Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 15:37 Jóhann Berg Guðmundsson spilar tímamótaleik í Bakú í kvöld. Getty/Rafal Oleksiewicz Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði Íslands í leiknum mikilvæga á móti Aserbaísjan í undankeppni HM í kvöld sem þýðir að hann leikur sinn hundraðasta leik á Neftvi Arena í Bakú. Arnar Gunnlaugsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt og hann gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu á milli leikja. Logi Tómasson, Sævar Atli Magnússon og Daníel Tristan Guðjohnsen byrjuðu allir síðasta leik liðsins, sem var á móti Frökkum í október, en þeir eru ekki í byrjunarliðinu í dag. Sævar Atli meiddist í þeim leik en hinir tveir byrja á bekknum í dag. Jóhann Berg kemur inn í liðið ásamt þeim Andra Lucasi Guðjohnsen og Kristian Nökkva Hlynssyni. Andri Lucas var í banni í Frakkaleiknum en Kristian kom þá inn á sem varamaður fyrir Daníel Tristan og skoraði þá jöfnunarmarkið. Jóhann Berg verður inni á miðjunni með Ísaki Bergmann Jóhannessyni, Hákoni Arnari Haraldssyni og Kristian Nökkva Hlynssyni. Þeir eru allir fæddir annaðhvort árið 2003 eða árið 2004 en Jóhann Berg lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2008 þegar þessir þrír liðsfélagar hans voru enn á leikskóla, fjögurra eða fimm ára gamlir. Fyrsti landsleikur Jóhanns var líka á móti Aserbaídsjan en hann fór fram á Laugardalsvellinum 20. ágúst 2008 en Ólafur Jóhannesson var þá landsliðsþjálfari. Leikurinn endaði 1-1 og var Jóhann Berg í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik. Jóhann lagði upp mark Íslands í leiknum sem Grétar Rafn Steinsson skoraði með skalla eftir aukaspyrnu Jóhanns en það var jöfnunarmarkið í leiknum. Leikurinn í kvöld verður aftur á móti fyrsti A-landsleikur Jóhanns síðan í nóvember 2024 og því um leið fyrsti landsleikur hans fyrir Arnar Gunnalaugsson. Jóhann Berg verður aðeins fimmti leikmaðurinn sem nær að spila hundrað A-landsleiki fyrir karlalandsliðið og átjándi leikmaðurinn til að spila hundrað landsleiki fyrir A-landslið karla eða kvenna. Birkir Bjarnason (113), Aron Einar Gunnarsson (107), Rúnar Kristinsson (104) og Birkir Már Sævarsson (103) hafa einnig spilað hundrað landsleiki fyrir A-landslið karla en hundrað landsleikjakonurnar eru þrettán talsins. Byrjunarliðið á móti Aserbaísjan Elías Rafn Ólafsson - Guðlaugur Victor Pálsson Sverrir Ingi Ingason Daníel Leó Grétarsson Mikael Egill Ellertsson - Jóhann Berg Guðmundsson Ísak Bergmann Jóhannesson Hákon Arnar Haraldsson Kristian Nökkvi Hlynsson - Albert Guðmundsson Andri Lucas Guðjohnsen Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt og hann gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu á milli leikja. Logi Tómasson, Sævar Atli Magnússon og Daníel Tristan Guðjohnsen byrjuðu allir síðasta leik liðsins, sem var á móti Frökkum í október, en þeir eru ekki í byrjunarliðinu í dag. Sævar Atli meiddist í þeim leik en hinir tveir byrja á bekknum í dag. Jóhann Berg kemur inn í liðið ásamt þeim Andra Lucasi Guðjohnsen og Kristian Nökkva Hlynssyni. Andri Lucas var í banni í Frakkaleiknum en Kristian kom þá inn á sem varamaður fyrir Daníel Tristan og skoraði þá jöfnunarmarkið. Jóhann Berg verður inni á miðjunni með Ísaki Bergmann Jóhannessyni, Hákoni Arnari Haraldssyni og Kristian Nökkva Hlynssyni. Þeir eru allir fæddir annaðhvort árið 2003 eða árið 2004 en Jóhann Berg lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2008 þegar þessir þrír liðsfélagar hans voru enn á leikskóla, fjögurra eða fimm ára gamlir. Fyrsti landsleikur Jóhanns var líka á móti Aserbaídsjan en hann fór fram á Laugardalsvellinum 20. ágúst 2008 en Ólafur Jóhannesson var þá landsliðsþjálfari. Leikurinn endaði 1-1 og var Jóhann Berg í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik. Jóhann lagði upp mark Íslands í leiknum sem Grétar Rafn Steinsson skoraði með skalla eftir aukaspyrnu Jóhanns en það var jöfnunarmarkið í leiknum. Leikurinn í kvöld verður aftur á móti fyrsti A-landsleikur Jóhanns síðan í nóvember 2024 og því um leið fyrsti landsleikur hans fyrir Arnar Gunnalaugsson. Jóhann Berg verður aðeins fimmti leikmaðurinn sem nær að spila hundrað A-landsleiki fyrir karlalandsliðið og átjándi leikmaðurinn til að spila hundrað landsleiki fyrir A-landslið karla eða kvenna. Birkir Bjarnason (113), Aron Einar Gunnarsson (107), Rúnar Kristinsson (104) og Birkir Már Sævarsson (103) hafa einnig spilað hundrað landsleiki fyrir A-landslið karla en hundrað landsleikjakonurnar eru þrettán talsins. Byrjunarliðið á móti Aserbaísjan Elías Rafn Ólafsson - Guðlaugur Victor Pálsson Sverrir Ingi Ingason Daníel Leó Grétarsson Mikael Egill Ellertsson - Jóhann Berg Guðmundsson Ísak Bergmann Jóhannesson Hákon Arnar Haraldsson Kristian Nökkvi Hlynsson - Albert Guðmundsson Andri Lucas Guðjohnsen
Byrjunarliðið á móti Aserbaísjan Elías Rafn Ólafsson - Guðlaugur Victor Pálsson Sverrir Ingi Ingason Daníel Leó Grétarsson Mikael Egill Ellertsson - Jóhann Berg Guðmundsson Ísak Bergmann Jóhannesson Hákon Arnar Haraldsson Kristian Nökkvi Hlynsson - Albert Guðmundsson Andri Lucas Guðjohnsen
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira