„Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 06:46 Mariana Betsa er varautanríkisráðherra Úkraínu. Vísir/Ívar Varautanríkisráðherra Úkraínu segir það vera markmið Rússa að tortíma Úkraínu, og að stefna Rússa hafi ekkert breyst í þeim efnum. Áframhaldandi stuðningur bandalagsríkja skipti sköpum, ekki aðeins fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla. Úkraína þurfi vopn til að verja sig. Ráðherrann vonar að Úkraínumenn sem flutt hafa til Íslands snúi á endanum aftur til heimalandsins en gleðst yfir því að landar hennar upplifi sig velkomna á Íslandi. Rússar gera reglulegar árásir á Úkraínu á borgaralega innviði á borð við orkuver sem er ekki síður áhyggjuefni nú þegar veturinn er að bresta á. Þetta segir Mariana Betsa, varautanríkisráðherra Úkraínu, sem er stödd er hér á landi í tengslum við Heimsþing kvenleiðtoga. Rússar beiti kúgunartaktík „Í aðdraganda vetrarins er nauðsynlegt að fá stuðning, að við náum að rétta úr kútnum. Rússar réðust á orkumannvirki og stofunuð ekki bara milljónum Úkraínumanna í hættu heldur einnig öryggi Evrópu og kjarnorkuöryggi,“ segir Betsa. Í fyrrinótt létust til að mynda sjö Úkraínumenn í árásum Rússa á raforkustöðvar sem tengjast tveimur kjarnorkuverum. Betsa segir Úkraínumenn muni þó ekki láta deigan síga. Rússar hafi misreiknað sig illilega með því að hafa ekki trú á baráttuþrótti Úkraínumanna. „Hernaðarstefna Rússa hefur ekki breyst, að tortíma Úkraínu sem landi og að tortíma Úkraínumönnum sem þjóð. Þetta er kúgunartaktík gegn Úkraínumönnum, sérstaklega af því veturinn er að koma,“ segir Betsa. Þótt Úkraínumenn muni ekki gefast upp við að verja landið sitt segir Betsa stuðning bandalagsríkja við varnarbaráttu Úkraínu skipta sköpum, jafnvel upp á líf og dauða. Úkraína þurfi fyrst og fremst nauðsynleg vopn til að geta varið sig, og þá sé mikilvægt að Rússar séu beittir enn frekari þvingunaraðgerðum, meðal annars sem beinist gegn skuggaflotanum svokallaða. Tilfinningaþrungið að hitta landa sína á Íslandi Þótt Ísland hafi stutt hlutfallslega minna við Úkraínu en mörg önnur nágrannaríki segist Betsa þakklát fyrir allan þann stuðning sem íslenska þjóðin hafi veitt Úkraínu. Mariana Betsa er í stuttu stoppi á Íslandi en kveðst nýta tímann vel.Vísir/Ívar „Þið gerið samt mikið til að styðja Úkraínu. Hvað varðar orkuinnviði, mannúðarstarf, stoðtæki og einnig þátttöku Íslands í PURL-verkefninu og í gegnum dönsku leiðina. Það er mjög mikilvægt að halda þessum stuðningi áfram,“ segir Betsa, spurð hvort hún ætli að nýta heimsóknina til að beita sér fyrir auknum stuðningi frá Íslandi, sem hafi lagt hlutfallslega minna af mörkum en margar aðrar þjóðir. „Ég átti þess líka kost að hitta úkraínska samfélagið á Íslandi. Það er tilfinningaþrungin hlið á heimsókn minni, en þeim finnst þau velkomin hér. En við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu. En aftur, þakka ykkur fyrir stuðninginn,“ segir Betsa. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Rússar gera reglulegar árásir á Úkraínu á borgaralega innviði á borð við orkuver sem er ekki síður áhyggjuefni nú þegar veturinn er að bresta á. Þetta segir Mariana Betsa, varautanríkisráðherra Úkraínu, sem er stödd er hér á landi í tengslum við Heimsþing kvenleiðtoga. Rússar beiti kúgunartaktík „Í aðdraganda vetrarins er nauðsynlegt að fá stuðning, að við náum að rétta úr kútnum. Rússar réðust á orkumannvirki og stofunuð ekki bara milljónum Úkraínumanna í hættu heldur einnig öryggi Evrópu og kjarnorkuöryggi,“ segir Betsa. Í fyrrinótt létust til að mynda sjö Úkraínumenn í árásum Rússa á raforkustöðvar sem tengjast tveimur kjarnorkuverum. Betsa segir Úkraínumenn muni þó ekki láta deigan síga. Rússar hafi misreiknað sig illilega með því að hafa ekki trú á baráttuþrótti Úkraínumanna. „Hernaðarstefna Rússa hefur ekki breyst, að tortíma Úkraínu sem landi og að tortíma Úkraínumönnum sem þjóð. Þetta er kúgunartaktík gegn Úkraínumönnum, sérstaklega af því veturinn er að koma,“ segir Betsa. Þótt Úkraínumenn muni ekki gefast upp við að verja landið sitt segir Betsa stuðning bandalagsríkja við varnarbaráttu Úkraínu skipta sköpum, jafnvel upp á líf og dauða. Úkraína þurfi fyrst og fremst nauðsynleg vopn til að geta varið sig, og þá sé mikilvægt að Rússar séu beittir enn frekari þvingunaraðgerðum, meðal annars sem beinist gegn skuggaflotanum svokallaða. Tilfinningaþrungið að hitta landa sína á Íslandi Þótt Ísland hafi stutt hlutfallslega minna við Úkraínu en mörg önnur nágrannaríki segist Betsa þakklát fyrir allan þann stuðning sem íslenska þjóðin hafi veitt Úkraínu. Mariana Betsa er í stuttu stoppi á Íslandi en kveðst nýta tímann vel.Vísir/Ívar „Þið gerið samt mikið til að styðja Úkraínu. Hvað varðar orkuinnviði, mannúðarstarf, stoðtæki og einnig þátttöku Íslands í PURL-verkefninu og í gegnum dönsku leiðina. Það er mjög mikilvægt að halda þessum stuðningi áfram,“ segir Betsa, spurð hvort hún ætli að nýta heimsóknina til að beita sér fyrir auknum stuðningi frá Íslandi, sem hafi lagt hlutfallslega minna af mörkum en margar aðrar þjóðir. „Ég átti þess líka kost að hitta úkraínska samfélagið á Íslandi. Það er tilfinningaþrungin hlið á heimsókn minni, en þeim finnst þau velkomin hér. En við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu. En aftur, þakka ykkur fyrir stuðninginn,“ segir Betsa.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira