Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar 11. nóvember 2025 08:33 Í ár fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli en frá árinu 1945 hefur þessi einstaka stofnun verið einn af burðarásum íslenskrar endurhæfingarþjónustu. Á þessum áttatíu árum hafa hátt í 50.000 einstaklingar, alls staðar af á landinu, notið þjónustu Reykjalundar. Markmiðið var skýrt frá fyrstu dögum: Að veita fólki með alvarleg veikindi eða líkamlega skerðingu möguleika á bata og auknum lífsgæðum. Í fyrstu snerist þjónusta Reykjalundar um stuðning við berklaveika en á síðari áratugum hefur áherslan verið á endurhæfingu og að hjálpa fólki að endurheimta styrk, sjálfstæði og lífsgleði á erfiðum tímum. Sjálfbær heildarsýn á endurhæfingu Í áratugi hefur Reykjalundur verið leiðandi á sínu sviði og engin íslensk heilbrigðisstofnun hefur viðlíka reynslu og þekkingu á endurhæfingu. Mikil þróun hefur átt sér stað og heldur hún stöðugt áfram, hvort sem um nýja tækni eða framfarir í heilbrigðisþjónustu er að ræða eða breyttar þarfir sjúklinga. Undanfarna mánuði hefur SÍBS, sem rekur Reykjalund, unnið að metnaðarfullri framtíðarsýn og stefnumótun fyrir Reykjalundarsvæðið í samstarfi við KPMG. Á landsvæði SÍBS að Reykjalundi eru fjölmörg tækifæri til að þróa þjónustu sem styður við heildræna nálgun í endurhæfingu og heilbrigðisþjónustu. Í þeirri vinnu hefur félagið bæði litið til eigin reynslu og þeirra miklu breytinga sem orðið hafa í samfélaginu. Markmiðið er að móta nýja og sjálfbæra heildarsýn þar sem endurhæfing, fræðsla, rannsóknir og þjónusta tengjast nánum böndum. Endurhæfing er góð fjárfesting Til þess að Reykjalundur geti áfram verið traustur hlekkur í heilbrigðisþjónustu er nauðsynlegt að samstaða skapist um áframhaldandi stuðning og fjárfestingu í uppbyggingu endurhæfingar. SÍBS hefur í því sambandi óskað eftir viðræðum við stjórnvöld og aðra hagaðila um langtímauppbyggingu á sviði endurhæfingar, með áherslu á nýjan langtímasamning fyrir Reykjalund. Endurhæfing er ein hagkvæmasta heilbrigðisþjónusta sem völ er á en með henni öðlast fólk tækifæri til að taka aftur fullan þátt í samfélaginu. Slík grunnþjónusta verður ekki byggð á tímabundnum lausnum heldur með ábyrgri og fyrirsjáanlegri uppbyggingu. Stöndum vörð um framtíð Reykjalundar. Höfundur er formaður SÍBS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Í ár fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli en frá árinu 1945 hefur þessi einstaka stofnun verið einn af burðarásum íslenskrar endurhæfingarþjónustu. Á þessum áttatíu árum hafa hátt í 50.000 einstaklingar, alls staðar af á landinu, notið þjónustu Reykjalundar. Markmiðið var skýrt frá fyrstu dögum: Að veita fólki með alvarleg veikindi eða líkamlega skerðingu möguleika á bata og auknum lífsgæðum. Í fyrstu snerist þjónusta Reykjalundar um stuðning við berklaveika en á síðari áratugum hefur áherslan verið á endurhæfingu og að hjálpa fólki að endurheimta styrk, sjálfstæði og lífsgleði á erfiðum tímum. Sjálfbær heildarsýn á endurhæfingu Í áratugi hefur Reykjalundur verið leiðandi á sínu sviði og engin íslensk heilbrigðisstofnun hefur viðlíka reynslu og þekkingu á endurhæfingu. Mikil þróun hefur átt sér stað og heldur hún stöðugt áfram, hvort sem um nýja tækni eða framfarir í heilbrigðisþjónustu er að ræða eða breyttar þarfir sjúklinga. Undanfarna mánuði hefur SÍBS, sem rekur Reykjalund, unnið að metnaðarfullri framtíðarsýn og stefnumótun fyrir Reykjalundarsvæðið í samstarfi við KPMG. Á landsvæði SÍBS að Reykjalundi eru fjölmörg tækifæri til að þróa þjónustu sem styður við heildræna nálgun í endurhæfingu og heilbrigðisþjónustu. Í þeirri vinnu hefur félagið bæði litið til eigin reynslu og þeirra miklu breytinga sem orðið hafa í samfélaginu. Markmiðið er að móta nýja og sjálfbæra heildarsýn þar sem endurhæfing, fræðsla, rannsóknir og þjónusta tengjast nánum böndum. Endurhæfing er góð fjárfesting Til þess að Reykjalundur geti áfram verið traustur hlekkur í heilbrigðisþjónustu er nauðsynlegt að samstaða skapist um áframhaldandi stuðning og fjárfestingu í uppbyggingu endurhæfingar. SÍBS hefur í því sambandi óskað eftir viðræðum við stjórnvöld og aðra hagaðila um langtímauppbyggingu á sviði endurhæfingar, með áherslu á nýjan langtímasamning fyrir Reykjalund. Endurhæfing er ein hagkvæmasta heilbrigðisþjónusta sem völ er á en með henni öðlast fólk tækifæri til að taka aftur fullan þátt í samfélaginu. Slík grunnþjónusta verður ekki byggð á tímabundnum lausnum heldur með ábyrgri og fyrirsjáanlegri uppbyggingu. Stöndum vörð um framtíð Reykjalundar. Höfundur er formaður SÍBS.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar