„Við vorum sjálfum okkur verstir“ Hinrik Wöhler skrifar 6. nóvember 2025 22:01 Einar Jónsson, þjálfari Fram, átti fá svör við góðum leik Vals í kvöld. Vísir/Anton Brink Valur valtaði yfir Fram í Úlfarsárdal í kvöld í Olís-deild karla í handbolta. Valsmenn unnu sannfærandi níu marka sigur eftir hafa leitt í hálfleik með sjö mörkum. Einar Jónsson, þjálfari Fram, sagði eftir leik að hans menn hefðu verið sjálfum sér verstir. „Fyrst og fremst voru meiri gæði í Valsliðinu en hjá okkur. Við vorum sjálfum okkur verstir í lok fyrri hálfleiks þegar leikurinn í járnum og einhverju leyti hefði ég viljað að vera með frumkvæðið á fyrstu 15 til 20 mínútunum.“ „Við erum að fara rosalega illa með upplögð marktækifæri, vítaköst og opin færi á línu. Á sama tíma er engin markvarsla hjá okkur. Ég hefði viljað sjá okkur vera minnsta kosti að leiða eftir 20 mínútur og vera með betri stöðu í hálfleik,“ sagði Einar skömmu eftir leik. Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik en þegar á leið fór að síga á ógæfuhliðina hjá Fram. Sóknarleikurinn var þokkalegur að sögn Einars Jónssonar, en var fremur ósáttur með varnarleikinn. „Þetta eru sjö mörk í hálfleik og töpum með níu. Seinni hálfleikur litaðist af því að þetta var aldrei í hættu fyrir Valsara og við vorum að reyna nota þá sem eru heilir hjá okkur.“ „Ég get tekið fullt jákvætt út úr þessu, sérstaklega sóknarlega. Varnarlega vorum við í basli, stóðum fína vörn fyrstu 20 mínúturnar en þá er ekki klukkaður bolti. Við vorum að fá skotin sem við vildum fá en svo hrynur vörnin líka eftir það.“ Fram lék með sjö leikmenn í sókn á löngum kafla í fyrri hálfleik, en það gekk illa og liðið fékk nokkur ódýr mörk á sig í kjölfarið. Einar segir að slíkt sé einfaldlega fórnarkostnaðurinn við að spila þessa uppstillingu. „Við erum bara að spila þetta og þetta var fórnarkostnaðurinn. Við vorum klaufar og vorum að kasta boltanum frá okkur síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik. Ég hefði viljað sjá okkur gera betur en við stöndum og föllum með því, svona er þetta bara.“ Arnór Snær lék á als oddi Arnór Snær Óskarsson lék sinn fyrsta leik fyrir Val á tímabilinu í kvöld eftir að hafa gengið til liðs við félagið á dögunum. Framarar áttu í miklu basli með Arnór, sem skoraði ellefu mörk í leiknum. „Hann var frábær og enginn smá fengur fyrir Valsarana. Maður sá það á honum, hann vildi þetta og var í miklum ham. Við réðum ekkert við hann,“ sagði Einar að lokum. Olís-deild karla Fram Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
„Fyrst og fremst voru meiri gæði í Valsliðinu en hjá okkur. Við vorum sjálfum okkur verstir í lok fyrri hálfleiks þegar leikurinn í járnum og einhverju leyti hefði ég viljað að vera með frumkvæðið á fyrstu 15 til 20 mínútunum.“ „Við erum að fara rosalega illa með upplögð marktækifæri, vítaköst og opin færi á línu. Á sama tíma er engin markvarsla hjá okkur. Ég hefði viljað sjá okkur vera minnsta kosti að leiða eftir 20 mínútur og vera með betri stöðu í hálfleik,“ sagði Einar skömmu eftir leik. Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik en þegar á leið fór að síga á ógæfuhliðina hjá Fram. Sóknarleikurinn var þokkalegur að sögn Einars Jónssonar, en var fremur ósáttur með varnarleikinn. „Þetta eru sjö mörk í hálfleik og töpum með níu. Seinni hálfleikur litaðist af því að þetta var aldrei í hættu fyrir Valsara og við vorum að reyna nota þá sem eru heilir hjá okkur.“ „Ég get tekið fullt jákvætt út úr þessu, sérstaklega sóknarlega. Varnarlega vorum við í basli, stóðum fína vörn fyrstu 20 mínúturnar en þá er ekki klukkaður bolti. Við vorum að fá skotin sem við vildum fá en svo hrynur vörnin líka eftir það.“ Fram lék með sjö leikmenn í sókn á löngum kafla í fyrri hálfleik, en það gekk illa og liðið fékk nokkur ódýr mörk á sig í kjölfarið. Einar segir að slíkt sé einfaldlega fórnarkostnaðurinn við að spila þessa uppstillingu. „Við erum bara að spila þetta og þetta var fórnarkostnaðurinn. Við vorum klaufar og vorum að kasta boltanum frá okkur síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik. Ég hefði viljað sjá okkur gera betur en við stöndum og föllum með því, svona er þetta bara.“ Arnór Snær lék á als oddi Arnór Snær Óskarsson lék sinn fyrsta leik fyrir Val á tímabilinu í kvöld eftir að hafa gengið til liðs við félagið á dögunum. Framarar áttu í miklu basli með Arnór, sem skoraði ellefu mörk í leiknum. „Hann var frábær og enginn smá fengur fyrir Valsarana. Maður sá það á honum, hann vildi þetta og var í miklum ham. Við réðum ekkert við hann,“ sagði Einar að lokum.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira