Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. nóvember 2025 23:00 Þau Hjördís Garðarsdóttir sérfræðingur hjá Neyðarlínunni og Sigurður Á. Sigurðsson formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segja að nú þurfi vitundarvakningu í samfélaginu gegn ofbeldi gagnvart eldri borgurum. Vísir Nauðsynlegt að er stjórnvöld bregðist við fjölgun ofbeldismála gegn öldruðum að sögn formanns eldri borgara og sérfræðings hjá Neyðarlínunni. Fjöldi ábendinga hafi borist um slík ofbeldismál á síðustu mánuðum. Nauðsynlegt sé að rannsaka málaflokkinn hér á landi og efla vitund um vandann. Í nýrri samantekt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um ofbeldi gegn eldra fólki er vísað í gögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að um einn af hverjum sex sextíu ára og eldri verði fyrir ofbeldi á hverju ári. Þá viðurkenni 75 prósent starfsfólks á stofnunum að hafa beitt ofbeldi. Klippa: Nauðsynlegt að er stjórnvöld bregðist við Ofbeldið getur verið líkamlegt, kynferðislegt, andlegt, fjárhagslegt eða vanræksla. Þá hefur tilkynntum ofbeldisbrotum gegn 67 ára og eldri fjölgað hér á síðustu fimm árum. Alltof margir tilkynna ekki um ofbeldið Hjördís Garðarsdóttir mannauðs- og fræðslufulltrúi Neyðarlínunnar segir að þrátt fyrir að fleiri eldri borgarar tilkynni um ofbeldi en áður vanti mikið upp á að tilkynningarnar séu í takt við raunveruleikann. Úr samantekt lögreglu um ofbeldi gagnvart eldri borgurum.Lögreglan „Það er óhugnanlega stór hópur eldri borgara sem hefur orðið fyrir ofbeldi, sérstaklega í samhengi við tilkynningar sem við erum með. Það er aðeins lítill hluti fólks sem tilkynnir um ofbeldið,“ segir hún. Málin séu líka að verða alvarlegri en áður. Næstalgengasta ástæða kvenmorða í Bretlandi er t.d. að synir myrða mæður sínar, samkvæmt samantekt lögreglu. „Alvarleiki ofbeldis í samfélaginu er að aukast heilt yfir og málin að verða grófari og það á líka við um þennan aldurshóp,“ segir Hjördís. Ofbeldi gagnvart öldruðum er margþætt. Hún segir nauðsynlegt að rannsaka og efla vitund um málaflokkinn. „Ég myndi vilja sjá umfangsmikla rannsókn meðal eldri borgara til að komast að því hversu umfangsmikill vandinn er í raun,“ segir Hördís. Víðtækt ofbeldi Sigurður Á. Sigurðsson formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og varaformaður Landssambands eldri borgara tekur undir þetta. „Ofbeldi gagnvart eldri borgurum er mjög víðtækt og miklu algengara en við töldum það vera,“ segir Sigurður. Sveiflur hafa verið í tilkynntum brotum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Lögreglan Sambandið hélt málþing um ofbeldið fyrir nokkrum vikum. Hann segir að síðan þá hafi margir haft samband við félög eldri borgara um allt land og greint frá ofbeldismálum. „Öll félög hafa fengið frásagnir af ofbeldi gagnvart eldri borgurum frá því við byrjuðum að fjalla um málefnið,“ segir hann. Talið er að um þúsund eldri borgarar verði fyrir ofbeldi hér á landi á hverju ári. Hann kallar eftir vitundarvakningu í málaflokknum. „Nú eru þrjú ráðuneyti sem halda utan um málefni eldri borgara. Það er ákall frá okkur til stjórnvalda um að bretta upp ermar og sameina alla þessa aðila sem eru að vinna að þessum málaflokki. Þá þurfum við að fá umboðsmann eldri borgara eða sérstakan löggæslumann,“ segir hann Lögreglumál Eldri borgarar Heimilisofbeldi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Í nýrri samantekt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um ofbeldi gegn eldra fólki er vísað í gögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að um einn af hverjum sex sextíu ára og eldri verði fyrir ofbeldi á hverju ári. Þá viðurkenni 75 prósent starfsfólks á stofnunum að hafa beitt ofbeldi. Klippa: Nauðsynlegt að er stjórnvöld bregðist við Ofbeldið getur verið líkamlegt, kynferðislegt, andlegt, fjárhagslegt eða vanræksla. Þá hefur tilkynntum ofbeldisbrotum gegn 67 ára og eldri fjölgað hér á síðustu fimm árum. Alltof margir tilkynna ekki um ofbeldið Hjördís Garðarsdóttir mannauðs- og fræðslufulltrúi Neyðarlínunnar segir að þrátt fyrir að fleiri eldri borgarar tilkynni um ofbeldi en áður vanti mikið upp á að tilkynningarnar séu í takt við raunveruleikann. Úr samantekt lögreglu um ofbeldi gagnvart eldri borgurum.Lögreglan „Það er óhugnanlega stór hópur eldri borgara sem hefur orðið fyrir ofbeldi, sérstaklega í samhengi við tilkynningar sem við erum með. Það er aðeins lítill hluti fólks sem tilkynnir um ofbeldið,“ segir hún. Málin séu líka að verða alvarlegri en áður. Næstalgengasta ástæða kvenmorða í Bretlandi er t.d. að synir myrða mæður sínar, samkvæmt samantekt lögreglu. „Alvarleiki ofbeldis í samfélaginu er að aukast heilt yfir og málin að verða grófari og það á líka við um þennan aldurshóp,“ segir Hjördís. Ofbeldi gagnvart öldruðum er margþætt. Hún segir nauðsynlegt að rannsaka og efla vitund um málaflokkinn. „Ég myndi vilja sjá umfangsmikla rannsókn meðal eldri borgara til að komast að því hversu umfangsmikill vandinn er í raun,“ segir Hördís. Víðtækt ofbeldi Sigurður Á. Sigurðsson formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og varaformaður Landssambands eldri borgara tekur undir þetta. „Ofbeldi gagnvart eldri borgurum er mjög víðtækt og miklu algengara en við töldum það vera,“ segir Sigurður. Sveiflur hafa verið í tilkynntum brotum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Lögreglan Sambandið hélt málþing um ofbeldið fyrir nokkrum vikum. Hann segir að síðan þá hafi margir haft samband við félög eldri borgara um allt land og greint frá ofbeldismálum. „Öll félög hafa fengið frásagnir af ofbeldi gagnvart eldri borgurum frá því við byrjuðum að fjalla um málefnið,“ segir hann. Talið er að um þúsund eldri borgarar verði fyrir ofbeldi hér á landi á hverju ári. Hann kallar eftir vitundarvakningu í málaflokknum. „Nú eru þrjú ráðuneyti sem halda utan um málefni eldri borgara. Það er ákall frá okkur til stjórnvalda um að bretta upp ermar og sameina alla þessa aðila sem eru að vinna að þessum málaflokki. Þá þurfum við að fá umboðsmann eldri borgara eða sérstakan löggæslumann,“ segir hann
Lögreglumál Eldri borgarar Heimilisofbeldi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira