Dóra Björt hætt við formannsframboðið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. nóvember 2025 10:36 Dóra BJört er oddviti Pírata í Reykjavíkurborg. Vísir/Anton Brink Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavíkurborg, hefur dregið framboð sitt sem formaður Pírata til baka. Hennar hugmyndir um breytingar á stefnu flokksins stuðli að óeiningu innan flokksins og dregur hún framboðið til baka til að stuðla að samstöðu. „Ég steig fram og ákvað að vera fullkomlega heiðarleg með þær hugmyndir sem ég hef talið vera bestu leiðina áfram til uppbyggingar, því ég get aðeins leitt flokkinn í átt sem ég trúi á. Meðal þeirra eru samtal um nafnbreytingu og að vera áfram opin fyrir lausnum frá hægri og vinstri,“ skrifar Dóra Björt í færslu á Facebook þar sem hún greinir frá tíðindunum. Dóra Björt upplifir að flokkurinn hafi stefnt meira til vinstri síðustu ár í stað þess að halda sig á miðjunni. Hún segir stefnu sína á miðjuna hafa valdið meiri skjálfta innan flokksins en hún hefði viljað og hafa nokkrir sagt úr flokknum vegna þessa. Í samtali við fréttastofu segir Dóra Björt að henni hafi fundist fegurðin við Pírata vera að þeir væru opnir fyrir fjölbreyttum lausnum, bæði frá hægri og vinstri væng stjórnmála. Hún hafi verið heiðarleg með þá stefnu en runnu á hana tvær grímur þar sem flokkurinn væri á viðkvæmum stað. „Mér þykir það miður. Ég ætlaði ekki að skapa óeiningu og sundrungu í flokknum og þvert á móti. Ég held ekki að það sé það sem flokkurinn þarfnast á þessum viðkvæma tímapunkti,“ segir Dóra Björt. „Mér hugnast ekki að taka við formennsku í flokknum með breytingu að leiðarljósi við þessar aðstæður. Vegna þess að farsæl skref breytinga krefjast samstöðu og að fólk rói í sömu átt.“ Henni þyki vænt um hreyfinguna og þar sem að tveir aðrir frambjóðendur hafi boðið fram krafta sína telur hún ekki þörf á sínum kröftum. Hún dragi framboð sitt því til baka til að stuðla að einingu og samstöðu innan flokksins en líka af virðingu við sín eigin gildi. „Þetta gefur mér aukið svigrúm til að veita störfum mínum í borgarstjórn óskipta athygli en þar eru verkin bæði brýn og mörg.“ Dóra Björt segir þessa ákvörðun ekki hafa áhrif á framboð hennar í sveitarstjórnarkosningum og hyggst hún bjóða sig fram að öllu óbreyttu. „Ég fann fyrir metnaði til að halda áfram, þannig að það er óbreytt. Ég stefni að öllu óbreyttu á að halda áfram en ætla samt að gefa mér tíma til að hugsa stöðuna í ljósi aðstæðna.“ Kosið í lok nóvember Kjósa átti um formann þann 30. október og voru Dóra Björt, Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, varaborgarfulltrúi Pírata, boðið sig fram til formanns. Vegna formgalla í fundarboði aðalfundarins þurfti að fresta kosningunni og boða til aukaaðalfundar þann 29. nóvember. Þetta er í fyrsta skipti sem Píratar hyggjast kjósa formann en hingað til hefur flokkurinn verið formannslaus, hugmynd sem hann fékk í arf frá Borgarahreyfingunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Píratar Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
„Ég steig fram og ákvað að vera fullkomlega heiðarleg með þær hugmyndir sem ég hef talið vera bestu leiðina áfram til uppbyggingar, því ég get aðeins leitt flokkinn í átt sem ég trúi á. Meðal þeirra eru samtal um nafnbreytingu og að vera áfram opin fyrir lausnum frá hægri og vinstri,“ skrifar Dóra Björt í færslu á Facebook þar sem hún greinir frá tíðindunum. Dóra Björt upplifir að flokkurinn hafi stefnt meira til vinstri síðustu ár í stað þess að halda sig á miðjunni. Hún segir stefnu sína á miðjuna hafa valdið meiri skjálfta innan flokksins en hún hefði viljað og hafa nokkrir sagt úr flokknum vegna þessa. Í samtali við fréttastofu segir Dóra Björt að henni hafi fundist fegurðin við Pírata vera að þeir væru opnir fyrir fjölbreyttum lausnum, bæði frá hægri og vinstri væng stjórnmála. Hún hafi verið heiðarleg með þá stefnu en runnu á hana tvær grímur þar sem flokkurinn væri á viðkvæmum stað. „Mér þykir það miður. Ég ætlaði ekki að skapa óeiningu og sundrungu í flokknum og þvert á móti. Ég held ekki að það sé það sem flokkurinn þarfnast á þessum viðkvæma tímapunkti,“ segir Dóra Björt. „Mér hugnast ekki að taka við formennsku í flokknum með breytingu að leiðarljósi við þessar aðstæður. Vegna þess að farsæl skref breytinga krefjast samstöðu og að fólk rói í sömu átt.“ Henni þyki vænt um hreyfinguna og þar sem að tveir aðrir frambjóðendur hafi boðið fram krafta sína telur hún ekki þörf á sínum kröftum. Hún dragi framboð sitt því til baka til að stuðla að einingu og samstöðu innan flokksins en líka af virðingu við sín eigin gildi. „Þetta gefur mér aukið svigrúm til að veita störfum mínum í borgarstjórn óskipta athygli en þar eru verkin bæði brýn og mörg.“ Dóra Björt segir þessa ákvörðun ekki hafa áhrif á framboð hennar í sveitarstjórnarkosningum og hyggst hún bjóða sig fram að öllu óbreyttu. „Ég fann fyrir metnaði til að halda áfram, þannig að það er óbreytt. Ég stefni að öllu óbreyttu á að halda áfram en ætla samt að gefa mér tíma til að hugsa stöðuna í ljósi aðstæðna.“ Kosið í lok nóvember Kjósa átti um formann þann 30. október og voru Dóra Björt, Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, varaborgarfulltrúi Pírata, boðið sig fram til formanns. Vegna formgalla í fundarboði aðalfundarins þurfti að fresta kosningunni og boða til aukaaðalfundar þann 29. nóvember. Þetta er í fyrsta skipti sem Píratar hyggjast kjósa formann en hingað til hefur flokkurinn verið formannslaus, hugmynd sem hann fékk í arf frá Borgarahreyfingunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Píratar Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira