Handbolti

HM hópurinn til­kynntur: Margir reynslu­boltar horfnir á braut

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Lovísa Thompson var kölluð inn í íslenska landsliðshópinn í síðasta verkefni í fyrsta sinn í þrjú ár og hún fer með á HM. 
Lovísa Thompson var kölluð inn í íslenska landsliðshópinn í síðasta verkefni í fyrsta sinn í þrjú ár og hún fer með á HM.  Vísir/Hulda Margrét

Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá sextán leikmenn sem munu spila fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi í lok nóvember og byrjun desember.

Liðið kemur saman til æfinga hér heima mánudaginn 16 nóvember. Á leið sinni til Þýskalands spilar liðið æfingaleik í Færeyjum laugardaginn 22. nóvember.

Heimsmeistaramótið sjálft hefst svo miðvikudaginn 26. nóvember þegar Ísland spilar opnunarleik við heimaþjóðina Þýskaland. Serbía og Úrúgvæ eru einnig í riðlinum, sem verður spilaður í Stuttgart.

Aðeins sextán leikmenn eru valdir í hópinn og því detta þrjár út frá síðasta verkefni, æfingaleikjunum gegn Færeyjum og Portúgal, þær Birna Berg Haraldsdóttir, Harpa María Friðgeirsdóttir og Matthildur Lilja Jónsdóttir.

Frá síðasta stórmóti hafa margir reynsluboltar dottið úr hópnum en meðal þeirra sem fóru á EM í fyrra en fara ekki á HM í ár má nefna: Perlu Ruth Albertsdóttur, Rut Jónsdóttur, Steinunni Björnsdóttur, Sunnu Jónsdóttur og Þóreyju Rósu Stefánsdóttur. Þær hafa allar spilað á bilinu 50-150 landsleiki.

Hópurinn sem fer á HM:

Markmenn

  • Hafdís Renötudóttir, Valur (70/4)
  • Sara Sif Helgadóttir, Haukar (14/0)

Hornamenn

  • Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (12/25)
  • Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram (12/25)
  • Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (47/68)
  • Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar (3/2)

Línumenn

  • Elísa Elíasdóttir, Valur (24/19)
  • Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (27/17)

Leikstjórnendur

  • Elín Klara Þorkelsdóttir, Savehof (26/90)
  • Elín Rósa Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (31/59)
  • Sandra Erlingsdóttir, ÍBV (38/155)

Skyttur

  • Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (9/8)
  • Andrea Jacobsen, Blomberg-Lippe (66/116)
  • Díana Dögg Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (65/88)
  • Lovísa Thompson, Valur (30/66)
  • Thea Imani Sturludóttir, Valur (91/197)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×