Hvernig umspil færi Ísland í? Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2025 08:02 Albert Guðmundsson og félagar eiga afar erfitt verkefni fyrir höndum í Varsjá en ætla sér í HM-umspilið. Getty/Aziz Karimov Ísland mætir Ítalíu á Laugardalsvelli, þann 31. mars, í hreinum úrslitaleik um hvort liðanna verður með á HM í fótbolta næsta sumar, eftir sigurinn gegn Tékkum í Prag fimm dögum áður. Nei, þetta er reyndar ekki alveg rétt. En þetta er ein mögulegra sviðsmynda fari svo að strákarnir okkar nái að forðast tap gegn Úkraínu á morgun klukkan 17, í einvígi liðanna um að komast í HM-umspilið. Það verður svo sannarlega mikið í húfi í Varsjá og þangað er íslenska liðið mætt eftir 2-0 sigurinn gegn Aserum á fimmtudag. Eins og margoft hefur komið fram þarf Ísland jafntefli eða sigur gegn Úkraínu til að ná 2. sæti D-riðils. Þá kemst liðið í umspil um sæti á HM og þarf að vinna tvo andstæðinga í lok mars til að komast á sjálft heimsmeistaramótið, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Leiðin á HM er sem sagt löng, jafnvel þó að allt gengi upp á morgun. Tvö dæmi um mögulega leið Íslands í umspili: Dæmi 1: Undanúrslit: Tékkland – Ísland Úrslit: Ítalía – Ísland Dæmi 2: Undanúrslit: Albanía – Ísland Úrslit: Ísland - Svíþjóð Dregið verður í umspilið næsta fimmtudag. Þar verða 16 lið (liðin 12 sem enda í 2. sæti riðlanna í undankeppninni auk fjögurra liða sem unnu sinn riðil á síðustu leiktíð Þjóðadeildarinnar), sem búið verður að skipta í fjóra styrkleikaflokka, og þau dragast svo í fjögur aðskilin fjögurra liða umspil. Sigurvegari hverrar umspilsleiðar kemst svo á HM. Útileikur í undanúrslitum en dregið um völl í úrslitaleik Sterkustu liðin fá heimaleik í undanúrslitum umspilsins en það verður dregið um það hvaða lið spila á heimavelli í úrslitum hvers umspils. Heppni getur því ráðið talsvert miklu um möguleikann á að komast á HM. Raðað verður í styrkleikaflokka út frá næsta heimslista FIFA (nema hvað liðin fjögur sem komast í umspilið vegna árangurs úr Þjóðadeild fara öll í 4. flokk) en ætla má að Ísland yrði í 3. flokki. Það þýðir að liðið myndi fyrst fá andstæðing úr 2. flokki og neyðast til að spila þann leik á útivelli. Sigurinn gegn Aserum á fimmtudaginn gaf Íslandi von um að komast í HM-umspilið.KSÍ Ef Ísland næði að vinna þennan mótherja á útivelli (mögulega yrði það Skotland, Tékkland, Slóvakía eða Albanía) myndi svo taka við úrslitaleikur, annað hvort á Laugardalsvelli eða útivelli, gegn liði á borð við til dæmis Ítalíu, Tyrkland, Pólland eða Svíþjóð. Veðbankar reikna með að það verði Úkraína sem kemst úr riðli Íslands í umspilið en ef við skiptum Úkraínu út og setjum Ísland í staðinn þá er mögulegt að styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn næsta fimmtudag líti svona út: Flokkur 1: Ítalía, Tyrkland, Pólland, Ungverjaland Flokkur 2: Skotland, Tékkland, Slóvakía, Albanía Flokkur 3: Norður-Makedónía, Ísland, Kósovó, Bosnía Flokkur 4: Wales, Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Írland Það skýrist þó ekki endanlega fyrr en eftir helgi þegar keppni í undanriðlunum lýkur. Ljóst í desember í hvaða riðli umspilslið verða á HM Þess má svo geta að það verður dregið í riðla fyrir HM í Washington þann 5. desember, eða löngu áður en umspilið fer fram í lok mars. Þetta þýðir að liðin í umspilinu, vonandi Ísland þar á meðal, munu strax 5. desember vita í hvaða riðli þau myndu enda á HM kæmust þau þangað, og þá hvar yrði leikið. Í stað eiginlegs liðs verður sem sagt hver „umspilsleið“ dregin í riðil. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Nei, þetta er reyndar ekki alveg rétt. En þetta er ein mögulegra sviðsmynda fari svo að strákarnir okkar nái að forðast tap gegn Úkraínu á morgun klukkan 17, í einvígi liðanna um að komast í HM-umspilið. Það verður svo sannarlega mikið í húfi í Varsjá og þangað er íslenska liðið mætt eftir 2-0 sigurinn gegn Aserum á fimmtudag. Eins og margoft hefur komið fram þarf Ísland jafntefli eða sigur gegn Úkraínu til að ná 2. sæti D-riðils. Þá kemst liðið í umspil um sæti á HM og þarf að vinna tvo andstæðinga í lok mars til að komast á sjálft heimsmeistaramótið, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Leiðin á HM er sem sagt löng, jafnvel þó að allt gengi upp á morgun. Tvö dæmi um mögulega leið Íslands í umspili: Dæmi 1: Undanúrslit: Tékkland – Ísland Úrslit: Ítalía – Ísland Dæmi 2: Undanúrslit: Albanía – Ísland Úrslit: Ísland - Svíþjóð Dregið verður í umspilið næsta fimmtudag. Þar verða 16 lið (liðin 12 sem enda í 2. sæti riðlanna í undankeppninni auk fjögurra liða sem unnu sinn riðil á síðustu leiktíð Þjóðadeildarinnar), sem búið verður að skipta í fjóra styrkleikaflokka, og þau dragast svo í fjögur aðskilin fjögurra liða umspil. Sigurvegari hverrar umspilsleiðar kemst svo á HM. Útileikur í undanúrslitum en dregið um völl í úrslitaleik Sterkustu liðin fá heimaleik í undanúrslitum umspilsins en það verður dregið um það hvaða lið spila á heimavelli í úrslitum hvers umspils. Heppni getur því ráðið talsvert miklu um möguleikann á að komast á HM. Raðað verður í styrkleikaflokka út frá næsta heimslista FIFA (nema hvað liðin fjögur sem komast í umspilið vegna árangurs úr Þjóðadeild fara öll í 4. flokk) en ætla má að Ísland yrði í 3. flokki. Það þýðir að liðið myndi fyrst fá andstæðing úr 2. flokki og neyðast til að spila þann leik á útivelli. Sigurinn gegn Aserum á fimmtudaginn gaf Íslandi von um að komast í HM-umspilið.KSÍ Ef Ísland næði að vinna þennan mótherja á útivelli (mögulega yrði það Skotland, Tékkland, Slóvakía eða Albanía) myndi svo taka við úrslitaleikur, annað hvort á Laugardalsvelli eða útivelli, gegn liði á borð við til dæmis Ítalíu, Tyrkland, Pólland eða Svíþjóð. Veðbankar reikna með að það verði Úkraína sem kemst úr riðli Íslands í umspilið en ef við skiptum Úkraínu út og setjum Ísland í staðinn þá er mögulegt að styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn næsta fimmtudag líti svona út: Flokkur 1: Ítalía, Tyrkland, Pólland, Ungverjaland Flokkur 2: Skotland, Tékkland, Slóvakía, Albanía Flokkur 3: Norður-Makedónía, Ísland, Kósovó, Bosnía Flokkur 4: Wales, Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Írland Það skýrist þó ekki endanlega fyrr en eftir helgi þegar keppni í undanriðlunum lýkur. Ljóst í desember í hvaða riðli umspilslið verða á HM Þess má svo geta að það verður dregið í riðla fyrir HM í Washington þann 5. desember, eða löngu áður en umspilið fer fram í lok mars. Þetta þýðir að liðin í umspilinu, vonandi Ísland þar á meðal, munu strax 5. desember vita í hvaða riðli þau myndu enda á HM kæmust þau þangað, og þá hvar yrði leikið. Í stað eiginlegs liðs verður sem sagt hver „umspilsleið“ dregin í riðil.
Tvö dæmi um mögulega leið Íslands í umspili: Dæmi 1: Undanúrslit: Tékkland – Ísland Úrslit: Ítalía – Ísland Dæmi 2: Undanúrslit: Albanía – Ísland Úrslit: Ísland - Svíþjóð
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira