„Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Aron Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2025 11:31 Feðgarnir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta og Guðjón Guðmundsson. Vísir/Samsett Guðjón Guðmundsson, faðir Snorra Steins Guðjónssonar landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir það hafa verið hrikalega erfitt fyrir sig að fylgjast með umræðunni í kringum fyrsta stórmótið sem Ísland fór á undir Snorra Steins. Honum bregður stundum orðfærið og dónaskapurinn sem finna má í umræðunni um landsliðið. Guðjón sem er einn ástsælasti íþróttafréttamaðurinn í sögu þjóðarinnar var gestur í þættinum Big Ben í umsjón Guðmundar Benediktssonar þar sem að talið beindist á einum tímapunkti að íslenska karlalandsliðinu í handbolta. „Það eru þrjú hundruð þúsund, rúmlega, aðrir landsliðsþjálfarar líka sem vita allt um þetta. Hvernig er að vera pabbinn og hlusta á þessa þrjú hundruð þúsund hina landsliðsþjálfara?“ spurði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Big Ben og beindi spurningu sinni að Guðjóni. „Ég skal viðurkenna að það var hrikalega erfitt á fyrsta mótinu,“ svaraði Guðjón og hélt áfram. „Þá tekur maður þetta svolítið inn á sig en reynir að ýta þessu frá sér. Auðvitað veit maður að það er fullt af kverúlöntum, svo er einn og einn sem maður tekur mark á, veit að hann er að segja alveg rétt og svo framvegis. Hinir eru bara svo hrikalega háværir að manni bregður stundum því að orðfærið og dónaskapurinn er með ólíkindum.“ Honum hefur hins vegar tekist að einangra sig frá umræðunni. „Ég gerði það á síðasta móti, var ekkert að liggja yfir miðlunum eða fylgjast með þessu. Svo held ég að Snorri sé mjög góður að ýta þessu frá sér, hann les þetta ekki. Ef þú getur ekki einangrað þetta þá verður þú að snúa þér að einhverju öðru.“ Framundan er Evrópumótið í handbolta og þar er Ísland að sjálfsögðu á meðal þátttökuþjóða. Mótið er haldið í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. F-riðill Íslands er spilaður í Kristianstad í Svíþjóð og þar eru Strákarnir okkar með Ítalíu, Póllandi og Ungverjaland í riðli. Fyrsti leikur Íslands á mótinu er gegn Ítalíu þann 16.janúar næstkomandi. Landslið karla í handbolta Handbolti EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
Guðjón sem er einn ástsælasti íþróttafréttamaðurinn í sögu þjóðarinnar var gestur í þættinum Big Ben í umsjón Guðmundar Benediktssonar þar sem að talið beindist á einum tímapunkti að íslenska karlalandsliðinu í handbolta. „Það eru þrjú hundruð þúsund, rúmlega, aðrir landsliðsþjálfarar líka sem vita allt um þetta. Hvernig er að vera pabbinn og hlusta á þessa þrjú hundruð þúsund hina landsliðsþjálfara?“ spurði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Big Ben og beindi spurningu sinni að Guðjóni. „Ég skal viðurkenna að það var hrikalega erfitt á fyrsta mótinu,“ svaraði Guðjón og hélt áfram. „Þá tekur maður þetta svolítið inn á sig en reynir að ýta þessu frá sér. Auðvitað veit maður að það er fullt af kverúlöntum, svo er einn og einn sem maður tekur mark á, veit að hann er að segja alveg rétt og svo framvegis. Hinir eru bara svo hrikalega háværir að manni bregður stundum því að orðfærið og dónaskapurinn er með ólíkindum.“ Honum hefur hins vegar tekist að einangra sig frá umræðunni. „Ég gerði það á síðasta móti, var ekkert að liggja yfir miðlunum eða fylgjast með þessu. Svo held ég að Snorri sé mjög góður að ýta þessu frá sér, hann les þetta ekki. Ef þú getur ekki einangrað þetta þá verður þú að snúa þér að einhverju öðru.“ Framundan er Evrópumótið í handbolta og þar er Ísland að sjálfsögðu á meðal þátttökuþjóða. Mótið er haldið í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. F-riðill Íslands er spilaður í Kristianstad í Svíþjóð og þar eru Strákarnir okkar með Ítalíu, Póllandi og Ungverjaland í riðli. Fyrsti leikur Íslands á mótinu er gegn Ítalíu þann 16.janúar næstkomandi.
Landslið karla í handbolta Handbolti EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira