Fótbolti

Ó­vænt lið Ís­lands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn

Sindri Sverrisson skrifar
Brynjólfur Willumsson í baráttunni við Asera.
Brynjólfur Willumsson í baráttunni við Asera. Getty

Arnar Gunnlaugsson var búinn að lofa breytingum á byrjunarliði karlalandsliðs Íslands í fótbolta, fyrir stórleikinn við Úkraínu í dag, og nú hefur liðið verið birt.

Ísland og Úkraína mætast í Varsjá klukkan 17, í úrslitaleik um sæti í HM-umspilinu.

Arnar gerir þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands frá 2-0 sigrinum gegn Aserum á fimmtudaginn.

Brynjólfur Willumsson fær risastórt verkefni í sínum fyrsta mótsleik í byrjunarliði, eftir að hafa komið inná sem varamaður í fjórum leikja Íslands í undankeppninni til þessa.

Hörður Björgvin Magnússon kemur inn í vörnina og spilar sinn fyrsta mótsleik frá því árið 2023, eða frá því áður en hann sleit krossband í hné.

Jón Dagur Þorsteinsson snýr einnig aftur í byrjunarliðið. Jóhann Berg Guðmundsson, Kristian Nökkvi Hlynsson og Daníel Leó Grétarsson eru hins vegar á bekknum.

Byrjunarlið Íslands:

  • Elías Rafn Ólafsson
  • Guðlaugur Victor Pálsson
  • Sverrir Ingi Ingason
  • Hörður Björgvin Magnússon
  • Mikael Egill Ellertsson
  • Ísak Bergmann Jóhannesson
  • Hákon Arnar Haraldsson
  • Brynjólfur Willumsson
  • Jón Dagur Þorsteinsson
  • Albert Guðmundsson
  • Andri Lucas Guðjohnsen



Fleiri fréttir

Sjá meira


×