Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. nóvember 2025 06:53 Ítalirnir eru sagðir hafa greitt hermönnum Radovan Karadžić fyrir að fá að skjóta á íbúa Sarajevo. Getty/Sygma/Mathieu Polak Ákæruvaldið í Mílanó hefur hafið rannsókn á ásökunum um að einstaklingar frá Ítalíu hafi greitt hermönnum Radovan Karadžić, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba, fyrir að fá að koma og skjóta og drepa almenna borgara í Sarajevo. Yfir 10.000 manns eru sagðir hafa verið drepnir í Sarajevo í árásum á árunum 1992 til 1996, meðal annars af leyniskyttum sem drápu börn, konur og menn af handahófi. Ákvörðun saksóknara í Mílanó, undir forystu Alessandro Gobbi, um að hefja rannsókn málsins má rekja til gagna sem safnað var af rithöfundinum Ezio Gavazzeni, sem hefur unnið að því að safna sönnunargögnum varðandi ásakanirnar. Þá byggir hún einnig á skýrslu Benjamina Karić, fyrrverandi borgarstjóra Sarajevo. Ásakanirnar ganga út á að hópar Ítala og einstaklingar af öðrum þjóðernum hafi greitt hermönnum háar fjárhæðir til að vera fluttir í hæðirnar umhverfis Sarajevo, til að skjóta á almenna borgara sér til ánægju. Fjallað var um þær í heimildarmyndinni Sarajevo Safari frá árinu 2022 en að sögn Gavazzeni var um að ræða marga Ítali, auk einstaklinga frá Þýskalandi, Frakklandi og Englandi. „Það lágu engar pólitískar eða trúarlegar ástæður til grundvallar. Þetta voru efnaðir einstaklingar sem gerðu þetta sér til gamans og persónulegrar ánægju,“ hefur Guardian eftir Gavasseni. Nokkrir einstaklingar sem hann hefur grunaða verða yfirheyrðir á næstunni. Radovan Karadžić var fundinn sekur um þjóðarmorð og aðra glæpi gegn mannkyninu árið 2016. Ítalía Bosnía og Hersegóvína Serbía Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Yfir 10.000 manns eru sagðir hafa verið drepnir í Sarajevo í árásum á árunum 1992 til 1996, meðal annars af leyniskyttum sem drápu börn, konur og menn af handahófi. Ákvörðun saksóknara í Mílanó, undir forystu Alessandro Gobbi, um að hefja rannsókn málsins má rekja til gagna sem safnað var af rithöfundinum Ezio Gavazzeni, sem hefur unnið að því að safna sönnunargögnum varðandi ásakanirnar. Þá byggir hún einnig á skýrslu Benjamina Karić, fyrrverandi borgarstjóra Sarajevo. Ásakanirnar ganga út á að hópar Ítala og einstaklingar af öðrum þjóðernum hafi greitt hermönnum háar fjárhæðir til að vera fluttir í hæðirnar umhverfis Sarajevo, til að skjóta á almenna borgara sér til ánægju. Fjallað var um þær í heimildarmyndinni Sarajevo Safari frá árinu 2022 en að sögn Gavazzeni var um að ræða marga Ítali, auk einstaklinga frá Þýskalandi, Frakklandi og Englandi. „Það lágu engar pólitískar eða trúarlegar ástæður til grundvallar. Þetta voru efnaðir einstaklingar sem gerðu þetta sér til gamans og persónulegrar ánægju,“ hefur Guardian eftir Gavasseni. Nokkrir einstaklingar sem hann hefur grunaða verða yfirheyrðir á næstunni. Radovan Karadžić var fundinn sekur um þjóðarmorð og aðra glæpi gegn mannkyninu árið 2016.
Ítalía Bosnía og Hersegóvína Serbía Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira