Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Lovísa Arnardóttir skrifar 18. nóvember 2025 23:45 Lögreglan hvetur foreldra til að ræða við börn sín og fylgjast með samfélagsmiðlum þeirra og líðan þeirra. Vísir/Vilhelm Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur nú til skoðunar mál sem tengist 764-glæpahópnum. Barnavernd og lögregla í Vestmannaeyjum hvetja foreldra til að fara yfir samfélagsmiðlanotkun barna sinna og fylgjast vel með líðan þeirra. Greint var fyrst frá á vef Eyjafrétta. Þar er einnig rætt við Stefán Jónsson, yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum, sem segir lögreglu hafa borist ábending um að ungmenni í Vestmannaeyjum væru með efni frá þessum hópi í sínum síma. Fjallað var um 764 glæpahópinn í lok síðasta mánaðar og að íslensk stúlka hafi verið hvött til sjálfsskaða af hópnum. Hópurinn á aðallega samskipti í gegnum Telegram og Discord og segir Stefán í samtali við Eyjafréttir að hópurinn sé góður í að fá ungmenni og börn á sitt band. „…og síðan fá þau til þess að framkvæma viðurstyggilegar athafnir … kynferðislegar athafnir, sjálfskaða, drepa gæludýrin sín og í verstu tilfellunum sjálfvíg,“ segir Stefán við Eyjafréttir. Stefán hvetur foreldra til að fylgjast vel með samfélagsmiðlum barna sinna, símanotkun þeirra og líðan þeirra. Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Vitni að sjálfsvígum þriggja ungmenna Fjallað var um það í Kastljósi á RÚV í október að íslensk stúlka hefði lent í hópnum og að hún hafi bæði verið hvött til sjálfsskaða og til ofbeldis gegn öðrum. Stúlkan varð vitni að sjálfsvígum þriggja ungmenna í beinu streymi. Stúlkan lenti í vef ofbeldishópsins í gegnum samskiptaforritið Discord, þar sem hún átti í samskiptum við „vini“ og aðrar stúlkur sem spiluðu meðal annars saman Roblox. Fram kom í Kastljósi í október að smám saman hafi samfélagið sem hún var inni náð 17 þúsund meðlimum og að efnið sem verið var að deila hafi sífellt orðið grófara. Nefnir hún meðal annars myndskeið af ofbeldi gegn börnum og dýrum. Stúlkan var 13 ára á þessum tíma en tókst, þrátt fyrir eftirlit af hálfu móður sinnar, að fela fyrir henni það sem var að gerast á Discord. Síðar var henni hótað og henni skipað að skaða sjálfa sig, gæludýrin sín og að deila af sér nektarmyndum, barnaníðsefni. Rætt var við móður stúlkunnar í Kastljósi. Í frétt Eyjafrétta segir að barnavernd og lögreglan í Vestmannaeyjum hvetji foreldra til að taka þessum viðvörunum alvarlega. Foreldrar eru beðnir um að skoða samfélagsmiðla barna sinna með gagnrýnu hugarfari og fylgjast með hvort eitthvað sé óvenjulegt eða grunsamlegt. Komi eitthvað sérstakt upp eru foreldrar hvattir til að hafa strax samband við lögregluna í Vestmannaeyjum eða við barnavernd. Hægt er að senda fyrirspurnir eða ábendingar á netfangið barnavernd@vestmannaeyjar.is Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Vestmannaeyjar Lögreglumál Börn og uppeldi Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira
Þar er einnig rætt við Stefán Jónsson, yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum, sem segir lögreglu hafa borist ábending um að ungmenni í Vestmannaeyjum væru með efni frá þessum hópi í sínum síma. Fjallað var um 764 glæpahópinn í lok síðasta mánaðar og að íslensk stúlka hafi verið hvött til sjálfsskaða af hópnum. Hópurinn á aðallega samskipti í gegnum Telegram og Discord og segir Stefán í samtali við Eyjafréttir að hópurinn sé góður í að fá ungmenni og börn á sitt band. „…og síðan fá þau til þess að framkvæma viðurstyggilegar athafnir … kynferðislegar athafnir, sjálfskaða, drepa gæludýrin sín og í verstu tilfellunum sjálfvíg,“ segir Stefán við Eyjafréttir. Stefán hvetur foreldra til að fylgjast vel með samfélagsmiðlum barna sinna, símanotkun þeirra og líðan þeirra. Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Vitni að sjálfsvígum þriggja ungmenna Fjallað var um það í Kastljósi á RÚV í október að íslensk stúlka hefði lent í hópnum og að hún hafi bæði verið hvött til sjálfsskaða og til ofbeldis gegn öðrum. Stúlkan varð vitni að sjálfsvígum þriggja ungmenna í beinu streymi. Stúlkan lenti í vef ofbeldishópsins í gegnum samskiptaforritið Discord, þar sem hún átti í samskiptum við „vini“ og aðrar stúlkur sem spiluðu meðal annars saman Roblox. Fram kom í Kastljósi í október að smám saman hafi samfélagið sem hún var inni náð 17 þúsund meðlimum og að efnið sem verið var að deila hafi sífellt orðið grófara. Nefnir hún meðal annars myndskeið af ofbeldi gegn börnum og dýrum. Stúlkan var 13 ára á þessum tíma en tókst, þrátt fyrir eftirlit af hálfu móður sinnar, að fela fyrir henni það sem var að gerast á Discord. Síðar var henni hótað og henni skipað að skaða sjálfa sig, gæludýrin sín og að deila af sér nektarmyndum, barnaníðsefni. Rætt var við móður stúlkunnar í Kastljósi. Í frétt Eyjafrétta segir að barnavernd og lögreglan í Vestmannaeyjum hvetji foreldra til að taka þessum viðvörunum alvarlega. Foreldrar eru beðnir um að skoða samfélagsmiðla barna sinna með gagnrýnu hugarfari og fylgjast með hvort eitthvað sé óvenjulegt eða grunsamlegt. Komi eitthvað sérstakt upp eru foreldrar hvattir til að hafa strax samband við lögregluna í Vestmannaeyjum eða við barnavernd. Hægt er að senda fyrirspurnir eða ábendingar á netfangið barnavernd@vestmannaeyjar.is Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Veistu meira um málið eða ertu með fréttnæma ábendingu? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Vestmannaeyjar Lögreglumál Börn og uppeldi Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira