Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar 14. nóvember 2025 07:03 Hallmundur Albertsson lögmaður skrifar grein á visir.is undir yfirskriftinni „Þröng Sýn“ þar sem hann gagnrýnir afstöðu Sýnar í ágreiningi við Símann um dreifingarrétt á sjónvarpsefni, einkum enska boltanum. Höfundur lætur hjá líða að geta þess að hann hefur undanfarin ár verið lögmaður Símans í fjölmörgum stjórnsýslu- og dómsmálum gegn Sýn, málum sem hafa snúist um staðfest brot Símans á fjölmiðla- og samkeppnislögum. Greinarhöfundur lætur einnig hjá líða að geta þess grundvallarmunar sem er á þeim ágreiningi sem nú er uppi og þeim aðstæðum sem ríktu þegar Síminn var rétthafi að enska boltanum á árunum 2019-2025. Heimild Sýnar til endursölu Enska boltans fékkst með miklum eftirgangsmunum. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2020 er þessi aðdragandi rakinn. Þar segir skýrt að þegar Síminn hóf að bjóða enska boltann vorið 2019 hafi keppinautar ekki átt kost á að kaupa þjónustuna í heildsölu. Fyrst í kjölfar þess að Samkeppniseftirlitið birti Símanum frummat sumarið 2019 þar sem fram kom að synjun Símans á heildsöluaðgangi bæri einkenni ólögmætrar sölusynjunar hóf Síminn að bjóða heildsölusamninga. Afstaða Símans breyttist því aðeins eftir að Samkeppniseftirlitið hafði komist að frumniðurstöðu um alvarlegt samkeppnislagabrot. Í núverandi deilu er staðan gjörólík. Samkeppniseftirlitið hefur þegar vísað frá kröfu Símans um bráðabirgðaákvörðun. Orðrétt sagði um þetta í bréfi Samkeppniseftirlitsins dags. 3. júlí 2025 […er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki liggi fyrir formleg synjun Sýnar um heildsölu og afhendingu útsendinga Enska boltans til Símans, ólíkt fyrri samkeppnismálum og stjórnsýsluframkvæmd eins og t.d. í máli vegna synjunar Símans gagnvart Nova árið 2023.” Engin sölusynjun á sér stað af hálfu Sýnar. Þvert á móti hefur Sýn boðið Símanum og öllum öðrum fjarskiptafyrirtækjum að endurselja ekki aðeins enska boltann, heldur allt sitt sjónvarpsefni, bæði línulegt og ólínulegt. Ætlunin var að dreifingin færi fram með tæknilega hlutlausri og nútímalegri lausn, þ.e. um app sem allir þekkja, hafa aðgang að og virkar á hvaða nettengingu sem er. Nova gekk að tilboðinu en Síminn ekki. Með þessu telur Sýn sig uppfylla að fullu skilyrði 1. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga um að veita fjarskiptafyrirtækjum rétt til að flytja sjónvarpsútsendingar „á stafrænu fjarskiptaneti sínu“. Internetið er sannarlega stafrænt fjarskiptanet, sem rösklega 99% landsmanna hafa aðgang að. Fjarskiptastofa féllst ekki á þetta sjónarmið og líkur standa til að málið verði að endingu útkljáð fyrir dómstólum. Krafa Símans snýst því ekki um að fá aðgang efninu, heldur um að þvinga Sýn til að viðhalda og styðja við lokað dreifikerfi Símans (IPTV), markaðsráðandi keppinauts, á kostnað nýsköpunar og framþróunar. Dæmi svo hver fyrir sig um víðsýni þeirrar háttsemi. Höfundur er lögmaður og aðallögfræðingur Sýnar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sýn Fjölmiðlar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Hallmundur Albertsson lögmaður skrifar grein á visir.is undir yfirskriftinni „Þröng Sýn“ þar sem hann gagnrýnir afstöðu Sýnar í ágreiningi við Símann um dreifingarrétt á sjónvarpsefni, einkum enska boltanum. Höfundur lætur hjá líða að geta þess að hann hefur undanfarin ár verið lögmaður Símans í fjölmörgum stjórnsýslu- og dómsmálum gegn Sýn, málum sem hafa snúist um staðfest brot Símans á fjölmiðla- og samkeppnislögum. Greinarhöfundur lætur einnig hjá líða að geta þess grundvallarmunar sem er á þeim ágreiningi sem nú er uppi og þeim aðstæðum sem ríktu þegar Síminn var rétthafi að enska boltanum á árunum 2019-2025. Heimild Sýnar til endursölu Enska boltans fékkst með miklum eftirgangsmunum. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2020 er þessi aðdragandi rakinn. Þar segir skýrt að þegar Síminn hóf að bjóða enska boltann vorið 2019 hafi keppinautar ekki átt kost á að kaupa þjónustuna í heildsölu. Fyrst í kjölfar þess að Samkeppniseftirlitið birti Símanum frummat sumarið 2019 þar sem fram kom að synjun Símans á heildsöluaðgangi bæri einkenni ólögmætrar sölusynjunar hóf Síminn að bjóða heildsölusamninga. Afstaða Símans breyttist því aðeins eftir að Samkeppniseftirlitið hafði komist að frumniðurstöðu um alvarlegt samkeppnislagabrot. Í núverandi deilu er staðan gjörólík. Samkeppniseftirlitið hefur þegar vísað frá kröfu Símans um bráðabirgðaákvörðun. Orðrétt sagði um þetta í bréfi Samkeppniseftirlitsins dags. 3. júlí 2025 […er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki liggi fyrir formleg synjun Sýnar um heildsölu og afhendingu útsendinga Enska boltans til Símans, ólíkt fyrri samkeppnismálum og stjórnsýsluframkvæmd eins og t.d. í máli vegna synjunar Símans gagnvart Nova árið 2023.” Engin sölusynjun á sér stað af hálfu Sýnar. Þvert á móti hefur Sýn boðið Símanum og öllum öðrum fjarskiptafyrirtækjum að endurselja ekki aðeins enska boltann, heldur allt sitt sjónvarpsefni, bæði línulegt og ólínulegt. Ætlunin var að dreifingin færi fram með tæknilega hlutlausri og nútímalegri lausn, þ.e. um app sem allir þekkja, hafa aðgang að og virkar á hvaða nettengingu sem er. Nova gekk að tilboðinu en Síminn ekki. Með þessu telur Sýn sig uppfylla að fullu skilyrði 1. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga um að veita fjarskiptafyrirtækjum rétt til að flytja sjónvarpsútsendingar „á stafrænu fjarskiptaneti sínu“. Internetið er sannarlega stafrænt fjarskiptanet, sem rösklega 99% landsmanna hafa aðgang að. Fjarskiptastofa féllst ekki á þetta sjónarmið og líkur standa til að málið verði að endingu útkljáð fyrir dómstólum. Krafa Símans snýst því ekki um að fá aðgang efninu, heldur um að þvinga Sýn til að viðhalda og styðja við lokað dreifikerfi Símans (IPTV), markaðsráðandi keppinauts, á kostnað nýsköpunar og framþróunar. Dæmi svo hver fyrir sig um víðsýni þeirrar háttsemi. Höfundur er lögmaður og aðallögfræðingur Sýnar hf.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun