Fótbolti

Tólfan boðar til partýs í Var­sjá

Sindri Sverrisson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson fær vonandi ástæðu til að fagna svona með Tólfunni á morgun.
Hákon Arnar Haraldsson fær vonandi ástæðu til að fagna svona með Tólfunni á morgun. vísir/Anton

Meðlimir Tólfunnar, stuðningssveitar íslensku fótboltalandsliðanna, mættu til Varsjár í nótt og ætla að láta í sér heyra á úrslitaleik Íslands og Úkraínu á morgun um sæti í HM-umspilinu.

Ísland þarf jafntefli eða sigur á morgun gegn sterku liði Úkraínu til þess að komast í HM-umspilið sem fram fer í lok mars. Úkraínumenn ætla sér að sama skapi sigur því þá komast þeir í umspilið.

Tólfan hefur boðað til partýs fyrir íslenska stuðningsmenn í Varsjá á morgun, á Królewski veitingastaðnum, fjórum tímum fyrir leik.

Fulltrúar Tólfunnar flugu beint til pólsku höfuðborgarinnar í nótt og samkvæmt upplýsingum frá KSÍ er búist við að um 200 Íslendingar verði á vellinum á morgun. Þeir meðlimir Tólfunnar sem ekki fóru til Póllands ætla að vanda að hittast á Ölveri á morgun.

Tólfan lætur sig ekki vanta þegar íslenska landsliðið þarf stuðning.vísir/Anton

Leikur Úkraínu og Íslands hefst klukkan 17 á morgun og er í beinni útsendingu á Sýn Sport.

Blaðamannafundur Íslands, þar sem Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari situr fyrir svörum ásamt leikmanni, hefst klukkan 16:15 í dag og verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×