Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2025 12:01 Erling Haaland er mjög vel launaður en bónusinn gæti skipt aðra leikmenn norska landsliðsins mun meira máli. getty/Matteo Ciambelli Norska knattspyrnusambandið og leikmannasamtökin NISO hafa komist að samkomulagi um bónusgreiðslur til leikmanna eftir að norska karlalandsliðið tryggði sér sæti á heimsmeistaramótinu á næsta ári. Það eru engir smáaurar. Bónusinn nemur þrjátíu prósentum af verðlaunafénu sem knattspyrnusambandið fær. Samkvæmt TV2 námu verðlaunapeningarnir fyrir það eitt að taka þátt í HM í Katar 2022 vel yfir hundrað milljónum norskra króna eða 1,2 milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt því ættu norsku leikmennirnir að fá bónusgreiðslur upp á rúmar þrjátíu milljónir norskra króna samanlagt fyrir undankeppnina eða 375 milljónir í íslenskum krónum. Þeir Martin Ödegaard, Sander Berge og Örjan Håskjold Nyland hafa verið fulltrúar leikmanna í samningaviðræðum og ásamt NISO átt þátt í að semja um samninginn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá norska knattspyrnusambandinu. „Fyrir okkur hefur verið mikilvægt að gefa leikmönnunum samning sem þeir eiga skilið eftir frábæra frammistöðu í sögulegri undankeppni. Ferlið með NISO hefur verið gott. Samningurinn sem við höfum nú komist að samkomulagi um byggir áfram á þeirri einstöku samheldni sem einkennir þetta lið og stuðlar að sterkum grunni fyrir undirbúninginn fyrir HM,“ segir Kai Erik Arstad, aðstoðarframkvæmdastjóri norska sambandsins. Upphæðin sem FIFA greiðir í verðlaunafé getur síðan hækkað enn frekar ef Noregur kemst áfram í útsláttarkeppnina á HM á næsta ári. Samkvæmt NFF fer „verulegur hluti af þeim tekjum sem eftir standa“ í útgjöld tengd mótinu. Norski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Bónusinn nemur þrjátíu prósentum af verðlaunafénu sem knattspyrnusambandið fær. Samkvæmt TV2 námu verðlaunapeningarnir fyrir það eitt að taka þátt í HM í Katar 2022 vel yfir hundrað milljónum norskra króna eða 1,2 milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt því ættu norsku leikmennirnir að fá bónusgreiðslur upp á rúmar þrjátíu milljónir norskra króna samanlagt fyrir undankeppnina eða 375 milljónir í íslenskum krónum. Þeir Martin Ödegaard, Sander Berge og Örjan Håskjold Nyland hafa verið fulltrúar leikmanna í samningaviðræðum og ásamt NISO átt þátt í að semja um samninginn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá norska knattspyrnusambandinu. „Fyrir okkur hefur verið mikilvægt að gefa leikmönnunum samning sem þeir eiga skilið eftir frábæra frammistöðu í sögulegri undankeppni. Ferlið með NISO hefur verið gott. Samningurinn sem við höfum nú komist að samkomulagi um byggir áfram á þeirri einstöku samheldni sem einkennir þetta lið og stuðlar að sterkum grunni fyrir undirbúninginn fyrir HM,“ segir Kai Erik Arstad, aðstoðarframkvæmdastjóri norska sambandsins. Upphæðin sem FIFA greiðir í verðlaunafé getur síðan hækkað enn frekar ef Noregur kemst áfram í útsláttarkeppnina á HM á næsta ári. Samkvæmt NFF fer „verulegur hluti af þeim tekjum sem eftir standa“ í útgjöld tengd mótinu.
Norski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira