Fótbolti

Skoskir stuðnings­menn ollu jarð­skjálfta

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stuðningsmenn Skota höfðu ástæðu til að fagna.
Stuðningsmenn Skota höfðu ástæðu til að fagna. Vísir/Getty

Fögnuður skoskra stuðningsmanna eftir að skoska landsliðið tryggði sér sæti á HM í knattspyrnu í fyrsta skipti í 28 ár mældist á jarðskjálftamælum í Skotlandi.

Samkvæmt bresku jarðfræðistofnuninni BSG greindist „ígildi lítils jarðskjálfta“ eftir mark KennyMcLead sem tryggði Skotum 4-2 sigur gegn Dönum, og um leið sæti á HM í Norður-Ameríku á næsta ári.

Annað svipað ígildi mældist einnig þegar flautað var til leiksloka.

Skjálftinn mældist á starfsstöð BSG um tveimur kílómetrum frá Hampden Park, þar sem leikurinn fór fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×