„Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2025 07:01 Álfrún Gísladóttir leikkona og handritshöfundur ræddi við blaðamann. Vísir/Anton Brink „Fólk var mikið að segjast tala við pabba, sjá hann í formi fuglanna eða að hann kæmi til þeirra í draumi og ég hugsaði alltaf bara: Afhverju kemur hann ekki til mín?“ segir Álfrún Gísladóttir leikkona og handritshöfundur. Blaðamaður ræddi við hana um föðurmissinn, sorgarferlið, gervigreind og einstaka sýningu sem hún er að setja upp. Sköpunargleði í uppeldinu í Bretlandi Álfrún Rose, sem er fædd árið 1987, flutti til Bretlands þriggja ára gömul með foreldrum sínum og litlu systur og ólst upp í Suðaustur London. „Foreldrar mínir töluðu alltaf íslensku við okkur þannig við höfum viðhaldið íslenskunni. Ég útskrifaðist með leiklistargráðu úr Royal Central School of Speech and Drama í London og tók svo meistaragráðu í ritlist hér heima.“ Foreldrar Álfrúnar störfuðu bæði lengi í skapandi senunni. Faðir hennar Gísli Þór Guðmunsson eða Gis von Ice var umboðsmaður fyrir Vök, Hatara og Lay Low svo eitthvað sé nefnt. Móðir hennar Anna Hildur Hildibransdóttir hefur unnið sem umboðsmaður, fyrir ÚTON, sem útvarpsgerðarkona, heimildarmyndagerðarkona og fleira. „Pabbi var einmitt umboðsmaður Hatara þegar þau fóru til Ísrael og mamma gerði heimildarmynd um það sem vakti mikla athygli. Foreldrar mínir voru alltaf með annan fótinn á Íslandi.“ Álfrún ólst upp í Bretlandi en fjölskyldan hefur alltaf haldið góðri tengingu við Ísland.Vísir/Anton Brink Álfrún skrifaði handrit að einleiknum Dead Air og fer leikur í honum en vinkona hennar Anna María Tómasdóttir leikstýrir. Verkið heiðrar Gísla, föður Álfrúnar, sem var henni innblástur í skrifunum og féll frá fyrir tveimur árum síðan. Sýningin fjallar meðal annars um sorg, þráhyggju og stafræna áhættuhegðun og tappar inn á umræðu um gervigreindina sem óræðið tól í sorgarferlin Sterk íslenskulögga Þrátt fyrir að vera með góða stjórn á íslenskunni segir Álfrún að það hafi verið áskorun að fara í ritlist. „Ég bjóst líka ekki við því að komast inn. Íslenskulöggan er mjög sterk í mér þannig ég reyni alltaf að vanda mig þegar ég tala sem er smá fyndið að pæla í núna því mér finnst allir hérlendis vera stöðugt í enskuslettum,“ segir Álfrún kímin. Í Covid flutti hún með foreldrum sínum á Vestfirði. „Pabbi er frá Ísafirði og við fluttum í lítið hús sem heitir Amsterdam. Það var mun betra að vera á Íslandi í faraldrinum og það var enga vinnu að fá sem leikari í neinu úti. Ég fór að vinna á leikskóla og sótti svo um í námið. Mamma og pabbi ákváðu líka að flytja alveg til Íslands og heilsan hjá pabba spilaði þar inn,“ segir Álfrún en faðir hennar hafði verið hjartveikur lengi og fékk fyrst hjartaáfall um fertugt, tuttugu árum áður en hann lést. „Heilsan hafði samt ekki verið slæm fyrr en svolitlu eftir að við fluttum heim.“ Knúsaði 500 manns í jarðarförinni Verkið Dead Air verður sýnt í Tjarnarbíói 7. og 8. nóvember en Álfrún frumflutti það við góðar undirtektir í Edinborg á listahátíð. „Hugmyndin kom í kjölfar þess að pabbi féll frá fyrir tveimur árum. Það voru rosalega margir sem elskuðu pabba og hundruðir mættu í jarðarförina sem var haldin í Gamla bíói. Pabbi var mikill trúleysingi, skráði sig úr kirkju um leið og hann gat og vildi hvorki vera með jarðarför í kirkju né vera jarðaður í kirkjugarði. Ég held ég hafi knúsað um 500 manns þarna og það var rosalega mikið af tónlistarfólki sem vildi heiðra hann og söng. Bróðir pabba var í Grafík og þau voru með atriði, Margrét og Einar úr Vök tóku lagið, sömuleiðis strákarnir í Hatara. Svo mynduðu margir fallegan kór og sungu bítlalög í lok athafnar og ég flutti texta,“ segir Álfrún og bætir við að þetta hefði líklega verið of mikið fyrir pabba hennar. Gísli faðir Álfrúnar var elskaður af mörgum og hundruðir mættu í jarðarförina hans. Vísir/Anton Brink „Við hlóum af því að hann hefði líklega ranghvolft augunum yfir þessu og verið á barnum hinum megin við götuna.“ Afhverju kemur hann ekki til mín? Gísli lést langt um aldur fram og var það auðvitað gríðarlegt áfall fyrir fjölskyldu og vini. „Eftir að hann dó var fólk mikið að segja mér að það væri að tala við pabba, sjá hann í formi fugla eða að hann kæmi til þeirra í draumi. Ég hugsaði alltaf bara: Afhverju kemur hann ekki til mín? Hann var svo mikill trúleysingi að ég held að ég hafi bara átt svo erfitt með að ímynda mér það. Auðvitað verður maður samt að leyfa fólki að syrgja á sinn hátt. Það er svo mismunandi hvernig fólk vinnur úr sorg en fyrstu mánuðina upplifði ég mikla þoku og ég mundi bara eiginlega ekki neitt. Þegar frændi minn sagðist hafa hitt pabba í svefni varð ég eiginlega bara smá pirruð og upplifði pínu höfnun. Út frá því fékk ég fyrst hugmynd um að gera sýningu þar sem trúleysingi ræðir við miðil eftir að hafa misst nákominn.“ Álfrún fór að skoða hvernig trúleysingi gæti farið í gegnum sorg með gervigreindinni.Vísir/Anton Brink Miklar skuggahliðar gervigreindarþjónustu í sorginni Álfrún fór svo í glænýja átt eftir að hafa séð heimildarmynd um gervigreindarþjónustu sem er eins konar stafræn uppvakningarþjónusta, þar sem fólk getur hlaðið niður ýmsum gögnum frá látnum ástvini og ástvinurinn „lifnar við“ sem gervigreind. „Þetta er til og er eitthvað sem fólk notar. Gervigreindin talar til baka og líkir eftir rödd hins látna. Þetta er á siðferðislegum mörkum og það var margt sem var mjög erfitt að horfa á. Til dæmis var kona til viðtals sem missti kærastann sinn og var rosalega trúuð. Gervigreindin fór eitthvað yfir um og sagði að kærastinn hennar væri að brenna í helvíti, sem var rosalega erfitt fyrir hana. Fyrirtækið sem sér um þessa þjónustu var virkilega kalt í svörum við hana og þetta var gríðarlegt áfall fyrir hana.“ Skuggahliðar sjálfsins Hún segir flókið að átta sig á hvort gervigreindin sé alslæm en það séu margar skuggahliðar. „Svo tekur þetta auðvitað rosalega mikla orku frá jörðinni. En ég ákvað að gera sýningu sem var svolítið innblásin af þessu og sótti innblástur í mitt líf þótt þetta sé auðvitað skáldað. Sýningin er öll út frá sjónarhorni aðalpersónunnar Alfie sem er að syrgja föður sinn og hún upplifir að allt sé í rústi í hennar lífi. Þetta er svona skuggakarakter út frá sjálfri mér, ef ég væri meiri narsissisti og tæki allar röngu ákvarðanirnar.“ View this post on Instagram A post shared by Alfrun Rose (@alfrunrose) Álfrún segir að Alfie upplifi að hún sé algjörlega föst og komist ekki í gegnum sorgina þannig hún ákveður að tala við gervigreindina. „Ég held að þetta geti verið bæði hamlandi ferli en stundum líka hjálplegt, sérstaklega þegar maður er eftir í sorginni og aðrir halda áfram. Pabbi var einmitt búinn að tala um að fólk héldi oft áfram eftir tvo mánuði af sorgarferli. Hann missti föður sinn þegar hann var þrettán ára og þekkti sorgina. Lífið heldur auðvitað áfram fyrir mörgum en það var til dæmis mjög erfitt fyrir mig að viðurkenna að pabbi væri farinn, það tók rosalega langan tíma að detta inn hjá mér og ég held það sé ennþá í ferli. Það verður kannski auðveldara og þú hugsar aðeins minna um þetta en þetta er alltaf óraunverulegt.“ Alls ekki byggt á mömmu Hún segir það oft vinna vel með fólki hvað við manneskjurnar eru góðar að ímynda okkur hluti. Gervigreindin geti tímabundið hjálpað en þegar allt kemur til alls ertu bara að tala við sjálfa þig. „Þetta er bara lúppa eða endurtekning. Gervigreindin gerir alltaf það sem hún heldur að þú viljir, svarar því sem hún heldur að þú viljir heyra. Fólkið þitt er ekki alltaf að gera það sem þú vilt eða gefa þér þau svör sem þú vilt.“ Álfrún segir að gervigreindin geti verið mjög skaðleg, sérstaklega þegar hún tekur undir allar hugmyndir notenda.Vísir/Anton Brink Álfrún fer með mörg hlutverk í þessum sextíu mínútna einleik, meðal annars Alfie, kærasta hennar, mömmu hennar, stjúpföður og sem rödd gervigreindarþjónustu. „Mamman í sögunni er alltaf að reyna að gera sitt besta og lifa í núinu. Hún og besti vinur föður Alfie byrjuðu saman og það er auðvitað stór hluti í þeirra sorgarferli. Alfie hefur engan áhuga á að skilja mömmu sína, hún hugsar allt bara út frá sjálfri sér. Þetta er alls ekki byggt á mömmu minni, bara svo það sé alveg á hreinu, og hún á ekki kærasta,“ segir Álfrún og hlær. Sterk innri rödd tengd pabba hennar Í sorgarferlinu segist Álfrún líka hafa velt fyrir sér heimspekilegum pælingum út frá föður sínum, hver var hann hverju sinni fyrir hverjum og einum. „Við erum alltaf að uppfærast eða breytast, eins og tæknin. En allir eiga sínar minningar og sína upplifun og sitt samband við pabba. Ég er með rosa sterka innri rödd og ef ég geri eitthvað sem ég veit að pabba hefði fundist fáránlegt þá heyri ég það þótt ég heyri ekki nákvæmlega röddina hans. Mér þykir líka mjög vænt um það þegar fólk segir mér að pabbi hefði verið stoltur af mér. Ég veit að hann var rosa stoltur af mér og við vorum ótrúlega góðir vinir. Það er svona leiðandi ljós í þessari sýningu. Ég dýrkaði pabba og hann dýrkaði mig. Við vorum bæði erfið stundum auðvitað, það er hluti af því að vera mannlegur.“ Svartur húmor í anda Gísla Álfrún segir að í leikritinu hafi hún reynt að gefa ímynduðu gervigreindinni húmor Gísla. „Hann var með mjög svartan húmor sem ég held að Íslendingar skilji manna best. Þessi kaldhæðni sjómannahúmor fær að njóta sín í verkinu. Samt kemur gervigreindin stöðugt upp með eitthvað sem er gjörólíkt því sem pabbinn myndi segja, en Alfie tekst alltaf að hunsa það því hún vill ekki horfast í augu við það. Við sem manneskjur erum rosalega góð í ímyndunarafli og að búa til gervi veruleika í kringum okkur, með gervigreindinni og sömuleiðis nostalgíunni. Það er svo mikill sköpunarkraftur í mannkyninu og við erum oft alveg stanslaust sósuð í nostalgíu. Svo kemur tæknin inn á svo skrýtinn hátt. Eins og pabbi kemur alltaf efstur upp hjá mér á Facebook og mér bregður alltaf.“ Svartur og kaldhæðinn húmor Gísla kemur fram í verkinu Dead Air. Vísir/Anton Brink Sorgin ekki kassalaga Hún segist ekki á því að mannkynið sé nógu þróað til þess að skilja mörk gervigreindarinnar. „Við erum alltaf að reyna að aftengja okkur en svo er svo margt sem við eigum eftir að læra og skilja. Það er ýmislegt skaðlegt að koma í ljós varðandi gervigreind og til dæmis hve hættulegt það sé að vera með eitthvað sem við tökum mark á og segir að allt sem við hugsum sé góð hugmynd.“ Sorgin er sannarlega marglaga og ófyrirsjáanlegt fyrirbæri sem Álfrún hefur velt mikið fyrir sér. „Í hinum vestræna heimi er sorgin sett í kassa, hún er eitthvað sem þú átt að klára og það er mjög skrýtið. Þú átt að vera sjálfri þér nóg, ein í þínu og getur sjálf farið til sálfræðings. Við tölum ekki nógu mikið um mikilvægi þess að tilheyra samfélagi, geta stutt við hvert annað og farið saman í gegnum sorgarferli.“ Álfrún segir sorgarferlið ekki eitthvað sem á að setja í kassa. Sömuleiðis sé mjög heilandi að hafa samfélag í kringum sig.Vísir/Anton Brink Mikilvægt að leyfa fólki að syrgja með og hjálpa Þá sé mjög mikilvægt að þiggja hjálp og leyfa fólki að syrgja með. „Ég ber gríðarlega mikla virðingu fyrir mömmu minni. Hún gæti auðvitað sagt: „Mín sorg er mest“, því hún og pabbi voru bestu vinir sem gerðu allt saman, en hún hefur aldrei sagt það og aldrei látið okkur finna að hún sé eitthvað mikilvægari í sorgarferlinu. Það er mjög heilandi að vera í kringum hana. Mig langaði bara að liggja undir sæng og ég hef alveg gert það. Mamma og pabbi áttu svo rosalega marga vini og hún hefur verið mjög dugleg að umkringja sig fólki, leyfa fólki að hjálpa og sömuleiðis leyfa því að vera með. Þegar einhver deyr líður manni oft eins og maður sé að leggja svo mikið á fólk með því að biðja um hjálp. En fólk biður um að fá að vera með af ástæðu, þetta er líka þeirra sorg og þeirra sorgarferli.“ Ómetanlegt að vinna þetta með vinkonu sinni Álfrún flutti nýverið aftur til London og býr á æskuheimili sínu með Emblu systur sinni og tveimur systrabörnum sínum. „Við erum öll miklir vinir og náin og það er rosa gaman að búa öll saman úti.“ View this post on Instagram A post shared by Alfrun Rose (@alfrunrose) Álfrún verður með tvennar sýningar hérlendis og ætlar að gera litla stuttmynd úr sýningunni. „Ég er líka að skrifa lengra kvikmyndahandrit og ætla að gefa út bók fyrir þá sem eru að styðja sýninguna því þetta hefur verið dýrt ferli. Ég er búin að fá mikinn stuðning og Anna María leikstjóri hefur reynst mér ómetanleg. Við kynntumst í gamla daga þegar við fluttum eiginlega óvart inn saman og mig hefur alltaf langað að vinna með henni. Ég hefði aldrei getað gert þetta án hennar. Hún er svo öflug og mikill styrkur, hún er svo dugleg og flott og henni vegnar mjög vel en hún leikstýrir til dæmis Ífigeníu í Ásbrú.“ Erfitt að skrifa um sorg Anna María hélt henni sömuleiðis við efnið. „Það er erfitt að skrifa um sorg en hún sagði að við yrðum að hafa þetta fyndið líka svo þetta yrði ekki of þungt. Ég frestaði því að byrja að skrifa of lengi, svaraði ekki í símann í tvo mánuði og svo þegar ég kom til Íslands sat Anna yfir mér meðan ég vann og kom ótrúlega miklu í verk á einni viku. Þannig þetta gerðist allt mjög hratt.“ Þrátt fyrir að fjalla mikið um gervigreindina og tækni er sýningin ótæknileg að sögn Álfrúnar. „Það er frekar fyndinn kontrast, sýningin er frekar látlaus. Við sýndum hana líka í kjallara í Edinborg og þurftum að vera fljót að setja upp og taka allt niður því það eru svo margar sýningar í gangi þar. Í verkinu er ég bara með míkrafón sem ég hækka og lækka í eftir karakterum en það er engin gervigreindartækni notuð í þessari sýningu um sorg og gervigreind,“ segir Álfrún brosmild að lokum. Hér má nálgast nánari upplýsingar um sýninguna Dead Air. Sýningar á Íslandi Leikhús Sorg Geðheilbrigði Menning Íslendingar erlendis Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Sjá meira
Sköpunargleði í uppeldinu í Bretlandi Álfrún Rose, sem er fædd árið 1987, flutti til Bretlands þriggja ára gömul með foreldrum sínum og litlu systur og ólst upp í Suðaustur London. „Foreldrar mínir töluðu alltaf íslensku við okkur þannig við höfum viðhaldið íslenskunni. Ég útskrifaðist með leiklistargráðu úr Royal Central School of Speech and Drama í London og tók svo meistaragráðu í ritlist hér heima.“ Foreldrar Álfrúnar störfuðu bæði lengi í skapandi senunni. Faðir hennar Gísli Þór Guðmunsson eða Gis von Ice var umboðsmaður fyrir Vök, Hatara og Lay Low svo eitthvað sé nefnt. Móðir hennar Anna Hildur Hildibransdóttir hefur unnið sem umboðsmaður, fyrir ÚTON, sem útvarpsgerðarkona, heimildarmyndagerðarkona og fleira. „Pabbi var einmitt umboðsmaður Hatara þegar þau fóru til Ísrael og mamma gerði heimildarmynd um það sem vakti mikla athygli. Foreldrar mínir voru alltaf með annan fótinn á Íslandi.“ Álfrún ólst upp í Bretlandi en fjölskyldan hefur alltaf haldið góðri tengingu við Ísland.Vísir/Anton Brink Álfrún skrifaði handrit að einleiknum Dead Air og fer leikur í honum en vinkona hennar Anna María Tómasdóttir leikstýrir. Verkið heiðrar Gísla, föður Álfrúnar, sem var henni innblástur í skrifunum og féll frá fyrir tveimur árum síðan. Sýningin fjallar meðal annars um sorg, þráhyggju og stafræna áhættuhegðun og tappar inn á umræðu um gervigreindina sem óræðið tól í sorgarferlin Sterk íslenskulögga Þrátt fyrir að vera með góða stjórn á íslenskunni segir Álfrún að það hafi verið áskorun að fara í ritlist. „Ég bjóst líka ekki við því að komast inn. Íslenskulöggan er mjög sterk í mér þannig ég reyni alltaf að vanda mig þegar ég tala sem er smá fyndið að pæla í núna því mér finnst allir hérlendis vera stöðugt í enskuslettum,“ segir Álfrún kímin. Í Covid flutti hún með foreldrum sínum á Vestfirði. „Pabbi er frá Ísafirði og við fluttum í lítið hús sem heitir Amsterdam. Það var mun betra að vera á Íslandi í faraldrinum og það var enga vinnu að fá sem leikari í neinu úti. Ég fór að vinna á leikskóla og sótti svo um í námið. Mamma og pabbi ákváðu líka að flytja alveg til Íslands og heilsan hjá pabba spilaði þar inn,“ segir Álfrún en faðir hennar hafði verið hjartveikur lengi og fékk fyrst hjartaáfall um fertugt, tuttugu árum áður en hann lést. „Heilsan hafði samt ekki verið slæm fyrr en svolitlu eftir að við fluttum heim.“ Knúsaði 500 manns í jarðarförinni Verkið Dead Air verður sýnt í Tjarnarbíói 7. og 8. nóvember en Álfrún frumflutti það við góðar undirtektir í Edinborg á listahátíð. „Hugmyndin kom í kjölfar þess að pabbi féll frá fyrir tveimur árum. Það voru rosalega margir sem elskuðu pabba og hundruðir mættu í jarðarförina sem var haldin í Gamla bíói. Pabbi var mikill trúleysingi, skráði sig úr kirkju um leið og hann gat og vildi hvorki vera með jarðarför í kirkju né vera jarðaður í kirkjugarði. Ég held ég hafi knúsað um 500 manns þarna og það var rosalega mikið af tónlistarfólki sem vildi heiðra hann og söng. Bróðir pabba var í Grafík og þau voru með atriði, Margrét og Einar úr Vök tóku lagið, sömuleiðis strákarnir í Hatara. Svo mynduðu margir fallegan kór og sungu bítlalög í lok athafnar og ég flutti texta,“ segir Álfrún og bætir við að þetta hefði líklega verið of mikið fyrir pabba hennar. Gísli faðir Álfrúnar var elskaður af mörgum og hundruðir mættu í jarðarförina hans. Vísir/Anton Brink „Við hlóum af því að hann hefði líklega ranghvolft augunum yfir þessu og verið á barnum hinum megin við götuna.“ Afhverju kemur hann ekki til mín? Gísli lést langt um aldur fram og var það auðvitað gríðarlegt áfall fyrir fjölskyldu og vini. „Eftir að hann dó var fólk mikið að segja mér að það væri að tala við pabba, sjá hann í formi fugla eða að hann kæmi til þeirra í draumi. Ég hugsaði alltaf bara: Afhverju kemur hann ekki til mín? Hann var svo mikill trúleysingi að ég held að ég hafi bara átt svo erfitt með að ímynda mér það. Auðvitað verður maður samt að leyfa fólki að syrgja á sinn hátt. Það er svo mismunandi hvernig fólk vinnur úr sorg en fyrstu mánuðina upplifði ég mikla þoku og ég mundi bara eiginlega ekki neitt. Þegar frændi minn sagðist hafa hitt pabba í svefni varð ég eiginlega bara smá pirruð og upplifði pínu höfnun. Út frá því fékk ég fyrst hugmynd um að gera sýningu þar sem trúleysingi ræðir við miðil eftir að hafa misst nákominn.“ Álfrún fór að skoða hvernig trúleysingi gæti farið í gegnum sorg með gervigreindinni.Vísir/Anton Brink Miklar skuggahliðar gervigreindarþjónustu í sorginni Álfrún fór svo í glænýja átt eftir að hafa séð heimildarmynd um gervigreindarþjónustu sem er eins konar stafræn uppvakningarþjónusta, þar sem fólk getur hlaðið niður ýmsum gögnum frá látnum ástvini og ástvinurinn „lifnar við“ sem gervigreind. „Þetta er til og er eitthvað sem fólk notar. Gervigreindin talar til baka og líkir eftir rödd hins látna. Þetta er á siðferðislegum mörkum og það var margt sem var mjög erfitt að horfa á. Til dæmis var kona til viðtals sem missti kærastann sinn og var rosalega trúuð. Gervigreindin fór eitthvað yfir um og sagði að kærastinn hennar væri að brenna í helvíti, sem var rosalega erfitt fyrir hana. Fyrirtækið sem sér um þessa þjónustu var virkilega kalt í svörum við hana og þetta var gríðarlegt áfall fyrir hana.“ Skuggahliðar sjálfsins Hún segir flókið að átta sig á hvort gervigreindin sé alslæm en það séu margar skuggahliðar. „Svo tekur þetta auðvitað rosalega mikla orku frá jörðinni. En ég ákvað að gera sýningu sem var svolítið innblásin af þessu og sótti innblástur í mitt líf þótt þetta sé auðvitað skáldað. Sýningin er öll út frá sjónarhorni aðalpersónunnar Alfie sem er að syrgja föður sinn og hún upplifir að allt sé í rústi í hennar lífi. Þetta er svona skuggakarakter út frá sjálfri mér, ef ég væri meiri narsissisti og tæki allar röngu ákvarðanirnar.“ View this post on Instagram A post shared by Alfrun Rose (@alfrunrose) Álfrún segir að Alfie upplifi að hún sé algjörlega föst og komist ekki í gegnum sorgina þannig hún ákveður að tala við gervigreindina. „Ég held að þetta geti verið bæði hamlandi ferli en stundum líka hjálplegt, sérstaklega þegar maður er eftir í sorginni og aðrir halda áfram. Pabbi var einmitt búinn að tala um að fólk héldi oft áfram eftir tvo mánuði af sorgarferli. Hann missti föður sinn þegar hann var þrettán ára og þekkti sorgina. Lífið heldur auðvitað áfram fyrir mörgum en það var til dæmis mjög erfitt fyrir mig að viðurkenna að pabbi væri farinn, það tók rosalega langan tíma að detta inn hjá mér og ég held það sé ennþá í ferli. Það verður kannski auðveldara og þú hugsar aðeins minna um þetta en þetta er alltaf óraunverulegt.“ Alls ekki byggt á mömmu Hún segir það oft vinna vel með fólki hvað við manneskjurnar eru góðar að ímynda okkur hluti. Gervigreindin geti tímabundið hjálpað en þegar allt kemur til alls ertu bara að tala við sjálfa þig. „Þetta er bara lúppa eða endurtekning. Gervigreindin gerir alltaf það sem hún heldur að þú viljir, svarar því sem hún heldur að þú viljir heyra. Fólkið þitt er ekki alltaf að gera það sem þú vilt eða gefa þér þau svör sem þú vilt.“ Álfrún segir að gervigreindin geti verið mjög skaðleg, sérstaklega þegar hún tekur undir allar hugmyndir notenda.Vísir/Anton Brink Álfrún fer með mörg hlutverk í þessum sextíu mínútna einleik, meðal annars Alfie, kærasta hennar, mömmu hennar, stjúpföður og sem rödd gervigreindarþjónustu. „Mamman í sögunni er alltaf að reyna að gera sitt besta og lifa í núinu. Hún og besti vinur föður Alfie byrjuðu saman og það er auðvitað stór hluti í þeirra sorgarferli. Alfie hefur engan áhuga á að skilja mömmu sína, hún hugsar allt bara út frá sjálfri sér. Þetta er alls ekki byggt á mömmu minni, bara svo það sé alveg á hreinu, og hún á ekki kærasta,“ segir Álfrún og hlær. Sterk innri rödd tengd pabba hennar Í sorgarferlinu segist Álfrún líka hafa velt fyrir sér heimspekilegum pælingum út frá föður sínum, hver var hann hverju sinni fyrir hverjum og einum. „Við erum alltaf að uppfærast eða breytast, eins og tæknin. En allir eiga sínar minningar og sína upplifun og sitt samband við pabba. Ég er með rosa sterka innri rödd og ef ég geri eitthvað sem ég veit að pabba hefði fundist fáránlegt þá heyri ég það þótt ég heyri ekki nákvæmlega röddina hans. Mér þykir líka mjög vænt um það þegar fólk segir mér að pabbi hefði verið stoltur af mér. Ég veit að hann var rosa stoltur af mér og við vorum ótrúlega góðir vinir. Það er svona leiðandi ljós í þessari sýningu. Ég dýrkaði pabba og hann dýrkaði mig. Við vorum bæði erfið stundum auðvitað, það er hluti af því að vera mannlegur.“ Svartur húmor í anda Gísla Álfrún segir að í leikritinu hafi hún reynt að gefa ímynduðu gervigreindinni húmor Gísla. „Hann var með mjög svartan húmor sem ég held að Íslendingar skilji manna best. Þessi kaldhæðni sjómannahúmor fær að njóta sín í verkinu. Samt kemur gervigreindin stöðugt upp með eitthvað sem er gjörólíkt því sem pabbinn myndi segja, en Alfie tekst alltaf að hunsa það því hún vill ekki horfast í augu við það. Við sem manneskjur erum rosalega góð í ímyndunarafli og að búa til gervi veruleika í kringum okkur, með gervigreindinni og sömuleiðis nostalgíunni. Það er svo mikill sköpunarkraftur í mannkyninu og við erum oft alveg stanslaust sósuð í nostalgíu. Svo kemur tæknin inn á svo skrýtinn hátt. Eins og pabbi kemur alltaf efstur upp hjá mér á Facebook og mér bregður alltaf.“ Svartur og kaldhæðinn húmor Gísla kemur fram í verkinu Dead Air. Vísir/Anton Brink Sorgin ekki kassalaga Hún segist ekki á því að mannkynið sé nógu þróað til þess að skilja mörk gervigreindarinnar. „Við erum alltaf að reyna að aftengja okkur en svo er svo margt sem við eigum eftir að læra og skilja. Það er ýmislegt skaðlegt að koma í ljós varðandi gervigreind og til dæmis hve hættulegt það sé að vera með eitthvað sem við tökum mark á og segir að allt sem við hugsum sé góð hugmynd.