Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. nóvember 2025 16:03 Eftir lagabreytingu gærdagsins er mun líklegra að þessi hundur fái að búa í fjölbýlishúsi. Vísir/Arnar Dýrahjálp Íslands fagnar lagabreytingu sem gerir gæludýraeigendum kleift að flytja með dýr sín í fjölbýli án þess að þurfa samþykki nágranna sinna í húsinu. Því fylgi oft mikil sorg þegar fólk flytur á milli staða og þarf að skilja dýrin eftir. Frumvarp Ingu Sæland húsnæðis- og félagsmálaráðherra til breytinga á lögum um fjöleignarhús var samþykkt á Alþingi í gær. Nú þarf fólk sem býr í fjöleignarhúsi og deilir stigagangi með öðrum ekki lengur samþykki annarra eigenda fyrir því að halda ketti eða hunda í íbúðum sínum. Framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands segir breytinguna mikið fagnaðarefni. „Við erum bara að vonast til þess að þetta hafi þau áhrif að það muni færri leita til okkar með dýr í neyð. Það er ekkert óalgengt að fólk komi til okkar sem er í vandræðum, einmitt vegna húsnæðismála,“ segir Sonja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Er það þá fólk sem er að flytja í fjölbýli þar sem dýr eru bönnuð eða eitthvað slíkt? „Já, það hefur verið svolítið. Oft líka þegar fólk er að minnka við sig úr sérbýli í blokk, þá hefur ekki verið leyfi til að taka dýrin með sér. Það fylgir því auðvitað þvílík sorg að þurfa að láta dýrin frá sér.“ Sonja er framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Húsfélög munu áfram geta sett reglur um dýrahaldið, en slíkar reglur mega þó ekki ganga svo langt að leggja blátt bann við dýrahaldinu. Þá er heimild fyrir félög að banna stök dýr, ef þau valda verulegum ama, ónæði eða truflunum ef eigendur dýranna bregðast ekki við áminningum og ráða bót á ástandinu. Sonja segir að dýrum í fjölbýli geti alltaf fylgt eitthvað ónæði. „Þetta er skref í rétta átt, þannig að fólk hafi rétt á að taka dýrin sín með. Svo er auðvitað metið í hverju máli fyrir sig hvernig hlutirnir ganga og annað.“ En ábyrgir dýraeigendur ættu þá ekki að vera í neinum vandræðum í fjölbýli núna? „Nei. Þetta eru ekki líka ekki bara hundar, þetta eru líka innikettir sem eru ekki að valda ónæði. En ég geri mér grein fyrir því að það er til fólk með ofnæmi og annað. Það er bara eitthvað sem þarf að tækla líka, út af fyrir sig,“ segir Sonja. Gæludýr Dýr Hundar Kettir Alþingi Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Frumvarp Ingu Sæland húsnæðis- og félagsmálaráðherra til breytinga á lögum um fjöleignarhús var samþykkt á Alþingi í gær. Nú þarf fólk sem býr í fjöleignarhúsi og deilir stigagangi með öðrum ekki lengur samþykki annarra eigenda fyrir því að halda ketti eða hunda í íbúðum sínum. Framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands segir breytinguna mikið fagnaðarefni. „Við erum bara að vonast til þess að þetta hafi þau áhrif að það muni færri leita til okkar með dýr í neyð. Það er ekkert óalgengt að fólk komi til okkar sem er í vandræðum, einmitt vegna húsnæðismála,“ segir Sonja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Er það þá fólk sem er að flytja í fjölbýli þar sem dýr eru bönnuð eða eitthvað slíkt? „Já, það hefur verið svolítið. Oft líka þegar fólk er að minnka við sig úr sérbýli í blokk, þá hefur ekki verið leyfi til að taka dýrin með sér. Það fylgir því auðvitað þvílík sorg að þurfa að láta dýrin frá sér.“ Sonja er framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Húsfélög munu áfram geta sett reglur um dýrahaldið, en slíkar reglur mega þó ekki ganga svo langt að leggja blátt bann við dýrahaldinu. Þá er heimild fyrir félög að banna stök dýr, ef þau valda verulegum ama, ónæði eða truflunum ef eigendur dýranna bregðast ekki við áminningum og ráða bót á ástandinu. Sonja segir að dýrum í fjölbýli geti alltaf fylgt eitthvað ónæði. „Þetta er skref í rétta átt, þannig að fólk hafi rétt á að taka dýrin sín með. Svo er auðvitað metið í hverju máli fyrir sig hvernig hlutirnir ganga og annað.“ En ábyrgir dýraeigendur ættu þá ekki að vera í neinum vandræðum í fjölbýli núna? „Nei. Þetta eru ekki líka ekki bara hundar, þetta eru líka innikettir sem eru ekki að valda ónæði. En ég geri mér grein fyrir því að það er til fólk með ofnæmi og annað. Það er bara eitthvað sem þarf að tækla líka, út af fyrir sig,“ segir Sonja.
Gæludýr Dýr Hundar Kettir Alþingi Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira