Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar 6. nóvember 2025 07:46 Sú þjóðsaga virðist lífseig að Íbúðalánasjóður hafi á árinu 2004 lánað bönkunum fé til að lána út íbúðalán á vöxtum sem reyndust „niðurgreiddir“ af hálfu bankana og lántakendur þurftu síðan að greiða dýru verði í kjölfar bankahrunsins. Meira að segja mjög virtir hagfræðingar eins og til dæmis Vilhjálmur Bjarnason hafa haldið því fram. Þetta er reyndar alrangt eins og oft hefur komið fram, meðal annars í umsögn allsherjarnefndar Alþingis þegar fjallað var um skýrslu Rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð. Staðreyndin er sú að Íbúðalánasjóður fjárfesti í fasteignaskuldabréfum þegar lánaðra lána banka og sparisjóða þegar sjóðurinn þurfti að fjárfesta fjármuni sína sem söfnuðust upp í kjölfar uppgreiðslna á íbúðalánum Íbúðalánasjkóðs þegar bankarnir ruddust inn á Íbúðalánamarkaðinn haustið 2004, markað sem þeir höfðu alls ekki verið á áður. Á þremur mánuðum ÁÐUR en Alþingi veitti Íbúðalánasjóði heimild til að veita almenningi lán allt að 90% af virði hóflegrar íbúðar höfðu bankarnir lánað almenningi um 270 MILLJARÐA króna í íbúðalán með því skilyrði að lán Íbúðalánasjóðs yrðu greidd upp. Í ágústmánuði fyrir innrás bankanna á þann markað voru hrein íbúðalán bankanna samtals um 100 MILLJÓNIR króna. Mánaðarleg hækkun íbúðalána bankanna var því um 99 MILLJARÐAR króna þetta haust – meðan Íbúðalánasjóðiur lánaði ekki EITT 90% íbúðalán. Við vitum nú að þessi lán bankanna voru ekki fjármögnuð. Við vitum líka að þau voru stór þáttur í hruninu. Við vitum líka að Íbúðalánasjóður kom á fótunum út úr hruninu. Hins vegar „gleymdu“ stjórnvöld og stjórnendur sjóðsins frá 2010 að fylgja lögbundinni áhættu- og fjárstýringarstefnu Íbúðalánasjóðs sem leiddi til hundrað milljóna króna taps loksins þegar brugðist var við. Það voru leiðir til að koma í veg fyrir það og þær kynntar stjórnvöldum vorið 2010. Kaup Íbúðalánasjóðs á skuldabréfum þegar lánaðra lána bankanna 2004 og 2005 voru þáttur í þeirri fjárstýringar- og áhættustýringu Íbúðalanasjóðs sem lögbundin var og er nú ein af bestu eignum ÍLS sjóðs. Ástæða þess að þetta er rifjað upp nú eru örlög ÍL sjóðs - sem voru óþörf en í boði ríkisstjórna 2010-2020 sérstaklega – og að stjórnvöld eru nú að koma með nýja húsnæðisstefnu. Vonandi læra þau á mistökum síðustu 15 – 20 ára. Höfundur er áhugamaður um húsnæðismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Sú þjóðsaga virðist lífseig að Íbúðalánasjóður hafi á árinu 2004 lánað bönkunum fé til að lána út íbúðalán á vöxtum sem reyndust „niðurgreiddir“ af hálfu bankana og lántakendur þurftu síðan að greiða dýru verði í kjölfar bankahrunsins. Meira að segja mjög virtir hagfræðingar eins og til dæmis Vilhjálmur Bjarnason hafa haldið því fram. Þetta er reyndar alrangt eins og oft hefur komið fram, meðal annars í umsögn allsherjarnefndar Alþingis þegar fjallað var um skýrslu Rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð. Staðreyndin er sú að Íbúðalánasjóður fjárfesti í fasteignaskuldabréfum þegar lánaðra lána banka og sparisjóða þegar sjóðurinn þurfti að fjárfesta fjármuni sína sem söfnuðust upp í kjölfar uppgreiðslna á íbúðalánum Íbúðalánasjkóðs þegar bankarnir ruddust inn á Íbúðalánamarkaðinn haustið 2004, markað sem þeir höfðu alls ekki verið á áður. Á þremur mánuðum ÁÐUR en Alþingi veitti Íbúðalánasjóði heimild til að veita almenningi lán allt að 90% af virði hóflegrar íbúðar höfðu bankarnir lánað almenningi um 270 MILLJARÐA króna í íbúðalán með því skilyrði að lán Íbúðalánasjóðs yrðu greidd upp. Í ágústmánuði fyrir innrás bankanna á þann markað voru hrein íbúðalán bankanna samtals um 100 MILLJÓNIR króna. Mánaðarleg hækkun íbúðalána bankanna var því um 99 MILLJARÐAR króna þetta haust – meðan Íbúðalánasjóðiur lánaði ekki EITT 90% íbúðalán. Við vitum nú að þessi lán bankanna voru ekki fjármögnuð. Við vitum líka að þau voru stór þáttur í hruninu. Við vitum líka að Íbúðalánasjóður kom á fótunum út úr hruninu. Hins vegar „gleymdu“ stjórnvöld og stjórnendur sjóðsins frá 2010 að fylgja lögbundinni áhættu- og fjárstýringarstefnu Íbúðalánasjóðs sem leiddi til hundrað milljóna króna taps loksins þegar brugðist var við. Það voru leiðir til að koma í veg fyrir það og þær kynntar stjórnvöldum vorið 2010. Kaup Íbúðalánasjóðs á skuldabréfum þegar lánaðra lána bankanna 2004 og 2005 voru þáttur í þeirri fjárstýringar- og áhættustýringu Íbúðalanasjóðs sem lögbundin var og er nú ein af bestu eignum ÍLS sjóðs. Ástæða þess að þetta er rifjað upp nú eru örlög ÍL sjóðs - sem voru óþörf en í boði ríkisstjórna 2010-2020 sérstaklega – og að stjórnvöld eru nú að koma með nýja húsnæðisstefnu. Vonandi læra þau á mistökum síðustu 15 – 20 ára. Höfundur er áhugamaður um húsnæðismál.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun