Erlent

Tugir látnir í flóðum í Víet­nam

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Aurskriður hafa fallið víða um landið síðustu daga sökum vatnveðursins.
Aurskriður hafa fallið víða um landið síðustu daga sökum vatnveðursins. Minh Bang/VNExpress via AP

Að minnsta kosti fjörutíu og einn er látinn í Víetnam eftir miklar rigningar og flóð sem gengið hafa yfir miðhluta landsins síðustu daga.

Nokkurra er enn saknað en rigningarnar hafa verið nær linnulausar frá síðustu helgi. Fleiri en fimmtíu þúsund heimili eru sögð á kafi í vatni og rafmagnsleysi hrjáir um hálfa milljón manna á svæðinu.

Síðustu þrjá daga hefur rigningarmagnið verið einn og hálfur metri á þeim svæðum þar sem ástandið er verst.

Kaffi er helsta landbúnaðarafurð svæðisins og eru uppi miklar áhyggjur um að uppskera ársins sé ónýt en hún var ekki burðug fyrir eftir fellibylji sem gengið hafa yfir svæðið einnig fyrr í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×