Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar 19. nóvember 2025 15:01 Fyrir nokkrum árum pantaði fyrirtæki sem ég stýri vörur frá Hollandi og þegar kom að því að senda vörurnar af stað fékk ég beiðni um hin ýmsu gögn þar sem Ísland væri ekki í Evrópu. Ég man að ég brosti út í annað og gaf ekki mikið fyrir landafræðakennslu Hollendinga og svaraði að auðvitað væri Ísland í Evrópu. En svarið sem ég fékk til baka sat í mér – og situr enn - því Hollendingarnir svöruðu: “Já – en Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu.” Þetta rifjast upp nú þegar ESB tók ákvörðun um að veita Íslandi og Noregi ekki undanþágu frá verndaraðgerðum vegna kísiljárns. ESB er þannig að feta í fótspor ríkja eins og Kína og Bandaríkjanna og verja sitt yfirráðasvæði – verja sig og sína. Því að undanförnu hefur heimurinn því miður tekið þau óheillaspor að velja tolla og einangrun fram yfir frjáls alþjóðleg viðskipti. Nú sem aldrei fyrr verðum við Íslendingar að leggja kalt mat á það hvar framtíðarhagsmunum okkar er best borgið. Við getum ekki leyft okkur að vera með fyrirfram mótaðar skoðanir, sem byggja á vangaveltum en ekki staðreyndum. Það er verulega óþægileg tilfinning ef sú skoðun er útbreidd meðal þjóða í Evrópu að lönd utan ESB séu í raun ekki hluti af ÞEIRRA Evrópu sem þurfi að vernda þegar hætta steðjar að. Okkur á að vera orðið fullljóst að vera okkar í EES jafngildir á engan hátt veru innan ESB. Hættum þessu hálfkáki og komumst að því í eitt skipti fyrir öll hvað full aðild og vernd innan ESB gæti þýtt fyrir Ísland. Sú stund gæti nefnilega runnið upp að næst þegar okkur verður haldið utandyra gæti ógnin sem steðjaði að verið mun alvarlegri en sala á kísiljárni. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum pantaði fyrirtæki sem ég stýri vörur frá Hollandi og þegar kom að því að senda vörurnar af stað fékk ég beiðni um hin ýmsu gögn þar sem Ísland væri ekki í Evrópu. Ég man að ég brosti út í annað og gaf ekki mikið fyrir landafræðakennslu Hollendinga og svaraði að auðvitað væri Ísland í Evrópu. En svarið sem ég fékk til baka sat í mér – og situr enn - því Hollendingarnir svöruðu: “Já – en Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu.” Þetta rifjast upp nú þegar ESB tók ákvörðun um að veita Íslandi og Noregi ekki undanþágu frá verndaraðgerðum vegna kísiljárns. ESB er þannig að feta í fótspor ríkja eins og Kína og Bandaríkjanna og verja sitt yfirráðasvæði – verja sig og sína. Því að undanförnu hefur heimurinn því miður tekið þau óheillaspor að velja tolla og einangrun fram yfir frjáls alþjóðleg viðskipti. Nú sem aldrei fyrr verðum við Íslendingar að leggja kalt mat á það hvar framtíðarhagsmunum okkar er best borgið. Við getum ekki leyft okkur að vera með fyrirfram mótaðar skoðanir, sem byggja á vangaveltum en ekki staðreyndum. Það er verulega óþægileg tilfinning ef sú skoðun er útbreidd meðal þjóða í Evrópu að lönd utan ESB séu í raun ekki hluti af ÞEIRRA Evrópu sem þurfi að vernda þegar hætta steðjar að. Okkur á að vera orðið fullljóst að vera okkar í EES jafngildir á engan hátt veru innan ESB. Hættum þessu hálfkáki og komumst að því í eitt skipti fyrir öll hvað full aðild og vernd innan ESB gæti þýtt fyrir Ísland. Sú stund gæti nefnilega runnið upp að næst þegar okkur verður haldið utandyra gæti ógnin sem steðjaði að verið mun alvarlegri en sala á kísiljárni. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun