Erlendir sjóðir seldu ríkisbréf fyrir meira en átta milljarða í október
Sala erlendra fjárfesta á ríkisverðbréfum í liðnum mánuði, sem hratt af stað snarpri veikingu á gengi krónunnar, nam meira en átta milljörðum króna og er sú mesta sem sést hefur á einum mánuði um árabil.
Tengdar fréttir
Erum frekar að fá til okkar skuldabréfafjárfesta sem horfa til langs tíma
Þær takmarkanir sem eru á framvirkum gjaldeyrisskiptasamningum útilokar í reynd að erlendir skuldabréfasjóðir geti farið að eiga í vaxtamunarviðskiptum af þeirri stærðargráðu sem var á árunum fyrir bankahrun, að sögn seðlabankastjóra. Innflæði fjármagns í íslensk ríkisbréf hefur aukist stöðugt að undanförnu og nemur yfir 40 milljörðum á síðustu sex mánuðum.
Erlendir fjárfestar ekki selt meira í íslenskum ríkisverðbréfum um árabil
Eftir nokkuð stöðugt innflæði fjármagns í ríkisverðbréf að undanförnu, sem hefur átt sinn þátt í að styrkja gengi krónunnar, þá breyttist það í mars þegar erlendir fjárfestar minnkuðu stöðu sína um meira en fjóra milljarða. Vaxtamunur Íslands við útlönd, bæði til skemmri og lengri tíma, hefur heldur farið minnkandi síðustu mánuði.