„Það verða breytingar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. nóvember 2025 10:30 Arnar Gunnlaugsson og hans menn eru einum afar erfiðum leik frá því að komast í HM-umspilið. Getty/Ramsey Cardy „Við vitum hvað bíður okkar. Við vitum hvað við þurfum að gera,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, fyrir leik karlaliðs Íslands í fótbolta við Úkraínu í Varsjá í dag. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í umspili HM. „Það er stutt frá síðasta leik. Sem betur fer kláruðum við það með sæmd. Ég held að allir séu spenntir bæði heima og hér úti, að klára þetta verkefni,“ segir Arnar. Klippa: Arnar í Póllandi: Það verða breytingar Ísland vann Aserbaísjan 2-0 í Bakú á fimmtudagskvöldið var. Liðið hefur því haft skamman tíma til undirbúnings og endurheimtar fyrir leikinn mikilvæga í dag. „Sumir eru lemstraðri en áður. Við gátum sinnt endurheimt í Bakú eftir leikinn þar sem við lögðum ekki af stað fyrr en eftir hádegið. Undirbúningurinn hefur verið eins góður og hann verður undir svona álagi. En það gildir það sama fyrir Úkraínumenn. Ég held að bæði lið séu undir sama hatt,“ segir Arnar sem segir alla leikmenn klára í slaginn. „Ég held að fyrir svona leik fari adrenalínið með menn ansi langt og allir eru klárir.“ Hann kveðst ætla að gera breytingar á byrjunarliði Íslands í dag. „Það verða breytingar. Fleiri en ein og fleiri en tvær. Við viljum spila öðruvísi en á móti Aserbaísjan. Ég treysti hópnum fullkomnlega til að klára þetta verkefni. Það verður mikil dramatík í 90 mínútur. Við þurfum bæði þá sem byrja leikinn og hina til að koma inn á loka leiknum. Allir þurfa að vera klárir en það verða breytingar einungis til þess gerðar að klára leikinn,“ segir Arnar. Erfitt var fyrir hann að opinbera byrjunarliðið á fundi liðsins í gær. „Maður man það sem leikmaður að spila stóra leiki, mér leið illa á fundinum áðan þegar ég var að kynna byrjunarliðið. Maður vorkennir leikmönnum sem eru að detta út úr liðinu frá því í Bakú. En skilaboðin eru þau að við þurfum alltaf að standa saman, sýna góða samstöðu. Enginn má fara í fýlu og við þurfum að skilja egóið eftir, einungis til að ná þessu markmiði okkar sem er draumurinn um að komast á HM,“ segir Arnar. Ísland er með betri markatölu en Úkraína og eru liðin tvö jöfn að stigum eftir tap Úkraínu í París á fimmtudag. Er hættuleg staða að duga stig? Að menn verji fremur stigið en að þeir sæki til sigurs? „Það er betra að duga jafntefli. En þetta fer eftir hugarfarinu og skilaboðunum sem þú sendir til strákanna. Við ætlum ekki að reyna að breyta okkar leik og nálgun. Þetta verður vonandi svipað og á móti Frökkum. Við erum markahæstir í riðlinum ásamt Frökkum. Það eru mörk í þessu liði sem veit á gott. Varnarleikurinn þarf að vera sterkur en skilaboðin eru að við megum ekki liggja í vörn í 90 mínútur. Við þurfum að sýna tennurnar en vera skynsamir,“ segir Arnar. Leikur Íslands og Úkraínu er klukkan 17:00 í dag og verður sýndur beint, í opinni dagskrá, á Sýn Sport. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
„Það er stutt frá síðasta leik. Sem betur fer kláruðum við það með sæmd. Ég held að allir séu spenntir bæði heima og hér úti, að klára þetta verkefni,“ segir Arnar. Klippa: Arnar í Póllandi: Það verða breytingar Ísland vann Aserbaísjan 2-0 í Bakú á fimmtudagskvöldið var. Liðið hefur því haft skamman tíma til undirbúnings og endurheimtar fyrir leikinn mikilvæga í dag. „Sumir eru lemstraðri en áður. Við gátum sinnt endurheimt í Bakú eftir leikinn þar sem við lögðum ekki af stað fyrr en eftir hádegið. Undirbúningurinn hefur verið eins góður og hann verður undir svona álagi. En það gildir það sama fyrir Úkraínumenn. Ég held að bæði lið séu undir sama hatt,“ segir Arnar sem segir alla leikmenn klára í slaginn. „Ég held að fyrir svona leik fari adrenalínið með menn ansi langt og allir eru klárir.“ Hann kveðst ætla að gera breytingar á byrjunarliði Íslands í dag. „Það verða breytingar. Fleiri en ein og fleiri en tvær. Við viljum spila öðruvísi en á móti Aserbaísjan. Ég treysti hópnum fullkomnlega til að klára þetta verkefni. Það verður mikil dramatík í 90 mínútur. Við þurfum bæði þá sem byrja leikinn og hina til að koma inn á loka leiknum. Allir þurfa að vera klárir en það verða breytingar einungis til þess gerðar að klára leikinn,“ segir Arnar. Erfitt var fyrir hann að opinbera byrjunarliðið á fundi liðsins í gær. „Maður man það sem leikmaður að spila stóra leiki, mér leið illa á fundinum áðan þegar ég var að kynna byrjunarliðið. Maður vorkennir leikmönnum sem eru að detta út úr liðinu frá því í Bakú. En skilaboðin eru þau að við þurfum alltaf að standa saman, sýna góða samstöðu. Enginn má fara í fýlu og við þurfum að skilja egóið eftir, einungis til að ná þessu markmiði okkar sem er draumurinn um að komast á HM,“ segir Arnar. Ísland er með betri markatölu en Úkraína og eru liðin tvö jöfn að stigum eftir tap Úkraínu í París á fimmtudag. Er hættuleg staða að duga stig? Að menn verji fremur stigið en að þeir sæki til sigurs? „Það er betra að duga jafntefli. En þetta fer eftir hugarfarinu og skilaboðunum sem þú sendir til strákanna. Við ætlum ekki að reyna að breyta okkar leik og nálgun. Þetta verður vonandi svipað og á móti Frökkum. Við erum markahæstir í riðlinum ásamt Frökkum. Það eru mörk í þessu liði sem veit á gott. Varnarleikurinn þarf að vera sterkur en skilaboðin eru að við megum ekki liggja í vörn í 90 mínútur. Við þurfum að sýna tennurnar en vera skynsamir,“ segir Arnar. Leikur Íslands og Úkraínu er klukkan 17:00 í dag og verður sýndur beint, í opinni dagskrá, á Sýn Sport.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira