Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 13:02 Cameron Burgess átti hræðilegan dag með Swansea City um helgina. Getty/ Athena Pictures Þetta var ekki góð helgi fyrir Cameron Burgess í enska boltanum. Það má reyndar ganga svo langt að þetta hafi verið hörmuleg helgi fyrir kappann. Burgess var að mæta sínum gömlu félögum í Ipswich í fyrsta sinn. Hann yfirgaf Ipswich Town í sumar eftir að hafa spilað þar í fjögur ár. Burgess er þrítugur ástralskur miðvörður sem hefur spilað 21 landsleik fyrir Ástralíu. Burgess samdi við Swansea City í sumar og var í byrjunarliðinu á móti sínu gamla félagi. Það endaði ekki betur en svo að Ipswich vann leikinn 4-1 og Burgess varð fyrir því að skora sjálfsmark, ekki einu sinni heldur tvisvar. Hann kom Ipswich yfir í 2-1 á 55. mínútu og seinna sjálfsmarkið hans kom á 81. mínútu og gerði endanlega út um leikinn með því að koma Ipswich í 4-1. Burgess á enn eftir að skora í rétt mark á leiktíðinni. Svo slæmt var þetta að Burgess þurfti að skrifa afsökunarbeiðni á samfélagsmiðla sína. „Ég tjái mig yfirleitt ekki mikið á samfélagsmiðlum og mun líklega taka þessa færslu niður fljótlega en mig langaði bara að skrifa skilaboð til þeirra stuðningsmanna Swansea City sem vilja heyra þau,“ skrifaði Burgess. „Ég veit hversu mikið þetta félag þýðir fyrir ykkur öll og hversu stolt þið eruð af því að vera hluti af því. Sem leikmaður heyri ég gagnrýni ykkar og þið munuð ekki heyra neinar afsakanir frá mér. Trúið mér, ég er minn versti gagnrýnandi og það er eina markmið mitt að laga hlutina á vellinum með því að sýna það sem þið öll ætlist til að sjá,“ skrifaði Burgess. Someone may want to tell Cameron Burgess that he left Ipswich for Swansea, because he clearly didn’t get the memo… pic.twitter.com/Qmu93HxUlc— The Real EFL (@RealEFLSocial) November 8, 2025 Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Sjá meira
Burgess var að mæta sínum gömlu félögum í Ipswich í fyrsta sinn. Hann yfirgaf Ipswich Town í sumar eftir að hafa spilað þar í fjögur ár. Burgess er þrítugur ástralskur miðvörður sem hefur spilað 21 landsleik fyrir Ástralíu. Burgess samdi við Swansea City í sumar og var í byrjunarliðinu á móti sínu gamla félagi. Það endaði ekki betur en svo að Ipswich vann leikinn 4-1 og Burgess varð fyrir því að skora sjálfsmark, ekki einu sinni heldur tvisvar. Hann kom Ipswich yfir í 2-1 á 55. mínútu og seinna sjálfsmarkið hans kom á 81. mínútu og gerði endanlega út um leikinn með því að koma Ipswich í 4-1. Burgess á enn eftir að skora í rétt mark á leiktíðinni. Svo slæmt var þetta að Burgess þurfti að skrifa afsökunarbeiðni á samfélagsmiðla sína. „Ég tjái mig yfirleitt ekki mikið á samfélagsmiðlum og mun líklega taka þessa færslu niður fljótlega en mig langaði bara að skrifa skilaboð til þeirra stuðningsmanna Swansea City sem vilja heyra þau,“ skrifaði Burgess. „Ég veit hversu mikið þetta félag þýðir fyrir ykkur öll og hversu stolt þið eruð af því að vera hluti af því. Sem leikmaður heyri ég gagnrýni ykkar og þið munuð ekki heyra neinar afsakanir frá mér. Trúið mér, ég er minn versti gagnrýnandi og það er eina markmið mitt að laga hlutina á vellinum með því að sýna það sem þið öll ætlist til að sjá,“ skrifaði Burgess. Someone may want to tell Cameron Burgess that he left Ipswich for Swansea, because he clearly didn’t get the memo… pic.twitter.com/Qmu93HxUlc— The Real EFL (@RealEFLSocial) November 8, 2025
Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Sjá meira