Tónlist

Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Una Tofa var með töfrandi tónleika í SkyLagoon. 
Una Tofa var með töfrandi tónleika í SkyLagoon.  Aron Gestsson

Það var töfrandi stemning í SkyLagoon síðastliðinn miðvikudag þegar baðlónið tók forskot á sæluna með tónleikum í samvinnu með Airwaves hátíðina. Una Torfa flutti töfrandi tóna fyrir tónleikagesti sem allir klæddust baðsloppum og nutu í botn.

Í fréttatilkynningu segir: 

Á miðvikudagskvöldið síðastliðið 5. nóvember hélt SkyLagoon sína fyrstu tónleika í Skjól torfbænum, sem hýsir sjö-skrefa ritúalið. Þar skapaði Una Torfadóttir töfrandi stemningu þegar hún flutti tónlist sína fyrir gesti í þessu einstaka umhverfi.

Tónleikarnir voru hluti af samstarfi Sky Lagoon og tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, sem fór fram í 26. skipti dagana 6.–8. nóvember. Í gegnum tíðina hefur Sky Lagoon staðið fyrir fjölbreyttum viðburðum, en þetta voru fyrstu tónleikarnir sem haldnir eru af þessu tagi.“

Það seldist upp á tónleikana vel fram í tímann og var Airwaves teymið í skýjunum með staðsetninguna.

„Tónleikarnir í Sky Lagoon voru eitthvað alveg sérstakt. Una Torfa var í essinu sínu á sviði í þessu fallega rými í torfhúsinu Skjól og gestirnir í sloppum, umluktir náttúru, yl og tónlist. 

Allt skapaði þetta draumkennda stemningu, ekta Airwaves-augnablik sem gleymist ekki,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves.

Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir frá tónleikunum: 

Una Torfa var í essinu sínu.Aron Gestsson
Mikil innlifun!Aron Gestsson
Það var uppselt vel fram í tímann.Aron Gestsson
Töfrandi stund.Aron Gestsson
Listakona í gír.Aron Gestsson
Gestir fylgdust grant með.Aron Gestsson
Augnablikið fest á filmu.Aron Gestsson
Una Torfa á að baki sér marga smelli á borð við lagið Stormur og Fyrrverandi.Aron Gestsson
Innlifunin engri lík.Aron Gestsson
Einstök kvöldstund!Aron Gestsson
Við þurfum ekk'að vera í bandi, gæti Una verið að syngja þarna.Aron Gestsson
Una bjó til afslappaða stemningu með gítarinn og rödd sína að vopni. Aron Gestsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.