Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2025 10:01 Svona líta fyrstu einvígin út á þriðja kvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Bein útsending er á Sýn Sport Ísland klukkan 20 á laugardagskvöld. Sýn Sport Handboltamarkvörðurinn fyrrverandi Davíð Svansson byrjaði að keppa í pílukasti fyrr á þessu ári og hefur bætt sig afar hratt og vel. Hann keppir í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland annað kvöld, á þriðja undankvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Þriðja undankvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti er í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland annað kvöld klukkan 20. „Ég var bara pöbbaspilari en ég keypti mér píluspjald í janúar 2024, eftir að hafa verið að horfa á heimsmeistaramótið í Ally Pally. Svo var maður bara að kasta aðeins inn á milli þangað til að konan mín sendi mig á mót á Snooker og Pool,“ segir Davíð. Það var í mars á þessu ári, fyrir aðeins átta mánuðum síðan, og þá var ekki aftur snúið. Davíð Svansson var afar líflegur og öflugur markvörður í handbolta. Hann gat beitt öðrum brögðum þar en í pílukastinu til að losa spennu.vísir/anton brink „Ég bara sló til og hef eiginlega ekki sleppt pílunum síðan þá. Þetta var bara skemmtilegt og ég líki þessu við golfbakteríuna. Ég fékk pílubakteríuna og á bara erfitt með að hætta,“ segir Davíð, ánægður með hvatninguna frá sinni heittelskuðu: „Já, allan daginn. Hún sagði mér að kaupa mér pílur í afmælisgjöf í október 2024, og tíu mínútum eftir það náði ég í fyrsta sinn 180. Svo fór ég á þetta fyrsta mót og hef tekið þátt í flestum mótum sem ég get tekið þátt í síðan. Þetta er búið að taka svolítið yfir.“ Ekki lengur hægt að öskra og lemja liðsfélagana Og nú er Davíð að fara að kasta pílum í beinni sjónvarpsútsendingu í fyrsta sinn. Hann er hins vegar þaulvanur því að keppa í beinni en þá sem markvörður í handbolta. Hjálpar sú reynsla? „Pílan snýst um svo rosalega mikla nákvæmni. Í handboltanum gat maður alltaf gírað sig upp, lamið aðeins í liðsfélagana og öskrað, og losað aðeins um spennuna. Í pílunni stendur maður einn, heldur á einhverjum litlum nagla og hendir honum í pínulítið spjald. Þetta er allt öðruvísi og maður þarf að nota aðrar leiðir til að losa sig við stress. Ég hef náttúrulega ekkert verið að keppa í svona stórum mótum. En ég fékk nú þann heiður að spila með PFR í Íslandsmóti félagsliða [í sumar] og við urðum svo Íslandsmeistarar. Það var mjög góð tilraun í að spila í alvöru stressi en þetta verður forvitnilegt á laugadaginn. Maður kannast svo sem við að spila fyrir framan fólk og fer þetta bara á stemningunni.“ Þriðja undankvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti er í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland annað kvöld klukkan 20. Pílukast Handbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Sjá meira
Þriðja undankvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti er í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland annað kvöld klukkan 20. „Ég var bara pöbbaspilari en ég keypti mér píluspjald í janúar 2024, eftir að hafa verið að horfa á heimsmeistaramótið í Ally Pally. Svo var maður bara að kasta aðeins inn á milli þangað til að konan mín sendi mig á mót á Snooker og Pool,“ segir Davíð. Það var í mars á þessu ári, fyrir aðeins átta mánuðum síðan, og þá var ekki aftur snúið. Davíð Svansson var afar líflegur og öflugur markvörður í handbolta. Hann gat beitt öðrum brögðum þar en í pílukastinu til að losa spennu.vísir/anton brink „Ég bara sló til og hef eiginlega ekki sleppt pílunum síðan þá. Þetta var bara skemmtilegt og ég líki þessu við golfbakteríuna. Ég fékk pílubakteríuna og á bara erfitt með að hætta,“ segir Davíð, ánægður með hvatninguna frá sinni heittelskuðu: „Já, allan daginn. Hún sagði mér að kaupa mér pílur í afmælisgjöf í október 2024, og tíu mínútum eftir það náði ég í fyrsta sinn 180. Svo fór ég á þetta fyrsta mót og hef tekið þátt í flestum mótum sem ég get tekið þátt í síðan. Þetta er búið að taka svolítið yfir.“ Ekki lengur hægt að öskra og lemja liðsfélagana Og nú er Davíð að fara að kasta pílum í beinni sjónvarpsútsendingu í fyrsta sinn. Hann er hins vegar þaulvanur því að keppa í beinni en þá sem markvörður í handbolta. Hjálpar sú reynsla? „Pílan snýst um svo rosalega mikla nákvæmni. Í handboltanum gat maður alltaf gírað sig upp, lamið aðeins í liðsfélagana og öskrað, og losað aðeins um spennuna. Í pílunni stendur maður einn, heldur á einhverjum litlum nagla og hendir honum í pínulítið spjald. Þetta er allt öðruvísi og maður þarf að nota aðrar leiðir til að losa sig við stress. Ég hef náttúrulega ekkert verið að keppa í svona stórum mótum. En ég fékk nú þann heiður að spila með PFR í Íslandsmóti félagsliða [í sumar] og við urðum svo Íslandsmeistarar. Það var mjög góð tilraun í að spila í alvöru stressi en þetta verður forvitnilegt á laugadaginn. Maður kannast svo sem við að spila fyrir framan fólk og fer þetta bara á stemningunni.“ Þriðja undankvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti er í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland annað kvöld klukkan 20.
Pílukast Handbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Sjá meira