Innlent

Á­greiningur, slags­mál og líkams­á­rás

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla þakkar veitta aðstoð í málinu.
Lögregla þakkar veitta aðstoð í málinu. Vísir/Ívar Fannar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í póstnúmerinu 104 á vaktinni í gærkvöldi og nótt, og þá var tilkynnt um ágreining og slagsmál í sama hverfi.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni vaktarinnar.

Aðstoðar var óskað vegna hávaða og hótana milli tveggja manna í Vesturbæ og vegna umferðarslyss í miðborginni, þar sem bifreið var ekið á aðra bifreið. Engin slys urðu á fólki.

Aðstoðar lögreglu var einnig óskað vegna þjófnaðar í verslun í Seljahverfi en flest verkefni næturinnar vörðuðu brot í umferðinni. Nokkrir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum og þá voru aðrir stöðvaðir vegna hraðaksturs og símanotkunar, svo eitthvað sé nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×