraði spurningum frá sérfræðingum, þar á meðal Rooney. Í síðasta mánuði, í þættinum The Wayne Rooney Show, gagnrýndi fyrrverandi framherji Manchester United líkamstjáningu Van Dijk og liðsfélaga hans hjá Liverpool, Mohamed Salah, eftir fjögur töp í röð í ensku úrvalsdeildinni. Leti í gagnrýni sinni Van Dijk brást við með því að saka Rooney um „leti í gagnrýni sinni“ áður en Rooney ítrekaði ummæli sín. Í gærkvöldi hittust þeir í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því að ummælin féllu, sem leiddi til frekar vandræðalegra aðstæðna í beinni útsendingu. Breska ríkisútvarpið sagði frá samskiptunum. Staðnæmdist við hlið Rooney Van Dijk gekk að teymi Amazon Prime við völlinn og heilsaði öllum sérfræðingunum, þar á meðal Rooney, áður en hann staðnæmdist við hlið Rooney. Viðtalið hófst á því að þáttastjórnandinn Gabby Logan bað Van Dijk um að fara yfir sigurinn. Síðan ræddi Logan um slæmt gengi Liverpool-liðsins og hversu mikilvægur liðsfundur eftir 2-1 tapið gegn Manchester United þann 19. október hefði verið til að bæta frammistöðuna. Sanngjörn gagnrýni? „Hefur sum gagnrýnin verið sanngjörn, að þínu mati,“ spurði Gabby Logan. „Auðvitað, ef þú tapar fjórum eða fimm leikjum í röð sem leikmaður Liverpool, þá er það sanngjörn gagnrýni, það er alveg eðlilegt. En ég held að hún hafi líka verið yfirgengileg á köflum, en það er vegna þess að við búum í heimi með svo mörgum miðlum og svo margir geta sagt eitthvað, það er tekið upp og gert meira úr því. Ég held að það sé gott að fyrrverandi leikmenn sem spiluðu á hæsta stigi og tókust á við erfiða tíma setji hlutina í samhengi (sagði með brosi á vör á meðan Rooney hló),“ sagði Virgil van Dijk. Ég ætla ekki að segja neitt meira Rooney lítur svo á að hann hafi hreinlega kveikt á Liverpool-liðinu og komið þeim aftur á sigurbrautina með ummælum sínum. „Ég ætla ekki að segja neitt meira því ég held að ég hafi hvatt þá áfram og komið þeim á sigurbraut,“ sagði Rooney kíminn. Virgil van Dijk heilsae Wayne Rooney fyrir viðtalið.Skjámynd/Amazon Prime „Ég tel að það sem ég sagði hafi verið sanngjarnt þegar þú vinnur ensku úrvalsdeildina og ferð svo í gegnum tímabil þar sem þú tapar þremur eða fjórum leikjum í röð, sem maður býst ekki við frá Liverpool. Þar sem Virgil er fyrirliði tel ég að það sé hans verkefni að leiða leikmennina og það var það sem ég var að segja. Þetta gerist í fótbolta og ég held að viðbrögðin frá Virgil og liðinu hafi verið frábær,“ sagði Rooney. Faðmlag í lokin „Ég held að ef þú horfðir á leikina þá hafi ég klárlega tekið ábyrgð,“ sagði Van Dijk og tók sérstaklega fram að hann hafi verið ósáttur með að Rooney ýjaði að því að hann hefði verið saddur og ekki verið að leggja nógu mikið á sig eftir að hann fékk nýjan samning. Þegar viðtalinu var lokið faðmaði Van Dijk Rooney og restina af teymi Amazon Prime áður en hann yfirgaf settið. View this post on Instagram A post shared by Men in Blazers (@meninblazers) Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira
Van Dijk svaraði spurningum frá sérfræðingum, þar á meðal Rooney. Í síðasta mánuði, í þættinum The Wayne Rooney Show, gagnrýndi fyrrverandi framherji Manchester United líkamstjáningu Van Dijk og liðsfélaga hans hjá Liverpool, Mohamed Salah, eftir fjögur töp í röð í ensku úrvalsdeildinni. Leti í gagnrýni sinni Van Dijk brást við með því að saka Rooney um „leti í gagnrýni sinni“ áður en Rooney ítrekaði ummæli sín. Í gærkvöldi hittust þeir í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því að ummælin féllu, sem leiddi til frekar vandræðalegra aðstæðna í beinni útsendingu. Breska ríkisútvarpið sagði frá samskiptunum. Staðnæmdist við hlið Rooney Van Dijk gekk að teymi Amazon Prime við völlinn og heilsaði öllum sérfræðingunum, þar á meðal Rooney, áður en hann staðnæmdist við hlið Rooney. Viðtalið hófst á því að þáttastjórnandinn Gabby Logan bað Van Dijk um að fara yfir sigurinn. Síðan ræddi Logan um slæmt gengi Liverpool-liðsins og hversu mikilvægur liðsfundur eftir 2-1 tapið gegn Manchester United þann 19. október hefði verið til að bæta frammistöðuna. Sanngjörn gagnrýni? „Hefur sum gagnrýnin verið sanngjörn, að þínu mati,“ spurði Gabby Logan. „Auðvitað, ef þú tapar fjórum eða fimm leikjum í röð sem leikmaður Liverpool, þá er það sanngjörn gagnrýni, það er alveg eðlilegt. En ég held að hún hafi líka verið yfirgengileg á köflum, en það er vegna þess að við búum í heimi með svo mörgum miðlum og svo margir geta sagt eitthvað, það er tekið upp og gert meira úr því. Ég held að það sé gott að fyrrverandi leikmenn sem spiluðu á hæsta stigi og tókust á við erfiða tíma setji hlutina í samhengi (sagði með brosi á vör á meðan Rooney hló),“ sagði Virgil van Dijk. Ég ætla ekki að segja neitt meira Rooney lítur svo á að hann hafi hreinlega kveikt á Liverpool-liðinu og komið þeim aftur á sigurbrautina með ummælum sínum. „Ég ætla ekki að segja neitt meira því ég held að ég hafi hvatt þá áfram og komið þeim á sigurbraut,“ sagði Rooney kíminn. Virgil van Dijk heilsae Wayne Rooney fyrir viðtalið.Skjámynd/Amazon Prime „Ég tel að það sem ég sagði hafi verið sanngjarnt þegar þú vinnur ensku úrvalsdeildina og ferð svo í gegnum tímabil þar sem þú tapar þremur eða fjórum leikjum í röð, sem maður býst ekki við frá Liverpool. Þar sem Virgil er fyrirliði tel ég að það sé hans verkefni að leiða leikmennina og það var það sem ég var að segja. Þetta gerist í fótbolta og ég held að viðbrögðin frá Virgil og liðinu hafi verið frábær,“ sagði Rooney. Faðmlag í lokin „Ég held að ef þú horfðir á leikina þá hafi ég klárlega tekið ábyrgð,“ sagði Van Dijk og tók sérstaklega fram að hann hafi verið ósáttur með að Rooney ýjaði að því að hann hefði verið saddur og ekki verið að leggja nógu mikið á sig eftir að hann fékk nýjan samning. Þegar viðtalinu var lokið faðmaði Van Dijk Rooney og restina af teymi Amazon Prime áður en hann yfirgaf settið. View this post on Instagram A post shared by Men in Blazers (@meninblazers)
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira