Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2025 23:13 Cristiano Ronaldo gekk rakleitt til Heimis Hallgrímssonar eftir rauða spjaldið en endaði á að taka í spaðann á honum. Samsett/Getty Heimir Hallgrímsson stýrði Írum til eins fræknasta sigurs í sögu írskrar knattspyrnu í kvöld, með 2-0 sigri gegn Portúgals, og tókst um leið að reita stórstjörnuna Cristiano Ronaldo til reiði. Heimir sagði rauða spjaldið sem Ronaldo fékk fyllilega verðskuldað. BBC bendir á að margir hafi kallað eftir því að Heimir yrði rekinn eftir tapið gegn Armeníu í haust. Í kvöld hafi hann hins vegar með snilli sinni skilað sögulegum sigri og eigi allt hrós skilið. Þetta er eina tap Portúgals í undankeppninni til þessa og það verður að teljast líklegt að félagar Ronaldos klári dæmið á sunnudaginn, og tryggi Portúgal sæti á HM. Írarnir hans Heimis þurfa hins vegar að vinna Ungverjaland á útivelli til að tryggja sér 2. sæti, til að komast í HM-umspilið sem Ísland ætlar sér einnig í. Troy Parrott skoraði bæði mörk Íra í kvöld og var staðan 2-0 þegar Ronaldo fékk rauða spjaldið eftir klukkutíma leik, fyrir olnbogaskot þegar boltinn var hvergi nálægt. Hann fór þá beint til Heimis og lét vel valin orð falla. Atvikið má sjá hér að neðan. „Hann missti svolítið einbeitinguna og kannski áttu stuðningsmennirnir sinn þátt í því,“ sagði Heimir við RTE eftir leik, um rauða spjaldið sem Ronaldo fékk. En hvað sagði Portúgalinn við hann? Heimir sagði það hafa snúist um þau orð Heimis á blaðamannafundi, að Ronaldo hefði haft mikil áhrif á dómarann þegar liðin mættust í Lissabon í síðasta mánuði. Ronaldo hafði sagt í gær að það væri sniðugt hjá Heimi að reyna að hafa áhrif á dómarann í kvöld með þessum orðum. „Hann sagði þetta við mig þegar hann var að labba út af, að það hefði verið sniðugt og kenndi dómaranum eða einhverjum um. En þetta var bara hans kjánaskapur að ráðast á okkar leikmann,“ sagði Heimir. „Ekki Heimi Hallgrímssyni að kenna“ Shay Given, fyrrverandi landsliðsmarkverði Írlands og sérfræðingi RTE, fannst lítil reisn yfir því hjá Ronaldo að strunsa til Heimis og agnúast út í Íslendinginn eftir rauða spjaldið. „Það er ekki Heimi Hallgrímssyni að kenna að Cristiano Ronaldo var rekinn af velli. Þetta var dapurt hjá Ronaldo,“ sagði Given. Um er að ræða fyrsta rauða spjaldið sem Ronaldo fær, í 226 landsleikjum fyrir Portúgal. Hann missir af leiknum við Armeníu á sunnudag og gæti mögulega misst af fleiri leikjum vegna brots síns. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
BBC bendir á að margir hafi kallað eftir því að Heimir yrði rekinn eftir tapið gegn Armeníu í haust. Í kvöld hafi hann hins vegar með snilli sinni skilað sögulegum sigri og eigi allt hrós skilið. Þetta er eina tap Portúgals í undankeppninni til þessa og það verður að teljast líklegt að félagar Ronaldos klári dæmið á sunnudaginn, og tryggi Portúgal sæti á HM. Írarnir hans Heimis þurfa hins vegar að vinna Ungverjaland á útivelli til að tryggja sér 2. sæti, til að komast í HM-umspilið sem Ísland ætlar sér einnig í. Troy Parrott skoraði bæði mörk Íra í kvöld og var staðan 2-0 þegar Ronaldo fékk rauða spjaldið eftir klukkutíma leik, fyrir olnbogaskot þegar boltinn var hvergi nálægt. Hann fór þá beint til Heimis og lét vel valin orð falla. Atvikið má sjá hér að neðan. „Hann missti svolítið einbeitinguna og kannski áttu stuðningsmennirnir sinn þátt í því,“ sagði Heimir við RTE eftir leik, um rauða spjaldið sem Ronaldo fékk. En hvað sagði Portúgalinn við hann? Heimir sagði það hafa snúist um þau orð Heimis á blaðamannafundi, að Ronaldo hefði haft mikil áhrif á dómarann þegar liðin mættust í Lissabon í síðasta mánuði. Ronaldo hafði sagt í gær að það væri sniðugt hjá Heimi að reyna að hafa áhrif á dómarann í kvöld með þessum orðum. „Hann sagði þetta við mig þegar hann var að labba út af, að það hefði verið sniðugt og kenndi dómaranum eða einhverjum um. En þetta var bara hans kjánaskapur að ráðast á okkar leikmann,“ sagði Heimir. „Ekki Heimi Hallgrímssyni að kenna“ Shay Given, fyrrverandi landsliðsmarkverði Írlands og sérfræðingi RTE, fannst lítil reisn yfir því hjá Ronaldo að strunsa til Heimis og agnúast út í Íslendinginn eftir rauða spjaldið. „Það er ekki Heimi Hallgrímssyni að kenna að Cristiano Ronaldo var rekinn af velli. Þetta var dapurt hjá Ronaldo,“ sagði Given. Um er að ræða fyrsta rauða spjaldið sem Ronaldo fær, í 226 landsleikjum fyrir Portúgal. Hann missir af leiknum við Armeníu á sunnudag og gæti mögulega misst af fleiri leikjum vegna brots síns.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira