Fótbolti

Leiðin á HM: Sögu­legar sættir í Var­sjá

Valur Páll Eiríksson skrifar
Kjartan Henry, Valur Páll og Gummi Ben fóru yfir sviðið í Varsjá.
Kjartan Henry, Valur Páll og Gummi Ben fóru yfir sviðið í Varsjá. Vísir/Sigurður Már

Leiðin á HM heldur áfram í Varsjá þar sem Ísland spilar hreinan úrslitaleik við Úkraínu um umspilssæti á HM 2026 á morgun. Pólskur landsliðsmarkvörður og fyrrum þjálfari Kjartans Henry koma við sögu.

Þeir Valur Páll Eiríksson, Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason halda áfram leiðinni á HM og voru samankomnir í kuldanum á vellinum í Varsjá.

Kjartan Henry rakst á fyrrum stjóra sinn, sem nú þjálfar úkraínska liðið, en þeir áttu ekkert sérlega gott skap saman í Ungverjalandi þar sem Kjartan entist skammt.

Klippa: Leiðin á HM #8 - Sögulegar sættir í Varsjá

Þáttinn má sjá í spilaranum.

Ísland og Úkraína mætast klukkan 17:00 á morgun. Leikurinn verður sýndur í opinni dagskrá á Sýn Sport.


Tengdar fréttir

Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“

Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í Varsjá í dag, í beinni útsendingu á Vísi, fyrir úrslitaleikinn við Úkraínu um sæti í HM-umspilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×