Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2025 13:43 Heimir Örn Árnason leiddi lista Sjálfstæðismanna fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar og er forseti bæjarstjórnar. Vísir/Vilhelm Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heimi Erni. Hann segir að það hafi verið sér mikill heiður að leiða lista Sjálfstæðisflokksins og starfa í bæjarstjórn Akureyrar síðastliðin þrjú og hálft ár. „Í nánu og góðu samstarfi við öflugt samstarfsfólk í meirihlutanum og starfsmenn Akureyrarbæjar höfum við komið fjölmörgum góðum verkefnum af stað. Helst má nefna sex tíma gjaldfrjálsa leikskóladvöl, Lýðheilsukortið, hækkun á frístundarstyrk til barna, verkefnið Virk efri ár og unnið er að því að koma á frístundarstyrk til eldri borgara. Þá hefur fasteignaskattur lækkað umtalsvert á íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði á síðustu árum. Þá er í gangi metnaðarfull uppbygging í íþróttamálum í mörgum íþróttagreinum. Tvö ný hverfi eru í uppbyggingu og síðast en ekki síst er rekstur sveitarfélagsins í mjög góðu jafnvægi. Ég hef átt óteljandi samtöl við fólk hér í bænum, bæði úr atvinnulífinu og hópi bæjarbúa og allir eru sammála um að það sé bjart framundan á Akureyri og því er ég sammála. Samtalið er lykillinn að árangri og ég mun áfram leggja mikla áherslu á að vera í góðu og opnu sambandi við íbúana og atvinnurekendur. Bærinn okkar, líkt og mörg önnur sveitarfélög hefur gengið í gegnum krefjandi tíma. En með sameiginlegu átaki kjörinna fulltrúa, starfsmanna og íbúa höfum við náð verulegum árangri og styrkt stöðu Akureyrarbæjar til framtíðar. Framundan eru spennandi verkefni sem ég hef mikinn áhuga á að fylgja eftir. Markmið mitt er að halda áfram að standa vörð um rekstur bæjarins, skapa traustan grunn til lækkunar gjalda og álaga, bæta þjónustu við íbúa og styðja við áframhaldandi uppbyggingu innviða og lífsgæða hér á Akureyri. Ég brenn fyrir bæinn okkar og framtíð hans og hlakka til að halda áfram ferðinni með ykkur. Þess vegna mun ég sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum næsta vor,“ segir í tilkynningunni. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heimi Erni. Hann segir að það hafi verið sér mikill heiður að leiða lista Sjálfstæðisflokksins og starfa í bæjarstjórn Akureyrar síðastliðin þrjú og hálft ár. „Í nánu og góðu samstarfi við öflugt samstarfsfólk í meirihlutanum og starfsmenn Akureyrarbæjar höfum við komið fjölmörgum góðum verkefnum af stað. Helst má nefna sex tíma gjaldfrjálsa leikskóladvöl, Lýðheilsukortið, hækkun á frístundarstyrk til barna, verkefnið Virk efri ár og unnið er að því að koma á frístundarstyrk til eldri borgara. Þá hefur fasteignaskattur lækkað umtalsvert á íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði á síðustu árum. Þá er í gangi metnaðarfull uppbygging í íþróttamálum í mörgum íþróttagreinum. Tvö ný hverfi eru í uppbyggingu og síðast en ekki síst er rekstur sveitarfélagsins í mjög góðu jafnvægi. Ég hef átt óteljandi samtöl við fólk hér í bænum, bæði úr atvinnulífinu og hópi bæjarbúa og allir eru sammála um að það sé bjart framundan á Akureyri og því er ég sammála. Samtalið er lykillinn að árangri og ég mun áfram leggja mikla áherslu á að vera í góðu og opnu sambandi við íbúana og atvinnurekendur. Bærinn okkar, líkt og mörg önnur sveitarfélög hefur gengið í gegnum krefjandi tíma. En með sameiginlegu átaki kjörinna fulltrúa, starfsmanna og íbúa höfum við náð verulegum árangri og styrkt stöðu Akureyrarbæjar til framtíðar. Framundan eru spennandi verkefni sem ég hef mikinn áhuga á að fylgja eftir. Markmið mitt er að halda áfram að standa vörð um rekstur bæjarins, skapa traustan grunn til lækkunar gjalda og álaga, bæta þjónustu við íbúa og styðja við áframhaldandi uppbyggingu innviða og lífsgæða hér á Akureyri. Ég brenn fyrir bæinn okkar og framtíð hans og hlakka til að halda áfram ferðinni með ykkur. Þess vegna mun ég sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum næsta vor,“ segir í tilkynningunni.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira