Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2025 07:32 Andrea Jacobsen vonast til að verða orðin klár í slaginn fyrir heimsmeistaramótið í handbolta. vísir/sigurjón Einn mesti reynslubolti íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, Andrea Jacobsen, er í kapphlaupi við tímann þegar nú dregur nær næsta stórmóti. Áfall fyrir mót setur þátttöku hennar í uppnám en Andrea heldur þó í bjartsýnina. Andrea varð fyrir því óláni að slíta liðband í ökkla á æfingu með félagsliði sínu Blomberg Lippe í Þýskalandi þegar innan við þrjár vikur voru til stefnu í fyrsta leik Íslands á HM þar í landi þann gegn heimakonum í þýska landsliðinu þann 26. nóvember næstkomandi. „Þetta var áfall, gerist daginn fyrir mjög mikilvægan leik gegn Val og það voru leikir sem ég hlakkaði mjög mikið til þess að spila. Hugurinn fór strax á HM, hvort að ég kæmist með eða hvernig þetta yrði. Sem betur fer á ég mjög góða að, bæði í Þýskalandi og hérna heima. Ég fór strax í meðferð við þessum meiðslum og það er reynt að flýta fyrir bata eins og hægt er en ég er jákvæð fyrir þessu núna, bjartsýn fyrir því að ég nái allavegana einhverju af mótinu,“ sagði Andrea í samtali við íþróttadeild. Engu að síður er óvissan mikil en Andrea segir stöðuna ágæta nú við upphaf undirbúnings íslenska landsliðsins hér heima. „Það er lítil bólga eftir og mér líður vel. En ég er bara í kapphlaupi við tímann og við tökum stöðuna dag fyrir dag. Akkúrat núna er ég að gera litlu og leiðinlegu æfingarnar frá sjúkraþjálfurunum, hef ekkert prófað af viti að hlaupa og hoppa. Ég held að það muni gerast bráðlega, vonandi. Þeir segja að það taki tvær til fjórar vikur fyrir mig að ná mér. Það verða bráðum liðnar tvær vikur og við tökum stöðuna þá.“ Andrea hefur verið í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu undanfarin ár.vísir/hulda margrét Ísland leikur í C-riðli með Þýskalandi, Serbíu og Úrúgvæ. Þrjú efstu lið riðilsins tryggja sig áfram í milliriðil og að sögn Andreu ætlar liðið sér áfram. Andrea á sjálf 66 A-landsleiki að baki og er með reynslumestu leikmönnum íslenska landsliðsins sem er að ganga í gegnum ákveðna endurnýjun. Fjórir af sextán leikmönnum liðsins eru á leið á sitt fyrsta stórmót. „Við erum að fá inn sterka karaktera og mikið af yngri stelpum sem eru að hressa þetta upp en ekki að það hafi ekki verið fjör fyrir. Það eru nokkrar stelpur í þessum hóp sem hafa farið á öll þrjú stórmótin núna og það er rosalega mikilvæg reynsla. Að fá ekki alltaf þetta fyrsta sjokk. Það mun hjálpa okkur klárlega að hafa farið á fyrri mót.“ HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
Andrea varð fyrir því óláni að slíta liðband í ökkla á æfingu með félagsliði sínu Blomberg Lippe í Þýskalandi þegar innan við þrjár vikur voru til stefnu í fyrsta leik Íslands á HM þar í landi þann gegn heimakonum í þýska landsliðinu þann 26. nóvember næstkomandi. „Þetta var áfall, gerist daginn fyrir mjög mikilvægan leik gegn Val og það voru leikir sem ég hlakkaði mjög mikið til þess að spila. Hugurinn fór strax á HM, hvort að ég kæmist með eða hvernig þetta yrði. Sem betur fer á ég mjög góða að, bæði í Þýskalandi og hérna heima. Ég fór strax í meðferð við þessum meiðslum og það er reynt að flýta fyrir bata eins og hægt er en ég er jákvæð fyrir þessu núna, bjartsýn fyrir því að ég nái allavegana einhverju af mótinu,“ sagði Andrea í samtali við íþróttadeild. Engu að síður er óvissan mikil en Andrea segir stöðuna ágæta nú við upphaf undirbúnings íslenska landsliðsins hér heima. „Það er lítil bólga eftir og mér líður vel. En ég er bara í kapphlaupi við tímann og við tökum stöðuna dag fyrir dag. Akkúrat núna er ég að gera litlu og leiðinlegu æfingarnar frá sjúkraþjálfurunum, hef ekkert prófað af viti að hlaupa og hoppa. Ég held að það muni gerast bráðlega, vonandi. Þeir segja að það taki tvær til fjórar vikur fyrir mig að ná mér. Það verða bráðum liðnar tvær vikur og við tökum stöðuna þá.“ Andrea hefur verið í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu undanfarin ár.vísir/hulda margrét Ísland leikur í C-riðli með Þýskalandi, Serbíu og Úrúgvæ. Þrjú efstu lið riðilsins tryggja sig áfram í milliriðil og að sögn Andreu ætlar liðið sér áfram. Andrea á sjálf 66 A-landsleiki að baki og er með reynslumestu leikmönnum íslenska landsliðsins sem er að ganga í gegnum ákveðna endurnýjun. Fjórir af sextán leikmönnum liðsins eru á leið á sitt fyrsta stórmót. „Við erum að fá inn sterka karaktera og mikið af yngri stelpum sem eru að hressa þetta upp en ekki að það hafi ekki verið fjör fyrir. Það eru nokkrar stelpur í þessum hóp sem hafa farið á öll þrjú stórmótin núna og það er rosalega mikilvæg reynsla. Að fá ekki alltaf þetta fyrsta sjokk. Það mun hjálpa okkur klárlega að hafa farið á fyrri mót.“
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira