Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Aron Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2025 16:57 Lovísa Thompson er á leið á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu Vísir/Hulda Margrét Nú dregur nær fyrsta leik Íslands á HM kvenna í handbolta. Lovísa Thompson mun þar taka þátt á sínu fyrsta stórmóti en leiðin fram að því hefur verið þyrnum stráð og einsetur hún sér að njóta hvers dags. Ísland hefur leika á HM, sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi þetta árið, þann 26. nóvember næstkomandi gegn Þýskalandi en auk þessara liða eru landslið Serbíu og Úrúgvæ í riðli Íslands. Segja má að vegferð landsliðskonunnar Lovísu Thompson fram að hennar fyrsta stórmóti hafi ekki verið eins og gengur og gerist hjá hinu hefðbundna landsliðsfólki. Vissulega hefur hún skarað fram úr, unnið titla og gert sig gildandi sem lykilleikmaður í sínum liðum en erfiðleikar hafa einnig plagað hana. Krefjandi meiðsli en einnig andlegt streð þar sem að hún fann ekki gleðina í handboltanum og tók sér pásu frá handboltaiðkun. Eftir sigursælt tímabil hér heima og í Evrópu með kvennaliði Vals á síðasta tímabili er Lovísa nú 26 ára gömul, á leiðinni á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu, stærra gerist það varla. „Maður þarf bara að njóta hvers einasta dags og fara ekki fram úr sér. Ekki vera með of háar væntingar, vera rólegur og njóta þess sem maður er að gera því þetta er rosalega stórt og ótrúlega gaman fyrir alla handboltamenn að fá að taka þátt í svona verkefni sama hvernig það verður. Ég er mjög spennt en líka með ekki of háar væntingar fyrir sjálfa mig aðallega. Ég vona bara að það gangi vel, að liðinu gangi vel og að þetta verði allt ljómandi gott.“ Var þetta draumur sem þú varst búin að gefa upp á bátinn? „Já bæði og. Tvö ár af meiðslum og þá er maður mjög langt niðri. Síðasta ár gekk vel en byrjaði hægt, svo kemst maður á góðan stað. Á þessu tímabili er búið að ganga ágætlega og ég er að finna minn fyrri styrk. Þetta breytist svo hratt, maður getur ekki tekið þessu sem sjálfsögðum hlut og þess vegna þarf bara að taka einn dag fyrir í einu, njóta þess hvar maður er. Það er mottóið í þessu öllu saman.“ Og það að hafa gengið í gegnum þetta allt saman fær mann til að njóta meira eða hvað? „Algjörlega en maður þarf svolítið að minna sig á það. Maður á það til að detta í sama gamla farið að svekkja sig og pirra á hinu og þessu sem maður hefur ekki stjórn á. En í dag, með meiri þroska og reynslu, öllu sem því fylgir að verða eldri horfir maður bara öðrum augum á þetta, reynir að einblína á það jákvæða og njóta.“ Annað kvöld mætast Ísland og Færeyjar í Þórshöfn í æfingarleik fyrir HM. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HM 2026 í fótbolta Valur Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Ísland hefur leika á HM, sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi þetta árið, þann 26. nóvember næstkomandi gegn Þýskalandi en auk þessara liða eru landslið Serbíu og Úrúgvæ í riðli Íslands. Segja má að vegferð landsliðskonunnar Lovísu Thompson fram að hennar fyrsta stórmóti hafi ekki verið eins og gengur og gerist hjá hinu hefðbundna landsliðsfólki. Vissulega hefur hún skarað fram úr, unnið titla og gert sig gildandi sem lykilleikmaður í sínum liðum en erfiðleikar hafa einnig plagað hana. Krefjandi meiðsli en einnig andlegt streð þar sem að hún fann ekki gleðina í handboltanum og tók sér pásu frá handboltaiðkun. Eftir sigursælt tímabil hér heima og í Evrópu með kvennaliði Vals á síðasta tímabili er Lovísa nú 26 ára gömul, á leiðinni á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu, stærra gerist það varla. „Maður þarf bara að njóta hvers einasta dags og fara ekki fram úr sér. Ekki vera með of háar væntingar, vera rólegur og njóta þess sem maður er að gera því þetta er rosalega stórt og ótrúlega gaman fyrir alla handboltamenn að fá að taka þátt í svona verkefni sama hvernig það verður. Ég er mjög spennt en líka með ekki of háar væntingar fyrir sjálfa mig aðallega. Ég vona bara að það gangi vel, að liðinu gangi vel og að þetta verði allt ljómandi gott.“ Var þetta draumur sem þú varst búin að gefa upp á bátinn? „Já bæði og. Tvö ár af meiðslum og þá er maður mjög langt niðri. Síðasta ár gekk vel en byrjaði hægt, svo kemst maður á góðan stað. Á þessu tímabili er búið að ganga ágætlega og ég er að finna minn fyrri styrk. Þetta breytist svo hratt, maður getur ekki tekið þessu sem sjálfsögðum hlut og þess vegna þarf bara að taka einn dag fyrir í einu, njóta þess hvar maður er. Það er mottóið í þessu öllu saman.“ Og það að hafa gengið í gegnum þetta allt saman fær mann til að njóta meira eða hvað? „Algjörlega en maður þarf svolítið að minna sig á það. Maður á það til að detta í sama gamla farið að svekkja sig og pirra á hinu og þessu sem maður hefur ekki stjórn á. En í dag, með meiri þroska og reynslu, öllu sem því fylgir að verða eldri horfir maður bara öðrum augum á þetta, reynir að einblína á það jákvæða og njóta.“ Annað kvöld mætast Ísland og Færeyjar í Þórshöfn í æfingarleik fyrir HM. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta HM 2026 í fótbolta Valur Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira