Erlent

Tala látinna hækkar á Filipps­eyjum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Verst er ástandið á eyjunni Cebu þar sem fjöldi bæja fór á kaf í gríðarlegum vatnavöxtum.
Verst er ástandið á eyjunni Cebu þar sem fjöldi bæja fór á kaf í gríðarlegum vatnavöxtum. AP Photo/Jacqueline Hernandez

Tala látinna á Filippseyjum eftir að fellibylurinn Kalmaegi gekk yfir er nú komin í 114 og forseti landsins, Ferdinand Marcos yngri hefur lýst yfir neyðarástandi.

Verst er ástandið á eyjunni Cebu þar sem allt er á floti en þar er talið að sjötíu hið minnsta hafi farist. Um 130 er síðan saknað og tugir hafa slasast í hamförunum en óveðrið er það öflugasta sem gengið hefur yfir eyjarnar á þessu ári.

Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka og ljóst er einnig að efnahagslega tjónið fyrir landsmenn er gríðarlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×