Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2025 13:02 Samstarf Arne Slot og John Heitinga skilaði Englandsmeistaratitli á fyrsta tímabili. Getty/Peter Byrne/ Hollenska fótboltafélagið hefur ákveðið að reka knattspyrnustjórann John Heitinga, fyrrverandi aðstoðarþjálfara Arne Slot hjá Liverpool. Heitinga þurfti að taka pokann sinn innan við sex mánuðum eftir að hann kom til félagsins frá Liverpool. Hinn 41 árs gamli Heitinga vann aðeins fimm af þeim ellefu leikjum sem hann stýrði í hollensku úrvalsdeildinni en liðið er nú átta stigum á eftir toppliði Feyenoord. 🚨 Ajax have approached their former manager - and ex-Manchester United boss - Erik ten Hag over a return after sacking head coach John Heitinga.Fred Grim will take over Heitinga’s duties in the meantime as interim coach.Ajax sit 8 points adrift of Eredivisie leaders… pic.twitter.com/Wv9eJh2lcQ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) November 7, 2025 Ajax hefur auk þess tapað öllum fjórum leikjum sínum í Meistaradeildinni á þessu tímabili, þar á meðal var 3-0 tap á heimavelli gegn Galatasaray á miðvikudag sem var síðasti leikur liðsins undir stjórn Heitinga. Heitinga, sem er fyrrverandi leikmaður Everton, var aðstoðarþjálfari Slot á síðasta tímabili þegar Liverpool vann ensku úrvalsdeildina. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Ajax í lok maí og sneri þar með aftur til félagsins þar sem hann lék yfir tvö hundruð leiki áður en hann varð stjóri varaliðsins og bráðabirgðastjóri aðalliðsins. „Þetta er sársaukafull ákvörðun. Við vitum að það getur tekið tíma fyrir nýjan þjálfara að vinna með leikmannahóp sem hefur tekið breytingum. Við höfum gefið John þann tíma, en við teljum að það sé best fyrir félagið að ráða einhvern annan til að leiða liðið,“ sagði Alex Kroes, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax, á vefsíðu félagsins: Aðstoðarþjálfarinn, hinn sextugi Fred Grim, mun stýra Ajax til bráðabirgða. Hollenskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Ajax hafi áhuga á að ráða fyrrverandi stjóra sinn, Erik ten Hag, sem var rekinn frá Manchester United í október 2024 og entist aðeins í tvo leiki í þýsku úrvalsdeildinni með Bayer Leverkusen áður en honum var sagt upp í september á þessu ári. Ajax has suspended John Heitinga with immediate effect. The head coach’s contract was due to run until June 30, 2027, but will now be terminated. The same applies to assistant coach Marcel Keizer. Ajax is looking for a new head coach; in the meantime, Fred Grim will take over… pic.twitter.com/phMVZ7PbYI— AFC Ajax (@AFCAjax) November 6, 2025 Hollenski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Sjá meira
Heitinga þurfti að taka pokann sinn innan við sex mánuðum eftir að hann kom til félagsins frá Liverpool. Hinn 41 árs gamli Heitinga vann aðeins fimm af þeim ellefu leikjum sem hann stýrði í hollensku úrvalsdeildinni en liðið er nú átta stigum á eftir toppliði Feyenoord. 🚨 Ajax have approached their former manager - and ex-Manchester United boss - Erik ten Hag over a return after sacking head coach John Heitinga.Fred Grim will take over Heitinga’s duties in the meantime as interim coach.Ajax sit 8 points adrift of Eredivisie leaders… pic.twitter.com/Wv9eJh2lcQ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) November 7, 2025 Ajax hefur auk þess tapað öllum fjórum leikjum sínum í Meistaradeildinni á þessu tímabili, þar á meðal var 3-0 tap á heimavelli gegn Galatasaray á miðvikudag sem var síðasti leikur liðsins undir stjórn Heitinga. Heitinga, sem er fyrrverandi leikmaður Everton, var aðstoðarþjálfari Slot á síðasta tímabili þegar Liverpool vann ensku úrvalsdeildina. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Ajax í lok maí og sneri þar með aftur til félagsins þar sem hann lék yfir tvö hundruð leiki áður en hann varð stjóri varaliðsins og bráðabirgðastjóri aðalliðsins. „Þetta er sársaukafull ákvörðun. Við vitum að það getur tekið tíma fyrir nýjan þjálfara að vinna með leikmannahóp sem hefur tekið breytingum. Við höfum gefið John þann tíma, en við teljum að það sé best fyrir félagið að ráða einhvern annan til að leiða liðið,“ sagði Alex Kroes, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax, á vefsíðu félagsins: Aðstoðarþjálfarinn, hinn sextugi Fred Grim, mun stýra Ajax til bráðabirgða. Hollenskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Ajax hafi áhuga á að ráða fyrrverandi stjóra sinn, Erik ten Hag, sem var rekinn frá Manchester United í október 2024 og entist aðeins í tvo leiki í þýsku úrvalsdeildinni með Bayer Leverkusen áður en honum var sagt upp í september á þessu ári. Ajax has suspended John Heitinga with immediate effect. The head coach’s contract was due to run until June 30, 2027, but will now be terminated. The same applies to assistant coach Marcel Keizer. Ajax is looking for a new head coach; in the meantime, Fred Grim will take over… pic.twitter.com/phMVZ7PbYI— AFC Ajax (@AFCAjax) November 6, 2025
Hollenski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Sjá meira