“ Sorgin er sannarlega marglaga og ófyrirsjáanlegt fyrirbæri sem Álfrún hefur velt mikið fyrir sér. „Í hinum vestræna heimi er sorgin sett í kassa, hún er eitthvað sem þú átt að klára og það er mjög skrýtið. Þú átt að vera sjálfri þér nóg, ein í þínu og getur sjálf farið til sálfræðings. Við tölum ekki nógu mikið um mikilvægi þess að tilheyra samfélagi, geta stutt við hvert annað og farið saman í gegnum sorgarferli.“ Álfrún segir sorgarferlið ekki eitthvað sem á að setja í kassa. Sömuleiðis sé mjög heilandi að hafa samfélag í kringum sig.Vísir/Anton Brink Mikilvægt að leyfa fólki að syrgja með og hjálpa Þá sé mjög mikilvægt að þiggja hjálp og leyfa fólki að syrgja með. „Ég ber gríðarlega mikla virðingu fyrir mömmu minni. Hún gæti auðvitað sagt: „Mín sorg er mest“, því hún og pabbi voru bestu vinir sem gerðu allt saman, en hún hefur aldrei sagt það og aldrei látið okkur finna að hún sé eitthvað mikilvægari í sorgarferlinu. Það er mjög heilandi að vera í kringum hana. Mig langaði bara að liggja undir sæng og ég hef alveg gert það. Mamma og pabbi áttu svo rosalega marga vini og hún hefur verið mjög dugleg að umkringja sig fólki, leyfa fólki að hjálpa og sömuleiðis leyfa því að vera með. Þegar einhver deyr líður manni oft eins og maður sé að leggja svo mikið á fólk með því að biðja um hjálp. En fólk biður um að fá að vera með af ástæðu, þetta er líka þeirra sorg og þeirra sorgarferli.“ Ómetanlegt að vinna þetta með vinkonu sinni Álfrún flutti nýverið aftur til London og býr á æskuheimili sínu með Emblu systur sinni og tveimur systrabörnum sínum. „Við erum öll miklir vinir og náin og það er rosa gaman að búa öll saman úti.“ View this post on Instagram A post shared by Alfrun Rose (@alfrunrose) Álfrún verður með tvennar sýningar hérlendis og ætlar að gera litla stuttmynd úr sýningunni. „Ég er líka að skrifa lengra kvikmyndahandrit og ætla að gefa út bók fyrir þá sem eru að styðja sýninguna því þetta hefur verið dýrt ferli. Ég er búin að fá mikinn stuðning og Anna María leikstjóri hefur reynst mér ómetanleg. Við kynntumst í gamla daga þegar við fluttum eiginlega óvart inn saman og mig hefur alltaf langað að vinna með henni. Ég hefði aldrei getað gert þetta án hennar. Hún er svo öflug og mikill styrkur, hún er svo dugleg og flott og henni vegnar mjög vel en hún leikstýrir til dæmis Ífigeníu í Ásbrú.“ Erfitt að skrifa um sorg Anna María hélt henni sömuleiðis við efnið. „Það er erfitt að skrifa um sorg en hún sagði að við yrðum að hafa þetta fyndið líka svo þetta yrði ekki of þungt. Ég frestaði því að byrja að skrifa of lengi, svaraði ekki í símann í tvo mánuði og svo þegar ég kom til Íslands sat Anna yfir mér meðan ég vann og kom ótrúlega miklu í verk á einni viku. Þannig þetta gerðist allt mjög hratt.“ Þrátt fyrir að fjalla mikið um gervigreindina og tækni er sýningin ótæknileg að sögn Álfrúnar. „Það er frekar fyndinn kontrast, sýningin er frekar látlaus. Við sýndum hana líka í kjallara í Edinborg og þurftum að vera fljót að setja upp og taka allt niður því það eru svo margar sýningar í gangi þar. Í verkinu er ég bara með míkrafón sem ég hækka og lækka í eftir karakterum en það er engin gervigreindartækni notuð í þessari sýningu um sorg og gervigreind,“ segir Álfrún brosmild að lokum. Hér má nálgast nánari upplýsingar um sýninguna Dead Air.
Sýningar á Íslandi Leikhús Sorg Geðheilbrigði Menning Íslendingar erlendis Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Sjá meira