Ronaldo hittir Trump í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2025 14:00 Cristiano Ronaldo varð að ósk sinni og hittir Donald Trumo Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag. Getty/Brian Lawless Cristiano Ronaldo hefur óskað eftir því að hitta Donald Trump og í dag verður honum að þessari ósk sinni. Þetta er fyrsta ferð Ronaldo til Bandaríkjanna frá því að fyrri ásakanir um nauðgun komu upp. Ronaldo lýsti yfir ósk sinni um að hitta Donald Trump í viðtali við breska fjölmiðlamanninn Piers Morgan. Hin fertuga stórstjarna sagði að bandaríski forsetinn væri einn þeirra sem gætu breytt heiminum eða hjálpað til við að breyta honum. „Hann er manneskja sem mér líkar mjög vel við. Vegna þess að ég held að hann geti látið hluti gerast og mér líkar við slíkt fólk. Markmið mitt er að hitta Trump og ræða um heimsfrið. Geturðu reddað því?“ sagði Ronaldo. Nú munu Ronaldo og Donald Trump hittast í Hvíta húsinu í Washington í dag, samkvæmt bandarískum fjölmiðlum eins og New York Times. Sádi-arabíski krónprinsinn Mohammed bin Salman mun einnig hitta Trump við þetta tækifæri. Ástæðan er sögð vera sú að Trump hyggst selja Sádi-Arabíu F-35 orrustuþotur. Þeir munu hittast í skrifstofu Trump, borða hádegisverð með ríkisstjórninni og taka þátt í formlegum kvöldverði um kvöldið. Ronaldo, sem spilar með sádi-arabíska liðinu Al Nassr, hefur sést með sádi-arabíska prinsinum við opinber tækifæri. Samkvæmt fréttum hefur Ronaldo ekki komið til Bandaríkjanna síðan 2017. Hann hefur forðast landið vegna hættu á að verða handtekinn á bandarískri grund. Hann var sakaður um nauðgun í Las Vegas árið 2009 og greiddi konunni ári síðar bætur án þess að það færi hátt. Sakamálarannsókn lögreglu var síðar felld niður og beiðni konunnar til upptöku málsins hafnað árið 2023. Hótar borgarstjórum Á sunnudaginn tryggði Portúgal sér sæti á HM í fótbolta í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada í sumar. Þegar Gianni Infantino, forseti FIFA, heimsótti Donald Trump á mánudaginn notaði bandaríski forsetinn tækifærið til að vara Los Angeles og Seattle enn og aftur við því að leikir gætu verið færðir af öryggisástæðum. Trump á í deilum við borgar- og ríkisstjóra í landinu, svo sem ríkisstjóra Kaliforníu og nýkjörinn borgarstjóra í New York. Donald Trump varaði einnig meðgestgjafann Mexíkó við árásum í yfirstandandi stríði gegn eiturlyfjum. HM 2026 í fótbolta Donald Trump Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Þetta er fyrsta ferð Ronaldo til Bandaríkjanna frá því að fyrri ásakanir um nauðgun komu upp. Ronaldo lýsti yfir ósk sinni um að hitta Donald Trump í viðtali við breska fjölmiðlamanninn Piers Morgan. Hin fertuga stórstjarna sagði að bandaríski forsetinn væri einn þeirra sem gætu breytt heiminum eða hjálpað til við að breyta honum. „Hann er manneskja sem mér líkar mjög vel við. Vegna þess að ég held að hann geti látið hluti gerast og mér líkar við slíkt fólk. Markmið mitt er að hitta Trump og ræða um heimsfrið. Geturðu reddað því?“ sagði Ronaldo. Nú munu Ronaldo og Donald Trump hittast í Hvíta húsinu í Washington í dag, samkvæmt bandarískum fjölmiðlum eins og New York Times. Sádi-arabíski krónprinsinn Mohammed bin Salman mun einnig hitta Trump við þetta tækifæri. Ástæðan er sögð vera sú að Trump hyggst selja Sádi-Arabíu F-35 orrustuþotur. Þeir munu hittast í skrifstofu Trump, borða hádegisverð með ríkisstjórninni og taka þátt í formlegum kvöldverði um kvöldið. Ronaldo, sem spilar með sádi-arabíska liðinu Al Nassr, hefur sést með sádi-arabíska prinsinum við opinber tækifæri. Samkvæmt fréttum hefur Ronaldo ekki komið til Bandaríkjanna síðan 2017. Hann hefur forðast landið vegna hættu á að verða handtekinn á bandarískri grund. Hann var sakaður um nauðgun í Las Vegas árið 2009 og greiddi konunni ári síðar bætur án þess að það færi hátt. Sakamálarannsókn lögreglu var síðar felld niður og beiðni konunnar til upptöku málsins hafnað árið 2023. Hótar borgarstjórum Á sunnudaginn tryggði Portúgal sér sæti á HM í fótbolta í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada í sumar. Þegar Gianni Infantino, forseti FIFA, heimsótti Donald Trump á mánudaginn notaði bandaríski forsetinn tækifærið til að vara Los Angeles og Seattle enn og aftur við því að leikir gætu verið færðir af öryggisástæðum. Trump á í deilum við borgar- og ríkisstjóra í landinu, svo sem ríkisstjóra Kaliforníu og nýkjörinn borgarstjóra í New York. Donald Trump varaði einnig meðgestgjafann Mexíkó við árásum í yfirstandandi stríði gegn eiturlyfjum.
HM 2026 í fótbolta Donald Trump Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira