Innlent

Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lög­reglu­mönnum

Agnar Már Másson skrifar
Slagsmál voru mörg í miðborginni í nótt en haldið var upp á komu jólabjórsins gærkvöldi. Mynd úr safni.
Slagsmál voru mörg í miðborginni í nótt en haldið var upp á komu jólabjórsins gærkvöldi. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglu var í nótt tilkynnt um mann sem veittist að dyravörðum í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð en þegar hleypa átti manninum út réðst hann á lögreglumennina sem voru einmitt að fara að sleppa honum. Margt var um slagsmál í borginni í gær.

Hann þurfti því þrátt fyrir allt að vera vistaður í fangaklefa en alls dvöldu sex manns í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en málið heyrir undir lögreglustöð 1, sem sinnir verkefnum í Reykjavík vestan Elliðaáa og á Seltjarnarnesi. 

Margt um slagsmál

Margt var um slagsmál í borginni í nótt en lögregla var einnig kölluð til vegna hópslagsmála ungmenna, segir í dagbók lögreglu. Lögregla kveðst vita er hverjir hafi verið að slást og er málið í rannsókn.

Auk þess er greint frá því í dagbók lögreglu að einn hafi verið fluttur á lögreglustöð til viðræðna eftir þátttöku í slagsmálum. Sá hafði ekki haft í nein hús að venda og var honum boðin gisting á lögreglustöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×