Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 06:45 Helgi Magnús Gunnarsson, Hlédís Maren Guðmundsdóttir og Úlfar Lúðvíksson hafa meðal annars verið orðuð sem áhugaverðir frambjóðendur fyrir Miðflokkinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Vísir/samsett Kjördæmafélag Miðflokksins í Reykjavík gerir ráð fyrir að innan nokkurra vikna verði hulunni svipt af því hverjir verða í efstu sætum á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Stillt verður upp á lista flokksins í borginni en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ekki verið ákveðið hver verður oddviti. Leit að leiðtoga stendur yfir og hafa nokkur nöfn verið nefnd í því sambandi, þar á meðal fyrrverandi lögreglustjóri, fyrrum vararíkissaksóknari og félagsfræðingur. „Við í Reykjavík verðum með uppstillingu, uppstillingarnefnd. Við erum búin að skipa nefndina og aðeins byrjuð að vinna og stefnum á að birta eitthvað fyrir áramót, í nóvember desember, fyrstu sætin. Svo klárum við listann í janúar, febrúar,“ segir Guðni Ársæll Indriðason, formaður kjördæmafélags Miðflokksins í Reykjavík. Skynjar mikinn áhuga Félagið njóti aðstoðar þingflokks og formanns flokksins í þeirri vinnu sem framundan er. Samkvæmt lögum flokksins kýs stjórn Kjördæmafélagsins tvo einstaklinga í uppstillinganefnd auk þeirra tveggja sem aðalfundur kjördæmafélags velur ásamt formanni og varaformanni félagsins. Einn fulltrúi í kjörstjórn skuli skipaður af stjórn Miðflokksins og þá hefur formaður flokksins seturétt, málfrelsi og tillögurétt á fundum uppstillinganefndar en þó ekki atkvæðarétt, nema hann sé jafnframt fulltrúi í nefndinni. Forystufólk Miðflokksins á landsfundi um daginn.Vísir/Lýður Valberg Guðni segir að mögulega strax í kringum næstu mánaðarmót verði greint frá því hverjir muni leiða lista flokksins í borginni. „Það er mikið af góðu fólki sem vill vinna með okkur,“ segir Guðni sem kveðst skynja aukinn áhuga fyrir þátttöku í starfi flokksins í framhaldi af landsfundi flokksins sem fram fór um miðjan október. „Maður finnur að það er áhugi og það styttist í kosningar líka,“ segir Guðni sem væntir þess að flokkurinn muni bjóða fram í flestum stærri sveitarfélögum, og jafnvel einhverjum hinna minni líka. Líkt og áður segir liggur ekki fyrir hver mun leiða flokkinn í borginni. Hins vegar hafa nöfn nokkurra einstaklinga verið nefnd sem sagðir eru geta verið áhugaverðir kandídatar fyrir flokkinn samkvæmt heimildum fréttastofu. Margir komið að máli við Hlédísi en enginn rætt við Helga Þar á meðal má nefna Helga Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknara, og Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Þess má geta að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur gengið frá starfslokum þeirra beggja eftir að hún tók við embætti. Sjá einnig: Úlfar hættir sem lögreglustjóri „Það hefur enginn komið að máli við mig. Ég hvet bara fólk til að hafa samband ef það telur mig eiga erindi,“ segir Helgi Magnús, spurður hvort hann hafi íhugað framboð, en sjálfur býr hann á Seltjarnarnesi. Þótt hann hafi sínar skoðanir hafi hann hingað til ekki skipað sér í neinn stjórnmálaflokk né hugleitt að taka þátt í pólitík. Sjá einnig: Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Þá hefur Hlédís Maren Guðmundsdóttir, félagsfræðingur, tískumógúll og fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni verið nefnd á nafn. Nýleg skrif Hlédísar á Vísi hafa vakið athygli, meðal annars grein hennar um „gellupólitík“ sem hún segir einkennast helst af „sýndarsamstöðu kvenna um einfaldan, útþynntan, baráttulausan femínisma.“ Þá hefur Hlédís verið óhrædd við að viðra skoðanir sínar í vinsælum hlaðvarps- og útvarpsþáttum svo fátt eitt sé nefnt. „Það hafa margir komið að tali við mig, en ekkert sem ég get formlega deilt enn sem komið er. Það kemur væntanlega í ljós á næstu vikum,“ segir Hlédís í stuttu svari til fréttastofu. Sjá einnig: „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Það skal tekið fram að fréttastofu er ekki kunnugt um það hvort Úlfar sé að íhuga framboð, né þá hvort það væri fyrir Miðflokkinn. Öllu heldur hefur nafn hans í það að minnsta borist í tal í því sambandi. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Miðflokkurinn Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
„Við í Reykjavík verðum með uppstillingu, uppstillingarnefnd. Við erum búin að skipa nefndina og aðeins byrjuð að vinna og stefnum á að birta eitthvað fyrir áramót, í nóvember desember, fyrstu sætin. Svo klárum við listann í janúar, febrúar,“ segir Guðni Ársæll Indriðason, formaður kjördæmafélags Miðflokksins í Reykjavík. Skynjar mikinn áhuga Félagið njóti aðstoðar þingflokks og formanns flokksins í þeirri vinnu sem framundan er. Samkvæmt lögum flokksins kýs stjórn Kjördæmafélagsins tvo einstaklinga í uppstillinganefnd auk þeirra tveggja sem aðalfundur kjördæmafélags velur ásamt formanni og varaformanni félagsins. Einn fulltrúi í kjörstjórn skuli skipaður af stjórn Miðflokksins og þá hefur formaður flokksins seturétt, málfrelsi og tillögurétt á fundum uppstillinganefndar en þó ekki atkvæðarétt, nema hann sé jafnframt fulltrúi í nefndinni. Forystufólk Miðflokksins á landsfundi um daginn.Vísir/Lýður Valberg Guðni segir að mögulega strax í kringum næstu mánaðarmót verði greint frá því hverjir muni leiða lista flokksins í borginni. „Það er mikið af góðu fólki sem vill vinna með okkur,“ segir Guðni sem kveðst skynja aukinn áhuga fyrir þátttöku í starfi flokksins í framhaldi af landsfundi flokksins sem fram fór um miðjan október. „Maður finnur að það er áhugi og það styttist í kosningar líka,“ segir Guðni sem væntir þess að flokkurinn muni bjóða fram í flestum stærri sveitarfélögum, og jafnvel einhverjum hinna minni líka. Líkt og áður segir liggur ekki fyrir hver mun leiða flokkinn í borginni. Hins vegar hafa nöfn nokkurra einstaklinga verið nefnd sem sagðir eru geta verið áhugaverðir kandídatar fyrir flokkinn samkvæmt heimildum fréttastofu. Margir komið að máli við Hlédísi en enginn rætt við Helga Þar á meðal má nefna Helga Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknara, og Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Þess má geta að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur gengið frá starfslokum þeirra beggja eftir að hún tók við embætti. Sjá einnig: Úlfar hættir sem lögreglustjóri „Það hefur enginn komið að máli við mig. Ég hvet bara fólk til að hafa samband ef það telur mig eiga erindi,“ segir Helgi Magnús, spurður hvort hann hafi íhugað framboð, en sjálfur býr hann á Seltjarnarnesi. Þótt hann hafi sínar skoðanir hafi hann hingað til ekki skipað sér í neinn stjórnmálaflokk né hugleitt að taka þátt í pólitík. Sjá einnig: Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Þá hefur Hlédís Maren Guðmundsdóttir, félagsfræðingur, tískumógúll og fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni verið nefnd á nafn. Nýleg skrif Hlédísar á Vísi hafa vakið athygli, meðal annars grein hennar um „gellupólitík“ sem hún segir einkennast helst af „sýndarsamstöðu kvenna um einfaldan, útþynntan, baráttulausan femínisma.“ Þá hefur Hlédís verið óhrædd við að viðra skoðanir sínar í vinsælum hlaðvarps- og útvarpsþáttum svo fátt eitt sé nefnt. „Það hafa margir komið að tali við mig, en ekkert sem ég get formlega deilt enn sem komið er. Það kemur væntanlega í ljós á næstu vikum,“ segir Hlédís í stuttu svari til fréttastofu. Sjá einnig: „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Það skal tekið fram að fréttastofu er ekki kunnugt um það hvort Úlfar sé að íhuga framboð, né þá hvort það væri fyrir Miðflokkinn. Öllu heldur hefur nafn hans í það að minnsta borist í tal í því sambandi.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Miðflokkurinn Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira