Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2025 22:18 Heimir Hallgrímsson og hans menn hafa fært Írum mikla gleði sem verður ekki minni ef liðið nær svo alla leið inn á HM. Það gæti kallað á fleiri tattú. Samsett/Getty/Twitter Ætla mætti að Írar væru komnir inn á HM 2026 í fótbolta, svo mikil er gleði manna eftir sigrana mögnuðu gegn Portúgal og Ungverjalandi sem komu liðinu í HM-umspilið. Gleðin var til að mynda ósvikin á flugvellinum í Dublin. Írarnir hans Heimis Hallgrímssonar gerðu nokkuð sem sárafáir bjuggust við þegar þeir unnu bæði Portúgal á heimavelli, 2-0, og svo ótrúlegan endurkomusigur gegn Ungverjum í Búdapest í gær, 3-2. Þess vegna eiga þeir enn von um að komast á stærsta heimsmeistaramót sögunnar, í Norður-Ameríku næsta sumar, en til þess þurfa þeir að slá út tvo andstæðinga í umspilinu í lok mars. Á Twitter-síðu flugvallarins í Dublin hafa menn verið í miklu stuði síðasta sólarhringinn og meðal annars grínast með það að Liverpool-maðurinn Dominik Szoboszlai, fyrirliði Ungverja, hafi ekki heimild til að ferðast til Bandaríkjanna. U.S pre-clearance. Some have it, some don’t. pic.twitter.com/oHsbiNIc7y— Troy Parrott International Airport 🦜 (@DublinAirport) November 17, 2025 Þá þóttust þeir hafa breytt nafninu á flugvellinum og nefnt hann eftir Troy Parrott, manninum sem skoraði öll fimm mörkin í leikjunum gegn Portúgal og Unverjalandi, þar á meðal dramatíska sigurmarkið á lokasekúndunum gegn Ungverjum. Dublin Airport admin waking up and releasing they took it upon themselves to rename the airport yesterday… 🦜 pic.twitter.com/vM7m6W69GO— Troy Parrott International Airport 🦜 (@DublinAirport) November 17, 2025 Á flugvellinum var líka hoppað, klappað og fagnað ákaft þegar Parrott tryggði sigurinn gegn Ungverjum, og sömu sögu er að segja af knæpum víða um Írland og jafnvel á Balí, eins og sjá má hér að neðan. Dublin airport pub right now. 90+6 #Ireland off to the playoffs pic.twitter.com/KaXrz1mEOJ— Zuzana Botikova (@zuzinuanella) November 16, 2025 The Troy Parrott reaction video from An Dun Rí in Dunmore is pretty special.The urge to take the shirt off is just human nature pic.twitter.com/S0Y4FTS8Y0— Balls.ie (@ballsdotie) November 17, 2025 This is the farthest from home reaction to Troy Parrott's goal: Tir na Nog Irish bar in BaliH/t Ciaran Humphreys pic.twitter.com/k7wvCv4M7q— Balls.ie (@ballsdotie) November 17, 2025 Þegar stuðningsmenn Írlands sneru svo heim frá Búdapest í dag voru þeir teknir tali á flugvellinum í Dublin, og í ljós kom að sumir höfðu gengið svo langt að fá sér húðflúr eftir sigurinn. A trip to remember! 🦜🇮🇪⚽️Derek Byrne and Adam Bollard from Dublin don’t just have the memories from Budapest! They’ve got “pecked by the parrot” tattoos to remember the trip by. “There’s a t missing, but there you go. I can’t remember getting it!” 🤣 pic.twitter.com/IVJjZ6mQ9j— Troy Parrott International Airport 🦜 (@DublinAirport) November 17, 2025 „Goggaðir af páfagauknum“, eða „Pecked by the parrot“ var tattúáletrunin sem varð fyrir valinu en reyndar átti að standa Parrott, til heiðurs hetju írska liðsins. „Það vantar t en svona er þetta. Ég man ekki eftir að hafa fengið mér þetta,“ sagði þessi hressi stuðningsmaður sem eflaust er hæstánægður með viðsnúning írska liðsins undir stjórn Heimis. Hafa ber í huga að Írar hafa ekki komist á HM í yfir tuttugu ár, eða frá árinu 2002, og ekki spilað á stórmóti síðan á EM 2016. HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Írarnir hans Heimis Hallgrímssonar gerðu nokkuð sem sárafáir bjuggust við þegar þeir unnu bæði Portúgal á heimavelli, 2-0, og svo ótrúlegan endurkomusigur gegn Ungverjum í Búdapest í gær, 3-2. Þess vegna eiga þeir enn von um að komast á stærsta heimsmeistaramót sögunnar, í Norður-Ameríku næsta sumar, en til þess þurfa þeir að slá út tvo andstæðinga í umspilinu í lok mars. Á Twitter-síðu flugvallarins í Dublin hafa menn verið í miklu stuði síðasta sólarhringinn og meðal annars grínast með það að Liverpool-maðurinn Dominik Szoboszlai, fyrirliði Ungverja, hafi ekki heimild til að ferðast til Bandaríkjanna. U.S pre-clearance. Some have it, some don’t. pic.twitter.com/oHsbiNIc7y— Troy Parrott International Airport 🦜 (@DublinAirport) November 17, 2025 Þá þóttust þeir hafa breytt nafninu á flugvellinum og nefnt hann eftir Troy Parrott, manninum sem skoraði öll fimm mörkin í leikjunum gegn Portúgal og Unverjalandi, þar á meðal dramatíska sigurmarkið á lokasekúndunum gegn Ungverjum. Dublin Airport admin waking up and releasing they took it upon themselves to rename the airport yesterday… 🦜 pic.twitter.com/vM7m6W69GO— Troy Parrott International Airport 🦜 (@DublinAirport) November 17, 2025 Á flugvellinum var líka hoppað, klappað og fagnað ákaft þegar Parrott tryggði sigurinn gegn Ungverjum, og sömu sögu er að segja af knæpum víða um Írland og jafnvel á Balí, eins og sjá má hér að neðan. Dublin airport pub right now. 90+6 #Ireland off to the playoffs pic.twitter.com/KaXrz1mEOJ— Zuzana Botikova (@zuzinuanella) November 16, 2025 The Troy Parrott reaction video from An Dun Rí in Dunmore is pretty special.The urge to take the shirt off is just human nature pic.twitter.com/S0Y4FTS8Y0— Balls.ie (@ballsdotie) November 17, 2025 This is the farthest from home reaction to Troy Parrott's goal: Tir na Nog Irish bar in BaliH/t Ciaran Humphreys pic.twitter.com/k7wvCv4M7q— Balls.ie (@ballsdotie) November 17, 2025 Þegar stuðningsmenn Írlands sneru svo heim frá Búdapest í dag voru þeir teknir tali á flugvellinum í Dublin, og í ljós kom að sumir höfðu gengið svo langt að fá sér húðflúr eftir sigurinn. A trip to remember! 🦜🇮🇪⚽️Derek Byrne and Adam Bollard from Dublin don’t just have the memories from Budapest! They’ve got “pecked by the parrot” tattoos to remember the trip by. “There’s a t missing, but there you go. I can’t remember getting it!” 🤣 pic.twitter.com/IVJjZ6mQ9j— Troy Parrott International Airport 🦜 (@DublinAirport) November 17, 2025 „Goggaðir af páfagauknum“, eða „Pecked by the parrot“ var tattúáletrunin sem varð fyrir valinu en reyndar átti að standa Parrott, til heiðurs hetju írska liðsins. „Það vantar t en svona er þetta. Ég man ekki eftir að hafa fengið mér þetta,“ sagði þessi hressi stuðningsmaður sem eflaust er hæstánægður með viðsnúning írska liðsins undir stjórn Heimis. Hafa ber í huga að Írar hafa ekki komist á HM í yfir tuttugu ár, eða frá árinu 2002, og ekki spilað á stórmóti síðan á EM 2016.
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira