„Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2025 12:32 Julio De Assis fékk á baukinn í Bónus Körfuboltakvöldi. vísir/anton Í Bónus Körfuboltakvöldi á föstudaginn hélt Teitur Örlygsson langa tölu um annmarka Julio De Assis, leikmanns Njarðvíkur. Hann verður seint talinn mikill aðdáandi leikmannsins. Julio átti ekki sinn besta leik þegar Njarðvík laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni, 101-105, á heimavelli í 6. umferð Bónus deildar karla á föstudaginn. Teitur var ekki hrifinn af því sem hann sá til Julios í leiknum gegn Stjörnunni, hvorki í vörn né sókn. „Hann var gjörsamlega hörmulegur. Þegar ég fylgist með honum er ég ekki alveg viss hvar hann hefur lært körfubolta. Því mér finnst þessi körfuboltagreind vera hörmuleg,“ sagði Teitur. „Það sem fer meira í taugarnar á mér er hvað hann er ofboðslega linur. Það er eins og hann sé hræddur við alla snertingu og þótt hann sé jafnvel að dekka minni menn komast allir með hann þangað sem þeir vilja. Ég er alls ekki hrifinn af þessum leikmanni og vil að Njarðvík taki ákvörðun, helst sem fyrst. Það kæmi mér ekkert á óvart að Njarðvík væri að skoða aðra leikmenn því hann passar engan veginn inn í þetta lið.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - umræða um Julio De Assis Benedikt Guðmundsson var á sama máli og Teitur varðandi spilamennsku Julios gegn Stjörnunni. „Þessi frammistaða hans var með því lakara sem maður hefur séð á þessu tímabili. Það hefði verið hægt að sýna miklu fleiri klippur af honum varnarlega. Ef þú myndir spyrja mig persónulega, hvað ert þú að fara að gera Benni, myndi ég segja að ég væri að fara að skipta honum,“ sagði Benedikt. Ekki góður í neinu „Ég veit ekki almennilega hverjir hans styrkleikar eru. Hann er íþróttamaður,“ bætti Benedikt við. „Hann er ekki góður í neinu. Ég skal bara segja þér það,“ skaut Teitur inn í. „Hann kann leikinn ekki vel. Hann er ekki að mata menn og gera þá betri. Hann treður og hann getur sett opna þrista og eitthvað svona,“ sagði Benedikt. Umræðuna úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Serbneski körfuboltamaðurinn Ilija Dokovic, sem er nýgenginn í raðir ÍA, er ekki í sínu besta formi eins og sást bersýnilega í leiknum gegn Val. 8. nóvember 2025 09:29 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira
Julio átti ekki sinn besta leik þegar Njarðvík laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni, 101-105, á heimavelli í 6. umferð Bónus deildar karla á föstudaginn. Teitur var ekki hrifinn af því sem hann sá til Julios í leiknum gegn Stjörnunni, hvorki í vörn né sókn. „Hann var gjörsamlega hörmulegur. Þegar ég fylgist með honum er ég ekki alveg viss hvar hann hefur lært körfubolta. Því mér finnst þessi körfuboltagreind vera hörmuleg,“ sagði Teitur. „Það sem fer meira í taugarnar á mér er hvað hann er ofboðslega linur. Það er eins og hann sé hræddur við alla snertingu og þótt hann sé jafnvel að dekka minni menn komast allir með hann þangað sem þeir vilja. Ég er alls ekki hrifinn af þessum leikmanni og vil að Njarðvík taki ákvörðun, helst sem fyrst. Það kæmi mér ekkert á óvart að Njarðvík væri að skoða aðra leikmenn því hann passar engan veginn inn í þetta lið.“ Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - umræða um Julio De Assis Benedikt Guðmundsson var á sama máli og Teitur varðandi spilamennsku Julios gegn Stjörnunni. „Þessi frammistaða hans var með því lakara sem maður hefur séð á þessu tímabili. Það hefði verið hægt að sýna miklu fleiri klippur af honum varnarlega. Ef þú myndir spyrja mig persónulega, hvað ert þú að fara að gera Benni, myndi ég segja að ég væri að fara að skipta honum,“ sagði Benedikt. Ekki góður í neinu „Ég veit ekki almennilega hverjir hans styrkleikar eru. Hann er íþróttamaður,“ bætti Benedikt við. „Hann er ekki góður í neinu. Ég skal bara segja þér það,“ skaut Teitur inn í. „Hann kann leikinn ekki vel. Hann er ekki að mata menn og gera þá betri. Hann treður og hann getur sett opna þrista og eitthvað svona,“ sagði Benedikt. Umræðuna úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Serbneski körfuboltamaðurinn Ilija Dokovic, sem er nýgenginn í raðir ÍA, er ekki í sínu besta formi eins og sást bersýnilega í leiknum gegn Val. 8. nóvember 2025 09:29 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira
Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Serbneski körfuboltamaðurinn Ilija Dokovic, sem er nýgenginn í raðir ÍA, er ekki í sínu besta formi eins og sást bersýnilega í leiknum gegn Val. 8. nóvember 2025 09:29