Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2025 09:02 Larry Summers var forseti Harvard til ársins 2006. Hann var einnig fjármálaráðherra í ríkisstjórn demókratans Bills Clinton á sínum tíma. AP/Michael Dwyer Fyrrverandi forseti Harvard-háskóla og fjármálaráðherra Bandaríkjanna segist ætla að draga sig í hlé á opinberum vettvangi eftir uppljóstranir um að hann hafi átt í vinasambandi við Jeffrey Epstein löngu eftir að sá síðarnefndi hlaut dóm sem kynferðisbrotamaður. Hann skammist sín ákaflega. Tölvupóstar úr dánarbúi Epstein sem demókratar á Bandaríkjaþingi birtu nýlega sýndu meðal annars hvernig Larry Summers, sem kennir enn námskeið við Harvard-háskóla, átti í reglulegum samskiptum við Epstein löngu eftir að hann var dæmdur fyrir að falast eftir vændi frá ólögráða stúlku árið 2008. Nú segir Summers ætla að stíga til hiðar til að byggja upp traust og lappa upp á sambandið við þau sem standa honum næst. „Ég skammast mín mikið fyrir gjörðir mínar og geri mér grein fyrir þeim sársauka sem þær hafa valdið. Ég tek fulla ábyrgð á misráðinni ákvörðun minni að halda áfram að eiga í samskiptum við herra Epstein,“ sagði í yfirlýsingu sem Summers sendi fjölmiðlum í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Þrátt fyrir það segist Summers ætla að halda áfram að kenna við Harvard. Hann er skráður kennari í nokkrum hagfræðiáföngum. Þá hefur Summers setið í stjórn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI. Falaðist eftir ráðum í ástarmálum Á meðal þess sem Summers ræddi um við Epstein í póstunum voru ráð í kvennamálum. Epstein lýstir sér meðal annars sem „vængmanni“ Summers árið 2018. Bað Summers vin sinn meðal annars um ráð um hvenær hann ætti að svara tölvupósti frá konu sem hann virðist hafa haft áhuga á. „Ég held að það sé líklega við hæfi að svara engu í bili,“ skrifaði Summers. „Hún er þegar byrjuð að hljóma þurfandi :) fínt,“ svaraði Epstein. Summers var settur af sem forseti Harvard árið 2006 eftir að hann lét niðrandi orð falla um fræðikonur. „Ég hafði orð á því að konur hefðu helming greindarvísitölunnar í heiminum án þess að geta þess að þær eru rúmlega 51 prósent mannkynsins,“ skrifaði Summers til Epstein. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Tengdar fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2025 06:37 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Tölvupóstar úr dánarbúi Epstein sem demókratar á Bandaríkjaþingi birtu nýlega sýndu meðal annars hvernig Larry Summers, sem kennir enn námskeið við Harvard-háskóla, átti í reglulegum samskiptum við Epstein löngu eftir að hann var dæmdur fyrir að falast eftir vændi frá ólögráða stúlku árið 2008. Nú segir Summers ætla að stíga til hiðar til að byggja upp traust og lappa upp á sambandið við þau sem standa honum næst. „Ég skammast mín mikið fyrir gjörðir mínar og geri mér grein fyrir þeim sársauka sem þær hafa valdið. Ég tek fulla ábyrgð á misráðinni ákvörðun minni að halda áfram að eiga í samskiptum við herra Epstein,“ sagði í yfirlýsingu sem Summers sendi fjölmiðlum í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Þrátt fyrir það segist Summers ætla að halda áfram að kenna við Harvard. Hann er skráður kennari í nokkrum hagfræðiáföngum. Þá hefur Summers setið í stjórn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI. Falaðist eftir ráðum í ástarmálum Á meðal þess sem Summers ræddi um við Epstein í póstunum voru ráð í kvennamálum. Epstein lýstir sér meðal annars sem „vængmanni“ Summers árið 2018. Bað Summers vin sinn meðal annars um ráð um hvenær hann ætti að svara tölvupósti frá konu sem hann virðist hafa haft áhuga á. „Ég held að það sé líklega við hæfi að svara engu í bili,“ skrifaði Summers. „Hún er þegar byrjuð að hljóma þurfandi :) fínt,“ svaraði Epstein. Summers var settur af sem forseti Harvard árið 2006 eftir að hann lét niðrandi orð falla um fræðikonur. „Ég hafði orð á því að konur hefðu helming greindarvísitölunnar í heiminum án þess að geta þess að þær eru rúmlega 51 prósent mannkynsins,“ skrifaði Summers til Epstein.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Tengdar fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2025 06:37 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2025 06:37