Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2025 06:31 Heimamaðurinn Lorenzo Musetti sést hér mæta til leiks í m ATP-úrslitakeppninni í tennis í Tórínó í gær. Getty/Marco Canoniero Tveir áhorfendur létust á mánudagsleikjum ATP-úrslitakeppninnar í tennis í Tórínó í gær. Áhorfendurnir tveir voru 70 og 78 ára gamlir og dauðsföllin áttu sér stað á mismunandi tímum í leikvanginum í ítölsku borginni. Þeir létust báðir eftir hjartastopp. Dauðsföllin voru staðfest af ATP og ítalska tennis- og padelsambandinu (FITP), að sögn breska ríkisútvarpsins. Sky Sports segir frá. „FITP og ATP votta sína dýpstu samúð vegna hins hörmulega fráfalls tveggja áhorfenda á ATP-úrslitakeppninni í Tórínó í gær,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu. Þar kemur einnig fram að sjúkralið hafi brugðist skjótt við og veitt alla mögulega aðstoð. Two spectators die at ATP Finals after medical emergencies https://t.co/bOJrNA9YAY pic.twitter.com/ie3xtwubO8— The Independent (@Independent) November 11, 2025 „Þrátt fyrir skjót viðbrögð og flutning á sjúkrahús í kjölfarið létust því miður báðir,“ segir enn fremur. Fyrsta einliðaleik mánudagsins milli Lorenzo Musetti og Taylor Fritz seinkaði vegna tilkynningar um neyðartilvik meðal áhorfenda. Nokkur þúsund ítalskir aðdáendur höfðu mætt til að styðja Musetti og ríkjandi meistara Jannik Sinner. ATP-úrslitakeppnin stendur yfir til næstkomandi sunnudags. Sinner hóf titilvörnina vel Jannik Sinner hóf titilvörn sína á ATP-úrslitakeppninni með því að sigra Felix Auger-Aliassime, sem glímdi við meiðsli, fyrir framan ástríðufullan áhorfendaskara í Tórínó. Ítalinn Sinner, sem er annar í styrkleikaröð mótsins, var óaðfinnanlegur í uppgjöfum sínum í 7-5, 6-1 sigri á Kanadamanninum. Sigurinn kemur Sinner í efsta sæti Björn Borg-riðilsins þar sem hann reynir að tryggja sér efsta sæti heimslistans í lok árs. Keppa líka um efsta sæti heimslistans Hann og keppinautur hans Alcaraz keppa um efsta sæti heimslistans í lok árs í Tórínó. Sinner verður að verja titil sinn – og vona að Alcaraz tapi leik í riðlakeppninni og komist ekki í úrslitaleikinn – til að halda efsta sætinu. Alcaraz, sem er í hinum riðlinum á móti Sinner, hóf keppni sína með sigri í tveimur settum gegn Alex de Minaur á sunnudag. Fyrr í gær brilleraði Taylor Fritz í uppgjöfum sínum og sigraði heimamanninn Lorenzo Musetti 6-3, 6-4 í Jimmy Connors-riðlinum. Tennis Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Áhorfendurnir tveir voru 70 og 78 ára gamlir og dauðsföllin áttu sér stað á mismunandi tímum í leikvanginum í ítölsku borginni. Þeir létust báðir eftir hjartastopp. Dauðsföllin voru staðfest af ATP og ítalska tennis- og padelsambandinu (FITP), að sögn breska ríkisútvarpsins. Sky Sports segir frá. „FITP og ATP votta sína dýpstu samúð vegna hins hörmulega fráfalls tveggja áhorfenda á ATP-úrslitakeppninni í Tórínó í gær,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu. Þar kemur einnig fram að sjúkralið hafi brugðist skjótt við og veitt alla mögulega aðstoð. Two spectators die at ATP Finals after medical emergencies https://t.co/bOJrNA9YAY pic.twitter.com/ie3xtwubO8— The Independent (@Independent) November 11, 2025 „Þrátt fyrir skjót viðbrögð og flutning á sjúkrahús í kjölfarið létust því miður báðir,“ segir enn fremur. Fyrsta einliðaleik mánudagsins milli Lorenzo Musetti og Taylor Fritz seinkaði vegna tilkynningar um neyðartilvik meðal áhorfenda. Nokkur þúsund ítalskir aðdáendur höfðu mætt til að styðja Musetti og ríkjandi meistara Jannik Sinner. ATP-úrslitakeppnin stendur yfir til næstkomandi sunnudags. Sinner hóf titilvörnina vel Jannik Sinner hóf titilvörn sína á ATP-úrslitakeppninni með því að sigra Felix Auger-Aliassime, sem glímdi við meiðsli, fyrir framan ástríðufullan áhorfendaskara í Tórínó. Ítalinn Sinner, sem er annar í styrkleikaröð mótsins, var óaðfinnanlegur í uppgjöfum sínum í 7-5, 6-1 sigri á Kanadamanninum. Sigurinn kemur Sinner í efsta sæti Björn Borg-riðilsins þar sem hann reynir að tryggja sér efsta sæti heimslistans í lok árs. Keppa líka um efsta sæti heimslistans Hann og keppinautur hans Alcaraz keppa um efsta sæti heimslistans í lok árs í Tórínó. Sinner verður að verja titil sinn – og vona að Alcaraz tapi leik í riðlakeppninni og komist ekki í úrslitaleikinn – til að halda efsta sætinu. Alcaraz, sem er í hinum riðlinum á móti Sinner, hóf keppni sína með sigri í tveimur settum gegn Alex de Minaur á sunnudag. Fyrr í gær brilleraði Taylor Fritz í uppgjöfum sínum og sigraði heimamanninn Lorenzo Musetti 6-3, 6-4 í Jimmy Connors-riðlinum.
Tennis Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira