Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2025 15:45 JuJu Watkins byrjaði háskólaferil sinn frábærlega með USC en missir af þessu tímabili vegna meiðsla. Getty/Michael Hickey/ Körfuboltakonan JuJu Watkins hefur gengið til liðs við fjárfestahóp nýliða Boston Legacy FC í NWSL-deildinni og er þar með fyrsti háskólaíþróttamaðurinn til að fjárfesta beint í atvinnuliði í kvennaíþróttum. Hún bætist þar með í hóp fjárfesta í Boston Legacy sem inniheldur meðal annars Aliyah Boston úr Indiana Fever, leikstjórnanda Chicago Bears, Caleb Williams, Ólympíugullverðlaunahafann Aly Raisman og leikkonuna Elizabeth Banks.JuJu Watkins er stórstjarna í University of Southern California-skólanum og þykir líkleg sem framtíðarstjarna í WNBA-deildinni. NIL-tekjurnar drjúgar Hún hefur notið góðs af auglýsingatekjum sem háskólaíþróttafólk hefur fengið aðgengi að í formi svokallaðra NIL-samninga. The Legacy just added a game-changer ⭐️Basketball star JuJu Watkins is joining Boston Legacy FC as an investor, helping shape the next era of women’s sports in the city of champions. pic.twitter.com/SbTJTa6B2L— Boston Legacy FC (@NWSLBoston) November 6, 2025 Watkins hefur hlotið Naismith-verðlaunin sem besti háskólaleikmaður ársins, John R. Wooden-verðlaunin og var útnefnd leikmaður ársins af AP. Watkins mun þó ekki spila á 2025–26 tímabilinu með USC eftir að hafa slitið krossband í leik Trojans í annarri umferð gegn Mississippi State í mars. Tímamót fyrir kvennaíþróttir „Fjárfesting Juju markar tímamót fyrir kvennaíþróttir og kraft NIL,“ sagði Jennifer Epstein, eigandi Boston Legacy. „Sem fyrsti háskólaíþróttamaðurinn til að fjárfesta beint í atvinnuliði í kvennaíþróttum sýnir hún að háskólaíþróttamenn nútímans eru ekki bara að byggja upp eigin vörumerki – þeir eru að móta framtíð íþróttarinnar.“ „Við erum himinlifandi með að bjóða Juju velkomna til Boston Legacy FC á meðan við byggjum upp skriðþunga fyrir fyrsta tímabil okkar árið 2026 og opnunarleik á heimavelli þann 14. mars 2026.“ Stolt af því að vera hluti af hreyfingunni „Boston Legacy FC er að skapa vettvang fyrir konur til að ná árangri, leiða og hvetja aðra á hæsta stigi,“ sagði JuJu Watkins. „Ég er stolt af því að vera hluti af hreyfingunni sem ýtir kvennaíþróttum áfram,“ Watkins. Watkins var með 23,9 stig og 3,4 stoðsendingar að meðaltali á öðru ári sínu með USC. Boston mun hefja leik í NWSL-deildinni árið 2026 ásamt öðru nýliði, Denver Summit, þegar deildin stækkar í 16 lið. By joining the Boston Legacy’s investor group, JuJu Watkins becomes the FIRST college athlete to directly invest in a women’s professional team. Making impacts on and off the court 🏀💚⚽️📸 @Jujubballin pic.twitter.com/vizvpZqO9C— The Women's Game (@WomensGameMIB) November 6, 2025 Háskólabolti NCAA Bandaríski fótboltinn Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Leik lokið: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Hún bætist þar með í hóp fjárfesta í Boston Legacy sem inniheldur meðal annars Aliyah Boston úr Indiana Fever, leikstjórnanda Chicago Bears, Caleb Williams, Ólympíugullverðlaunahafann Aly Raisman og leikkonuna Elizabeth Banks.JuJu Watkins er stórstjarna í University of Southern California-skólanum og þykir líkleg sem framtíðarstjarna í WNBA-deildinni. NIL-tekjurnar drjúgar Hún hefur notið góðs af auglýsingatekjum sem háskólaíþróttafólk hefur fengið aðgengi að í formi svokallaðra NIL-samninga. The Legacy just added a game-changer ⭐️Basketball star JuJu Watkins is joining Boston Legacy FC as an investor, helping shape the next era of women’s sports in the city of champions. pic.twitter.com/SbTJTa6B2L— Boston Legacy FC (@NWSLBoston) November 6, 2025 Watkins hefur hlotið Naismith-verðlaunin sem besti háskólaleikmaður ársins, John R. Wooden-verðlaunin og var útnefnd leikmaður ársins af AP. Watkins mun þó ekki spila á 2025–26 tímabilinu með USC eftir að hafa slitið krossband í leik Trojans í annarri umferð gegn Mississippi State í mars. Tímamót fyrir kvennaíþróttir „Fjárfesting Juju markar tímamót fyrir kvennaíþróttir og kraft NIL,“ sagði Jennifer Epstein, eigandi Boston Legacy. „Sem fyrsti háskólaíþróttamaðurinn til að fjárfesta beint í atvinnuliði í kvennaíþróttum sýnir hún að háskólaíþróttamenn nútímans eru ekki bara að byggja upp eigin vörumerki – þeir eru að móta framtíð íþróttarinnar.“ „Við erum himinlifandi með að bjóða Juju velkomna til Boston Legacy FC á meðan við byggjum upp skriðþunga fyrir fyrsta tímabil okkar árið 2026 og opnunarleik á heimavelli þann 14. mars 2026.“ Stolt af því að vera hluti af hreyfingunni „Boston Legacy FC er að skapa vettvang fyrir konur til að ná árangri, leiða og hvetja aðra á hæsta stigi,“ sagði JuJu Watkins. „Ég er stolt af því að vera hluti af hreyfingunni sem ýtir kvennaíþróttum áfram,“ Watkins. Watkins var með 23,9 stig og 3,4 stoðsendingar að meðaltali á öðru ári sínu með USC. Boston mun hefja leik í NWSL-deildinni árið 2026 ásamt öðru nýliði, Denver Summit, þegar deildin stækkar í 16 lið. By joining the Boston Legacy’s investor group, JuJu Watkins becomes the FIRST college athlete to directly invest in a women’s professional team. Making impacts on and off the court 🏀💚⚽️📸 @Jujubballin pic.twitter.com/vizvpZqO9C— The Women's Game (@WomensGameMIB) November 6, 2025
Háskólabolti NCAA Bandaríski fótboltinn Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Leik lokið: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira