„Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 06:46 Mariana Betsa er varautanríkisráðherra Úkraínu. Vísir/Ívar Varautanríkisráðherra Úkraínu segir það vera markmið Rússa að tortíma Úkraínu, og að stefna Rússa hafi ekkert breyst í þeim efnum. Áframhaldandi stuðningur bandalagsríkja skipti sköpum, ekki aðeins fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla. Úkraína þurfi vopn til að verja sig. Ráðherrann vonar að Úkraínumenn sem flutt hafa til Íslands snúi á endanum aftur til heimalandsins en gleðst yfir því að landar hennar upplifi sig velkomna á Íslandi. Rússar gera reglulegar árásir á Úkraínu á borgaralega innviði á borð við orkuver sem er ekki síður áhyggjuefni nú þegar veturinn er að bresta á. Þetta segir Mariana Betsa, varautanríkisráðherra Úkraínu, sem er stödd er hér á landi í tengslum við Heimsþing kvenleiðtoga. Rússar beiti kúgunartaktík „Í aðdraganda vetrarins er nauðsynlegt að fá stuðning, að við náum að rétta úr kútnum. Rússar réðust á orkumannvirki og stofunuð ekki bara milljónum Úkraínumanna í hættu heldur einnig öryggi Evrópu og kjarnorkuöryggi,“ segir Betsa. Í fyrrinótt létust til að mynda sjö Úkraínumenn í árásum Rússa á raforkustöðvar sem tengjast tveimur kjarnorkuverum. Betsa segir Úkraínumenn muni þó ekki láta deigan síga. Rússar hafi misreiknað sig illilega með því að hafa ekki trú á baráttuþrótti Úkraínumanna. „Hernaðarstefna Rússa hefur ekki breyst, að tortíma Úkraínu sem landi og að tortíma Úkraínumönnum sem þjóð. Þetta er kúgunartaktík gegn Úkraínumönnum, sérstaklega af því veturinn er að koma,“ segir Betsa. Þótt Úkraínumenn muni ekki gefast upp við að verja landið sitt segir Betsa stuðning bandalagsríkja við varnarbaráttu Úkraínu skipta sköpum, jafnvel upp á líf og dauða. Úkraína þurfi fyrst og fremst nauðsynleg vopn til að geta varið sig, og þá sé mikilvægt að Rússar séu beittir enn frekari þvingunaraðgerðum, meðal annars sem beinist gegn skuggaflotanum svokallaða. Tilfinningaþrungið að hitta landa sína á Íslandi Þótt Ísland hafi stutt hlutfallslega minna við Úkraínu en mörg önnur nágrannaríki segist Betsa þakklát fyrir allan þann stuðning sem íslenska þjóðin hafi veitt Úkraínu. Mariana Betsa er í stuttu stoppi á Íslandi en kveðst nýta tímann vel.Vísir/Ívar „Þið gerið samt mikið til að styðja Úkraínu. Hvað varðar orkuinnviði, mannúðarstarf, stoðtæki og einnig þátttöku Íslands í PURL-verkefninu og í gegnum dönsku leiðina. Það er mjög mikilvægt að halda þessum stuðningi áfram,“ segir Betsa, spurð hvort hún ætli að nýta heimsóknina til að beita sér fyrir auknum stuðningi frá Íslandi, sem hafi lagt hlutfallslega minna af mörkum en margar aðrar þjóðir. „Ég átti þess líka kost að hitta úkraínska samfélagið á Íslandi. Það er tilfinningaþrungin hlið á heimsókn minni, en þeim finnst þau velkomin hér. En við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu. En aftur, þakka ykkur fyrir stuðninginn,“ segir Betsa. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Rússar gera reglulegar árásir á Úkraínu á borgaralega innviði á borð við orkuver sem er ekki síður áhyggjuefni nú þegar veturinn er að bresta á. Þetta segir Mariana Betsa, varautanríkisráðherra Úkraínu, sem er stödd er hér á landi í tengslum við Heimsþing kvenleiðtoga. Rússar beiti kúgunartaktík „Í aðdraganda vetrarins er nauðsynlegt að fá stuðning, að við náum að rétta úr kútnum. Rússar réðust á orkumannvirki og stofunuð ekki bara milljónum Úkraínumanna í hættu heldur einnig öryggi Evrópu og kjarnorkuöryggi,“ segir Betsa. Í fyrrinótt létust til að mynda sjö Úkraínumenn í árásum Rússa á raforkustöðvar sem tengjast tveimur kjarnorkuverum. Betsa segir Úkraínumenn muni þó ekki láta deigan síga. Rússar hafi misreiknað sig illilega með því að hafa ekki trú á baráttuþrótti Úkraínumanna. „Hernaðarstefna Rússa hefur ekki breyst, að tortíma Úkraínu sem landi og að tortíma Úkraínumönnum sem þjóð. Þetta er kúgunartaktík gegn Úkraínumönnum, sérstaklega af því veturinn er að koma,“ segir Betsa. Þótt Úkraínumenn muni ekki gefast upp við að verja landið sitt segir Betsa stuðning bandalagsríkja við varnarbaráttu Úkraínu skipta sköpum, jafnvel upp á líf og dauða. Úkraína þurfi fyrst og fremst nauðsynleg vopn til að geta varið sig, og þá sé mikilvægt að Rússar séu beittir enn frekari þvingunaraðgerðum, meðal annars sem beinist gegn skuggaflotanum svokallaða. Tilfinningaþrungið að hitta landa sína á Íslandi Þótt Ísland hafi stutt hlutfallslega minna við Úkraínu en mörg önnur nágrannaríki segist Betsa þakklát fyrir allan þann stuðning sem íslenska þjóðin hafi veitt Úkraínu. Mariana Betsa er í stuttu stoppi á Íslandi en kveðst nýta tímann vel.Vísir/Ívar „Þið gerið samt mikið til að styðja Úkraínu. Hvað varðar orkuinnviði, mannúðarstarf, stoðtæki og einnig þátttöku Íslands í PURL-verkefninu og í gegnum dönsku leiðina. Það er mjög mikilvægt að halda þessum stuðningi áfram,“ segir Betsa, spurð hvort hún ætli að nýta heimsóknina til að beita sér fyrir auknum stuðningi frá Íslandi, sem hafi lagt hlutfallslega minna af mörkum en margar aðrar þjóðir. „Ég átti þess líka kost að hitta úkraínska samfélagið á Íslandi. Það er tilfinningaþrungin hlið á heimsókn minni, en þeim finnst þau velkomin hér. En við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu. En aftur, þakka ykkur fyrir stuðninginn,“ segir Betsa.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira