Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. nóvember 2025 07:38 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. vísir/ívar Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð. Samkvæmt frumvarpinu er brottfararstöð skilgreind sem „staður þar sem útlendingur sætir frelsisskerðingu samkvæmt lögum um útlendinga vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum.“ Við upphaf vistunar í brottfararstöð samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að ýmsar persónuupplýsingar um einstaklinga verði teknar niður, svo sem ljósmynd, fullt nafn, kyn, fæðingardagur og þjóðerni eða eftir atvikum ríkisfangsleysi, upplýsingar um tungumálakunnáttu, heilsufar og sjúkrasögu. Sér vistarverur fyrir konur og karla Þá skal upplýsingum um hvenær einstaklingur var frelsissviptur haldið til haga auk þess sem viðkomandi skal kynnt um réttindi sín og skyldur auk þess sem honum verður heimilt að hafa samband við lögmann, aðstandendur, fulltrúa heimalands og/eða viðurkennd mannúðarsamtök. Þá er gert ráð fyrir að vistarverur karla og kvenna verði aðskildar, en þó skuli fjölskyldum séð fyrir sérstökum vistarverum. Í þriðja kafla frumvarpsins er gert ráð fyrir heimild til valdbeitingar, líkamsleitar og leitar í vistarverum ef nauðsyn þykir og beitingu agaviðurlaga svo fátt eitt sé nefnt. Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir að þau taki gildi þann 1. mars á næsta ári og að brottfararstöð taki til starfa þann 12. júní sama ár. Starfsfólk í stað fangavarða Þess má einnig geta að samkvæmt frumvarpinu er ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir verði ráðnir til starfa í brottfararstöð, heldur muni lögreglunni á Suðurnesjum vera falið að ráða „starfsfólk“ sem muni sinna störfum við miðstöðina. Hlutverk fangavarða var meðal þess sem gagnrýnt var í umsögnum um frumvarpið sem fram komu á meðan það var í samráðsgátt. Þannig gerðu til að mynda Mannréttindastofnun Íslands og Bjarkarhlíð athugasemdir við það í sínum umsögnum að starfsfólk ætti að mestu leyti að vera fangaverðir. Í frumvarpinu sem nú hefur verið dreift á þingi er hins vegar gert ráð fyrir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum ráði starfsfólk brottfararstöðvar. „Það starfsfólk brottfararstöðvar sem talið er nauðsynlegt að hafi valdbeitingarheimildir þarf að hljóta viðeigandi þjálfun. Ráðherra setur reglugerð um þær kröfur sem gerðar eru til þjálfunar og námskeiða hjá starfsfólki brottfararstöðvar, þar á meðal sérstakar kröfur hvað varðar þjálfun starfsfólks með valdbeitingarheimildir,“ segir meðal annars um þetta efni í greinargerð með frumvarpinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Viðreisn Landamæri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Samkvæmt frumvarpinu er brottfararstöð skilgreind sem „staður þar sem útlendingur sætir frelsisskerðingu samkvæmt lögum um útlendinga vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum.“ Við upphaf vistunar í brottfararstöð samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að ýmsar persónuupplýsingar um einstaklinga verði teknar niður, svo sem ljósmynd, fullt nafn, kyn, fæðingardagur og þjóðerni eða eftir atvikum ríkisfangsleysi, upplýsingar um tungumálakunnáttu, heilsufar og sjúkrasögu. Sér vistarverur fyrir konur og karla Þá skal upplýsingum um hvenær einstaklingur var frelsissviptur haldið til haga auk þess sem viðkomandi skal kynnt um réttindi sín og skyldur auk þess sem honum verður heimilt að hafa samband við lögmann, aðstandendur, fulltrúa heimalands og/eða viðurkennd mannúðarsamtök. Þá er gert ráð fyrir að vistarverur karla og kvenna verði aðskildar, en þó skuli fjölskyldum séð fyrir sérstökum vistarverum. Í þriðja kafla frumvarpsins er gert ráð fyrir heimild til valdbeitingar, líkamsleitar og leitar í vistarverum ef nauðsyn þykir og beitingu agaviðurlaga svo fátt eitt sé nefnt. Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir að þau taki gildi þann 1. mars á næsta ári og að brottfararstöð taki til starfa þann 12. júní sama ár. Starfsfólk í stað fangavarða Þess má einnig geta að samkvæmt frumvarpinu er ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir verði ráðnir til starfa í brottfararstöð, heldur muni lögreglunni á Suðurnesjum vera falið að ráða „starfsfólk“ sem muni sinna störfum við miðstöðina. Hlutverk fangavarða var meðal þess sem gagnrýnt var í umsögnum um frumvarpið sem fram komu á meðan það var í samráðsgátt. Þannig gerðu til að mynda Mannréttindastofnun Íslands og Bjarkarhlíð athugasemdir við það í sínum umsögnum að starfsfólk ætti að mestu leyti að vera fangaverðir. Í frumvarpinu sem nú hefur verið dreift á þingi er hins vegar gert ráð fyrir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum ráði starfsfólk brottfararstöðvar. „Það starfsfólk brottfararstöðvar sem talið er nauðsynlegt að hafi valdbeitingarheimildir þarf að hljóta viðeigandi þjálfun. Ráðherra setur reglugerð um þær kröfur sem gerðar eru til þjálfunar og námskeiða hjá starfsfólki brottfararstöðvar, þar á meðal sérstakar kröfur hvað varðar þjálfun starfsfólks með valdbeitingarheimildir,“ segir meðal annars um þetta efni í greinargerð með frumvarpinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Viðreisn Landamæri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira