„Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. nóvember 2025 22:10 Einar Jónsson, þjálfari Fram, gefur sínum mönnum skipanir á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink „Það er ótrúlega margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir fjögurra marka tap liðsins gegn svissneska liðinu Kriens-Luzern í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. „Sóknarlega vorum við á köflum frábærir, sérstaklega í uppstilltum sóknarleik. Við fáum lítið af hraðaupphlaupum því við erum enn bara á þeim stað að vera að vinna í okkar leik. En sóknarlega vorum við góðir heilt yfir og á köflum varnarlega,“ bætti Einar við. „Það er fullt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu, en það svíður svolítið þessir klaufalegu töpuðu boltar, sem var held ég það sem fellir okkur í kvöld. Og síðustu tíu voru okkar helstu varnarmenn orðnir frekar þreyttir. Þetta voru mikil hlaup. Þetta er svona niðurstaðan ef ég á að greina þennan leik akkúrat núna.“ Hann segir einnig að það sem hafi reynst liðinu erfiðast hafi verið þegar gestirnir keyrðu í bakið á þeim. „Já, ég var ósáttur við okkur hérna í upphafi leiks. Fyrstu 15-20 mínúturnar hlaupum við mjög illa til baka og það er eitthvað sem við vorum búnir að ræða fyrir leik, en gerðum ekki nógu vel þannig ég er mjög ósáttur með það.“ „Þeir héldu uppi mjög háu tempói, en þegar við skiluðum okkur til baka vorum við oft og tíðum að spila góðan varnarleik. Við lendum auðvitað í basli með Sigrist. Hann er ógeðslega góður. Hálfgerður svindlkall,“ sagði Einar, en Luca Sigrist skoraði 15 mörk fyrir gestina. Einar horfir þó á björtu hliðarnar og segir að liðið hafi tekið nokkur skref fram á við í þessari Evrópudeild, þrátt fyrir að stigin hafi ekki enn komið í hús. „Alveg klárlega. Heimaleikirnir okkar hafa bara verið flottir. Hvernig leikurinn á móti Porto endaði gaf ekki rétta mynd af leiknum. En Elverum heima endar bara í fjórum eða fimm mörkum og svipað í kvöld. Þessir leikir hafa bara verið góðir og þetta er gríðarleg reynsla sem mun hjálpa okkur til lengri tíma.“ „Við getum alveg tekið leikinn úti í Sviss út fyrir sviga. Við vorum í einhverju tuttugu tíma ferðalagi daginn fyrir leik, sem er náttúrulega galið og leikurinn litaðist svolítið af því. Þar fyrir utan finnst mér frammistaðan bara hafa verið virkilega góð og þetta er virkilega jákvæð reynsla.“ Þrátt fyrir að vera jákvæður passaði Einar sig þó á að vera raunsær. „Ég skal bara vera heiðarlegur með það að ég geri mér svo sem engar vonir um það,“ sagði Einar er hann var spurður hvort Fram gæti stolið stigum í útileikjunum tveimur sem eftir eru gegn Elverum og Porto. „Aðalatriðið er bara að ná að kalla fram þessa frammistöðu á útivelli sem við höfum sýnt á heimavelli.“ Að lokum segir hann þessa keppni þó vera dýrmæta reynslu, bæði fyrir liðið og félagið í heild. „Þetta er náttúrulega hrikalega dýrmæt reynsla fyrir okkur öll. Þetta er dýrmæt reynsla fyrir félagið. Það er búið að vera ógeðslega gaman að taka þátt í þessum heimaleikjum hérna. Það er fólk hérna sem vinnur baki brotnu við að búa til þessa umgjörð sem mér finnst frábær hérna. Fyrir það er maður bara endalaust þakklátur. Fyrir það hvað við eigum mikið af góðu fólki sem er tilbúið að leggja mikið á sig til að fá þetta til að virka. Það er ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið og þá sem að þessu standa,“ sagði Einar að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Sjá meira
„Sóknarlega vorum við á köflum frábærir, sérstaklega í uppstilltum sóknarleik. Við fáum lítið af hraðaupphlaupum því við erum enn bara á þeim stað að vera að vinna í okkar leik. En sóknarlega vorum við góðir heilt yfir og á köflum varnarlega,“ bætti Einar við. „Það er fullt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu, en það svíður svolítið þessir klaufalegu töpuðu boltar, sem var held ég það sem fellir okkur í kvöld. Og síðustu tíu voru okkar helstu varnarmenn orðnir frekar þreyttir. Þetta voru mikil hlaup. Þetta er svona niðurstaðan ef ég á að greina þennan leik akkúrat núna.“ Hann segir einnig að það sem hafi reynst liðinu erfiðast hafi verið þegar gestirnir keyrðu í bakið á þeim. „Já, ég var ósáttur við okkur hérna í upphafi leiks. Fyrstu 15-20 mínúturnar hlaupum við mjög illa til baka og það er eitthvað sem við vorum búnir að ræða fyrir leik, en gerðum ekki nógu vel þannig ég er mjög ósáttur með það.“ „Þeir héldu uppi mjög háu tempói, en þegar við skiluðum okkur til baka vorum við oft og tíðum að spila góðan varnarleik. Við lendum auðvitað í basli með Sigrist. Hann er ógeðslega góður. Hálfgerður svindlkall,“ sagði Einar, en Luca Sigrist skoraði 15 mörk fyrir gestina. Einar horfir þó á björtu hliðarnar og segir að liðið hafi tekið nokkur skref fram á við í þessari Evrópudeild, þrátt fyrir að stigin hafi ekki enn komið í hús. „Alveg klárlega. Heimaleikirnir okkar hafa bara verið flottir. Hvernig leikurinn á móti Porto endaði gaf ekki rétta mynd af leiknum. En Elverum heima endar bara í fjórum eða fimm mörkum og svipað í kvöld. Þessir leikir hafa bara verið góðir og þetta er gríðarleg reynsla sem mun hjálpa okkur til lengri tíma.“ „Við getum alveg tekið leikinn úti í Sviss út fyrir sviga. Við vorum í einhverju tuttugu tíma ferðalagi daginn fyrir leik, sem er náttúrulega galið og leikurinn litaðist svolítið af því. Þar fyrir utan finnst mér frammistaðan bara hafa verið virkilega góð og þetta er virkilega jákvæð reynsla.“ Þrátt fyrir að vera jákvæður passaði Einar sig þó á að vera raunsær. „Ég skal bara vera heiðarlegur með það að ég geri mér svo sem engar vonir um það,“ sagði Einar er hann var spurður hvort Fram gæti stolið stigum í útileikjunum tveimur sem eftir eru gegn Elverum og Porto. „Aðalatriðið er bara að ná að kalla fram þessa frammistöðu á útivelli sem við höfum sýnt á heimavelli.“ Að lokum segir hann þessa keppni þó vera dýrmæta reynslu, bæði fyrir liðið og félagið í heild. „Þetta er náttúrulega hrikalega dýrmæt reynsla fyrir okkur öll. Þetta er dýrmæt reynsla fyrir félagið. Það er búið að vera ógeðslega gaman að taka þátt í þessum heimaleikjum hérna. Það er fólk hérna sem vinnur baki brotnu við að búa til þessa umgjörð sem mér finnst frábær hérna. Fyrir það er maður bara endalaust þakklátur. Fyrir það hvað við eigum mikið af góðu fólki sem er tilbúið að leggja mikið á sig til að fá þetta til að virka. Það er ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið og þá sem að þessu standa,“ sagði Einar að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Sjá meira