Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2025 12:00 Heimir Hallgrímsson stýrði Írum til sigurs gegn Portúgal á heimavelli og Ungverjalandi á útivelli, og því verða þeir með í HM-umspilinu í lok mars. Getty/Stephen McCarthy Viku eftir að hafa skrifað pistil um að hann skuldaði Heimi Hallgrímssyni afsökunarbeiðni hefur kjaftagleiði Írinn Eamon Dunphy nú sagt að Heimir eigi ekkert hrós skilið fyrir að Írland hafi komist í HM-umspilið í fótbolta. Hinn áttræði Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, sparaði ekki hrósið í garð Heimis eftir 2-0 sigurinn gegn Portúgal í Dublin í síðustu viku. Hann hefði fært Írum stolt á nýjan leik, valið réttu leikmennina og framkallað ógleymanlegt kvöld með sigri á einu besta liði heims. Dunphy hafði fram að því verið afar gagnrýninn á Heimi og kallað eftir því í haust að hann yrði rekinn en bað hann afsökunar á því. „Heimir – hneigðu þig. Þú átt það skilið. Og já, Heimir – ég ét ofan í mig orð mín. Og ég er glaður að gera það. Allt sem ég hef nokkurn tíma viljað er að írskt lið spili með stolti. Og það gerðu þeir svo sannarlega. Við endurheimtum okkar leik á fimmtudagskvöld,“ skrifaði Dunphy eftir Portúgalsleikinn. Margur hefði kannski haldið að 3-2 útisigurinn magnaði gegn Ungverjum í Búdapest þremur dögum síðar, þar sem Írland tryggði sig inn í HM-umspilið, myndi gera Dunphy enn ánægðari með Heimi. Írar hafa líka keppst við að hrósa Heimi enda óvanir því að geta komist á stórmót, og sannkölluð þjóðhátíð ríkti eftir sigurinn á Ungverjum á sunnudaginn. En þegar enginn virtist hafa neitt neikvætt að segja um Heimi tók Dunphy til máls í sjónvarpsþættinum vinsæla The Tonight Show á Virgin Media, í fyrrakvöld, þegar hann var spurður hvort að Heimir ætti ekki skilið hrós fyrir að koma Írlandi í HM-umspilið: „Nei, ekki að mínu mati,“ sagði Dunphy. „Hann á auðvitað einhvern þátt í þessu. En hann hefur haft Troy Parrott [innsk.: sem skoraði öll fimm mörkin gegn Portúgal og Ungverjalandi] oft utan hóps og ekki látið hann spila [innsk.: Parrott var frá keppni í tæpa 40 daga í haust vegna meiðsla]. Og ef okkar aðalmaður Evan Ferguson hefði verið ómeiddur þá hefði Parrott mögulega ekkert spilað í þessum leikjum,“ sagði Dunphy í þættinum, samkvæmt frétt Balls.ie. „Seamous Coleman, sem var stórkostlegur í leikjunum tveimur og er frábær leiðtogi, var utan hóps fyrir nokkrum vikum,“ sagði Dunphy og hélt áfram: „Nei er því svarið. Á sama tíma verður að gefa leikmönnum og stuðningsmönnum gríðarlegt hrós. Leikmennirnir nærðust á stuðningsmönnunum sem ferðuðust og líka þeim sem voru á Aviva leikvanginum – við vorum með 50.000 manns á Aviva í síðustu viku. Þetta er ungt lið, ungir leikmenn, með hungur og þor til að láta slag standa,“ sagði Dunphy. Síðar kallaði hann Heimi „dásamlegan“ þjálfara. „Sem þú vilt reka?“ spurði þá þáttastjórnandinn. „Já, tannlæknirinn! Já, tja, það gæti enn verið að hann verði rekinn,“ sagði Dunphy en bætti við að það yrði þó með hreinum ólíkindum eftir síðustu leiki. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Hinn áttræði Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, sparaði ekki hrósið í garð Heimis eftir 2-0 sigurinn gegn Portúgal í Dublin í síðustu viku. Hann hefði fært Írum stolt á nýjan leik, valið réttu leikmennina og framkallað ógleymanlegt kvöld með sigri á einu besta liði heims. Dunphy hafði fram að því verið afar gagnrýninn á Heimi og kallað eftir því í haust að hann yrði rekinn en bað hann afsökunar á því. „Heimir – hneigðu þig. Þú átt það skilið. Og já, Heimir – ég ét ofan í mig orð mín. Og ég er glaður að gera það. Allt sem ég hef nokkurn tíma viljað er að írskt lið spili með stolti. Og það gerðu þeir svo sannarlega. Við endurheimtum okkar leik á fimmtudagskvöld,“ skrifaði Dunphy eftir Portúgalsleikinn. Margur hefði kannski haldið að 3-2 útisigurinn magnaði gegn Ungverjum í Búdapest þremur dögum síðar, þar sem Írland tryggði sig inn í HM-umspilið, myndi gera Dunphy enn ánægðari með Heimi. Írar hafa líka keppst við að hrósa Heimi enda óvanir því að geta komist á stórmót, og sannkölluð þjóðhátíð ríkti eftir sigurinn á Ungverjum á sunnudaginn. En þegar enginn virtist hafa neitt neikvætt að segja um Heimi tók Dunphy til máls í sjónvarpsþættinum vinsæla The Tonight Show á Virgin Media, í fyrrakvöld, þegar hann var spurður hvort að Heimir ætti ekki skilið hrós fyrir að koma Írlandi í HM-umspilið: „Nei, ekki að mínu mati,“ sagði Dunphy. „Hann á auðvitað einhvern þátt í þessu. En hann hefur haft Troy Parrott [innsk.: sem skoraði öll fimm mörkin gegn Portúgal og Ungverjalandi] oft utan hóps og ekki látið hann spila [innsk.: Parrott var frá keppni í tæpa 40 daga í haust vegna meiðsla]. Og ef okkar aðalmaður Evan Ferguson hefði verið ómeiddur þá hefði Parrott mögulega ekkert spilað í þessum leikjum,“ sagði Dunphy í þættinum, samkvæmt frétt Balls.ie. „Seamous Coleman, sem var stórkostlegur í leikjunum tveimur og er frábær leiðtogi, var utan hóps fyrir nokkrum vikum,“ sagði Dunphy og hélt áfram: „Nei er því svarið. Á sama tíma verður að gefa leikmönnum og stuðningsmönnum gríðarlegt hrós. Leikmennirnir nærðust á stuðningsmönnunum sem ferðuðust og líka þeim sem voru á Aviva leikvanginum – við vorum með 50.000 manns á Aviva í síðustu viku. Þetta er ungt lið, ungir leikmenn, með hungur og þor til að láta slag standa,“ sagði Dunphy. Síðar kallaði hann Heimi „dásamlegan“ þjálfara. „Sem þú vilt reka?“ spurði þá þáttastjórnandinn. „Já, tannlæknirinn! Já, tja, það gæti enn verið að hann verði rekinn,“ sagði Dunphy en bætti við að það yrði þó með hreinum ólíkindum eftir síðustu leiki.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu