Móta stefnu um notkun gervigreindar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. nóvember 2025 13:51 Háskólinn á Akureyri Vísir/Viktor Freyr Háskólinn á Akureyri hefur mótað stefnu um ábyrga notkun gervigreindar við skólann. Með stefnunni er viðurkennt að gervigreindin komi til með að vera stór hluti af starfsemi háskólasamfélagsins og vilja þau að hún muni efla starfsemina. Meginregla stefnunnar er að nemendum og starfsfólki sé heimil notkun gervigreindarverkfæra í námi, kennslu, rannsóknum og stjórnsýslu, þar með talin notkun gervigreindarmállíkana líkt og ChatGPT. Þó verði að gæta að meðal annars höfundarrétti, ábyrgri heimildanotkun, siðferðisviðmiðum og akademísku frelsi. Til dæmis má ekki vísa í gervigreind sem heimild og þarf að sannreyna allar upplýsingar sem fást frá henni. Gervigreindin á ekki að koma í stað mannlegrar sköpunar heldur styðja við hana og því er ekki leyfilegt að afrita og skila hráu, lítið breyttu eða óyfirförnu úttaki gervigreindarinnar og kynna það sem eigið verk. Með stefnunni er háskólinn að viðurkenna að gervigreind sé og verði órjúfanlegur þáttur í námi, kennslu, rannsóknum og stjórnsýslu til framtíðar. Þau hyggjast því nota gervigreindina til að efla gæði háskólastarfsins án þess að ganga gegn grundvallargildum þess, svo sem siðareglum skólans. „Þessi þróun er afar hröð og það er rökrétt skref að við rýnum í hlutverk gervigreindar, þau tækifæri sem hún færir okkur, hvernig við getum aukið gæði náms við Háskólann á Akureyri og hvað við þurfum að varast. Við erum afar stolt af því að hafa sett okkur stefnu sem styður við markmið skólans og vera fyrsti íslenski háskóli sem gerir slíkt,“ er haft eftir Áslaugu Ásgeirsdóttur, rektor Háskólans á Akureyri, í tilkynningu frá skólanum. Stefnan, sem háskólaráð HA samþykkti í lok október, samræmist stefnu skólans til ársins 2030 þar sem kveðið er á um að nýta framfarir í tækni og gervigreind til að vera leiðandi í háskólastarfi. Skólinn ætlar sér að vera miðpunktur þekkingar, nýsköpunar og framfara. Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður stóð að HA væri fyrsti skólinn á Íslandi til að samþykkja slíka stefnu en rétt er að Háskólinn á Bifröst samþykkti gervigreindarstefnu í loks ársins 2023. Háskólar Gervigreind Akureyri Skóla- og menntamál Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira
Meginregla stefnunnar er að nemendum og starfsfólki sé heimil notkun gervigreindarverkfæra í námi, kennslu, rannsóknum og stjórnsýslu, þar með talin notkun gervigreindarmállíkana líkt og ChatGPT. Þó verði að gæta að meðal annars höfundarrétti, ábyrgri heimildanotkun, siðferðisviðmiðum og akademísku frelsi. Til dæmis má ekki vísa í gervigreind sem heimild og þarf að sannreyna allar upplýsingar sem fást frá henni. Gervigreindin á ekki að koma í stað mannlegrar sköpunar heldur styðja við hana og því er ekki leyfilegt að afrita og skila hráu, lítið breyttu eða óyfirförnu úttaki gervigreindarinnar og kynna það sem eigið verk. Með stefnunni er háskólinn að viðurkenna að gervigreind sé og verði órjúfanlegur þáttur í námi, kennslu, rannsóknum og stjórnsýslu til framtíðar. Þau hyggjast því nota gervigreindina til að efla gæði háskólastarfsins án þess að ganga gegn grundvallargildum þess, svo sem siðareglum skólans. „Þessi þróun er afar hröð og það er rökrétt skref að við rýnum í hlutverk gervigreindar, þau tækifæri sem hún færir okkur, hvernig við getum aukið gæði náms við Háskólann á Akureyri og hvað við þurfum að varast. Við erum afar stolt af því að hafa sett okkur stefnu sem styður við markmið skólans og vera fyrsti íslenski háskóli sem gerir slíkt,“ er haft eftir Áslaugu Ásgeirsdóttur, rektor Háskólans á Akureyri, í tilkynningu frá skólanum. Stefnan, sem háskólaráð HA samþykkti í lok október, samræmist stefnu skólans til ársins 2030 þar sem kveðið er á um að nýta framfarir í tækni og gervigreind til að vera leiðandi í háskólastarfi. Skólinn ætlar sér að vera miðpunktur þekkingar, nýsköpunar og framfara. Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður stóð að HA væri fyrsti skólinn á Íslandi til að samþykkja slíka stefnu en rétt er að Háskólinn á Bifröst samþykkti gervigreindarstefnu í loks ársins 2023.
Háskólar Gervigreind Akureyri Skóla- og menntamál Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira