Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 11:01 Islam Makhachev fagnar sigrinum í Madison Square Garden með beltin sín tvö. Getty/Cooper Neill Islam Makhachev fagnaði sigri á UFC 322-bardagakvöldinu í New York um helgina og fólk í bardagaheiminum kepptist við að lofsyngja nýja heimsmeistarann í eltivigtinni. Einn var þó á allt öðru máli. Draumur Makhachev um að verða tvöfaldur meistari rættist á laugardagskvöldið þegar hann yfirbugaði Jack Della Maddalena í fimm lotum og tryggði sér veltivigtartitilinn í Madison Square Garden í New York. Allir þrír dómararnir skoruðu bardagann 50-45 fyrir Makhachev. View this post on Instagram A post shared by ESPN MMA (@espnmma) Makhachev (28 sigrar og 1 tap á ferlinum) jafnaði um leið UFC-met Anderson Silva með sínum sextánda sigri í röð og bætti við ótrúlega sigurgöngu sem hefur staðið yfir í áratug. „Þetta er draumurinn,“ sagði Makhachev. „Allt mitt líf hef ég barist fyrir þessu. Ég hef lagt hart að mér fyrir þessa stund,“ sagði Makhachev. Makhachev varð aðeins ellefti bardagakappinn í sögu UFC til að vinna belti í tveimur þyngdarflokkum. Í sínum gamalkunna stíl lét Makhachev þetta líta út fyrir að vera auðvelt en hann hitti 140 höggum gegn aðeins 30 frá Della Maddalena. Samt virtist frammistaðan ekki heilla UFC-léttvigtarmeistarann Ilia Topuria, sem afsalaði sér fjaðurvigtartitli sínum fyrr á þessu ári til að reyna að fá ofurbardaga við Makhachev sem ekki varð að veruleika. Topuria fór inn á samfélagsmiðla til þess að tjá óánægju sína og mögulega kynda undir framtíðarbardaga þeirra tveggja. Færslu hans má sjá hér fyrirneðan. Jack needs an entire camp dedicated just to wrestling. What a disappointment of a champion. You should go to Georgia to learn something.Islam, you need something you can’t train: emotion. You’re the most boring thing in this game. Every day I’m more certain I put you to sleep.— Ilia Topuria (@Topuriailia) November 16, 2025 „Jack þarf að skipuleggja heilar æfingabúðir sem eru eingöngu tileinkaðar glímu. Þvílíkur vonbrigðameistari. Þú ættir að fara til Georgíu til að læra eitthvað. Islam, þig vantar eitthvað sem þú getur ekki æft: tilfinningar. Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt. Með hverjum deginum verð ég vissari um að ég svæfi þig,“ skrifaði Ilia Topuria. Makhachev gegn Topuria er enn einn stærsti mögulegi bardagi sem völ er á í íþróttinni í dag. Þessi færsla gerir ekkert nema gott fyrir slíka framtíðarsýn. MMA Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Draumur Makhachev um að verða tvöfaldur meistari rættist á laugardagskvöldið þegar hann yfirbugaði Jack Della Maddalena í fimm lotum og tryggði sér veltivigtartitilinn í Madison Square Garden í New York. Allir þrír dómararnir skoruðu bardagann 50-45 fyrir Makhachev. View this post on Instagram A post shared by ESPN MMA (@espnmma) Makhachev (28 sigrar og 1 tap á ferlinum) jafnaði um leið UFC-met Anderson Silva með sínum sextánda sigri í röð og bætti við ótrúlega sigurgöngu sem hefur staðið yfir í áratug. „Þetta er draumurinn,“ sagði Makhachev. „Allt mitt líf hef ég barist fyrir þessu. Ég hef lagt hart að mér fyrir þessa stund,“ sagði Makhachev. Makhachev varð aðeins ellefti bardagakappinn í sögu UFC til að vinna belti í tveimur þyngdarflokkum. Í sínum gamalkunna stíl lét Makhachev þetta líta út fyrir að vera auðvelt en hann hitti 140 höggum gegn aðeins 30 frá Della Maddalena. Samt virtist frammistaðan ekki heilla UFC-léttvigtarmeistarann Ilia Topuria, sem afsalaði sér fjaðurvigtartitli sínum fyrr á þessu ári til að reyna að fá ofurbardaga við Makhachev sem ekki varð að veruleika. Topuria fór inn á samfélagsmiðla til þess að tjá óánægju sína og mögulega kynda undir framtíðarbardaga þeirra tveggja. Færslu hans má sjá hér fyrirneðan. Jack needs an entire camp dedicated just to wrestling. What a disappointment of a champion. You should go to Georgia to learn something.Islam, you need something you can’t train: emotion. You’re the most boring thing in this game. Every day I’m more certain I put you to sleep.— Ilia Topuria (@Topuriailia) November 16, 2025 „Jack þarf að skipuleggja heilar æfingabúðir sem eru eingöngu tileinkaðar glímu. Þvílíkur vonbrigðameistari. Þú ættir að fara til Georgíu til að læra eitthvað. Islam, þig vantar eitthvað sem þú getur ekki æft: tilfinningar. Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt. Með hverjum deginum verð ég vissari um að ég svæfi þig,“ skrifaði Ilia Topuria. Makhachev gegn Topuria er enn einn stærsti mögulegi bardagi sem völ er á í íþróttinni í dag. Þessi færsla gerir ekkert nema gott fyrir slíka framtíðarsýn.
MMA Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira