Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2025 12:03 Simon Kjær og fleiri þustu að Christian Eriksen eftir að hann féll allt í einu líflaus í grasið, í leik gegn Finnlandi á Parken, á EM 2021. Getty/ Martin Meissner Þegar Christian Eriksen fór í hjartastopp og féll í grasið, í fyrsta leik Danmerkur á EM í fótbolta sumarið 2021, var liðsfélagi hans Simon Kjær einn þeirra sem komu fyrst að honum. Eriksen lifði af en atvikið hafði vitaskuld mikil áhrif á Kjær. Kjær ræddi um þetta í viðtali við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport og sagði að leikurinn hefði orðið sinn síðasti ef Eriksen hefði dáið. Kjær lék hins vegar fótbolta áfram til ársins 2024, bæði með danska landsliðinu og AC Milan, áður en hann lagði skóna á hilluna. Kjær hughreysti meðal annars konu Eriksens á meðan að sjúkraflutningamenn björguðu lífi hans en var á sama tíma sjálfur í miklu áfalli. „Það breyttist allt. Ef Christian hefði ekki lifað af þá hefði ég ekki spilað aftur fótbolta. Ég skildi þarna að fótbolti er fótbolti, og lífið er lífið. Fótbolti er vinna og ástríða. Lífið er eitthvað annað,“ sagði Kjær. Leið furðulega þegar sjúkrabíll kom á leik sonarins „Ég hugsa ekki til baka en fyrir nokkrum dögum gerðist dálítið. Ég var á leik hjá syni mínum og þar fótbrotnaði strákur, og þá kom sjúkrabíll inn á völlinn. Þá leið mér furðulega en á meðan að það er í lagi með Christian þá er í lagi með mig,“ sagði Kjær. Eriksen fékk ígræddan bjargráð og hefur getað haldið áfram að spila, þó að hann hafi ekki mátt spila áfram á Ítalíu vegna reglna þar í landi. Hann lék með Brentford, Manchester United og svo Wolfsburg, og er áfram leikmaður danska landsliðsins sem á fína möguleika á að komast beint á HM á næstu dögum. Simon Kjær er hættur að spila en Christian Eriksen er enn að og gæti farið með Danmörku á HM á næsta ári.Getty/Laurence Griffiths Kjær er hins vegar hættur að spila og situr nú í stjórn FC Midtjylland, félags Elíasar Rafns Ólafssonar landsliðsmarkvarðar. Áfallið á Parken 2021 mun eflaust alltaf fylgja honum. „Það hefur verið útskýrt fyrir mér að maður muni ekki allt sem á sér stað þegar maður lendir í svona áfalli. Við vorum 40 manneskjur þarna á vellinum og við munum öll þennan tíma saman. Núna veit ég ekki hvað eru mínar minningar og hvað ekki,“ sagði Kjær. Fótbolti Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Kjær ræddi um þetta í viðtali við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport og sagði að leikurinn hefði orðið sinn síðasti ef Eriksen hefði dáið. Kjær lék hins vegar fótbolta áfram til ársins 2024, bæði með danska landsliðinu og AC Milan, áður en hann lagði skóna á hilluna. Kjær hughreysti meðal annars konu Eriksens á meðan að sjúkraflutningamenn björguðu lífi hans en var á sama tíma sjálfur í miklu áfalli. „Það breyttist allt. Ef Christian hefði ekki lifað af þá hefði ég ekki spilað aftur fótbolta. Ég skildi þarna að fótbolti er fótbolti, og lífið er lífið. Fótbolti er vinna og ástríða. Lífið er eitthvað annað,“ sagði Kjær. Leið furðulega þegar sjúkrabíll kom á leik sonarins „Ég hugsa ekki til baka en fyrir nokkrum dögum gerðist dálítið. Ég var á leik hjá syni mínum og þar fótbrotnaði strákur, og þá kom sjúkrabíll inn á völlinn. Þá leið mér furðulega en á meðan að það er í lagi með Christian þá er í lagi með mig,“ sagði Kjær. Eriksen fékk ígræddan bjargráð og hefur getað haldið áfram að spila, þó að hann hafi ekki mátt spila áfram á Ítalíu vegna reglna þar í landi. Hann lék með Brentford, Manchester United og svo Wolfsburg, og er áfram leikmaður danska landsliðsins sem á fína möguleika á að komast beint á HM á næstu dögum. Simon Kjær er hættur að spila en Christian Eriksen er enn að og gæti farið með Danmörku á HM á næsta ári.Getty/Laurence Griffiths Kjær er hins vegar hættur að spila og situr nú í stjórn FC Midtjylland, félags Elíasar Rafns Ólafssonar landsliðsmarkvarðar. Áfallið á Parken 2021 mun eflaust alltaf fylgja honum. „Það hefur verið útskýrt fyrir mér að maður muni ekki allt sem á sér stað þegar maður lendir í svona áfalli. Við vorum 40 manneskjur þarna á vellinum og við munum öll þennan tíma saman. Núna veit ég ekki hvað eru mínar minningar og hvað ekki,“ sagði Kjær.
Fótbolti Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira